GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Vitringar frá Austurlöndum (Matt 2.1-12)Bakgrunnsupplýsingar: Fjöldi gyðinga hafði orðið eftir í Persíu (áður Babýlon) þó að útlegðin hefði tekið enda fyrir 500 árum. Vitringarnir voru bæði stjörnuspekingar og stjörnufræðingar og höfðu aðra trú en gyðingar. Fjarlægðin á milli Persíu og Palestínu var um 1000-1500 km.

1. Hversu langan tíma hefði ferð vitringanna tekið ef reiknað er með að kameldýr gangi 30 km á dag?
 • Hvað haldið þið að yfirmönnum, eiginkonum og nágrönnum þessara manna hafi fundist um þennan leiðangur?

  2. Hvers vegna vildu vitringarnir veita konungi gyðinga lotningu frekar en sínum eigin kóngi?
 • Hvers vegna vildu þessir vísu menn gefa nýja gyðingakonunginum dýrmætar gjafir? (11. vers)

  3. Gyðingar höfðu ekki haft konung í um 600 ár, Heródes var einungis lénsmaður Rómverja. Hvers vegna varð Heródes skelfdur, og öll Jerúsalem með honum, þegar fréttist af fæðingu nýs konungs? (3. vers)
 • Hverju trúði Heródes í rauninni eins og fram kemur í versum 4 og 16? (Hverju trúði hann um sitt eigið vald, um Biblíuna, um Messías, um áætlun Guðs?

  4. Hvaðan og hvert leiddi stjarnan hina vísu menn; skoðið vers 2 og 9.
 • Hvers vegna lét Guð ekki stjörnuna leiða mennina beint til Betlehem, hvers vegna að taka krókinn til Jerúsalem? (Hví var mikilvægt fyrir vitringana að komast í snertingu við ritað orð Guðs?
 • Hvers konar „stjörnu“ hefur Guð sent inn í þitt líf til að leiða þig til Jesú?

  5. Babýloníumenn byggðu Babelsturn, stálu sáttmálsörkinni og lögðu musterið í Jerúsalem í rúst. Vitringarnir voru afkomendur þeirra. Hvers vegna leiddi Guð óvini sína til þess að verða fyrsta til að tilbiðja nýfæddan son sinn sem konung?

  6. Hvers vegna fóru engir íbúar Jerúsalem til Betlehem, eins og vitringarnir, þrátt fyrir að heyrst höfðu sögusagnir um að nýfæddur konungur þeirra væri þar í aðeins 12 km fjarlægð?

  7. Á hvaða hátt var nýi konungurinn ólíkur því sem mennirnir höfðu ef til vill ímyndað sér? (11. vers)
 • Hvernig geta þessir menn verið fordæmi fyrir okkur?

  8. Vitringarnir gáfu Jesúbarninu dýrmætar gjafir. Hvað fengu þeir frá honum í staðinn?
 • Hvers vegna voru þessar gjafir mjög nauðsynlegar fjölskyldu Jósefs? (13. vers)
 • Hvað ættir þú að gefa Jesú í afmælisgjöf þetta árið?

  9. Hvernig haldið þið að líf vitringanna hafi verið þegar þeir komu aftur heim til Persíu, með alla sína skurðgoðadýrkun og heiðnu trúarbrögð?

  Glad Tidings-hugleiðingar: Það var ekki oft komið fram við Jesú eins og konung í hans lífi. Vitringarnir veittu honum lotningu sem slíkum í upphafi ævinnar og rómverski landstjórinn Pílatus skrifaði titilinn á krossinn hans. Jesús var konungur sem bauð meira að segja óvinum sínum að koma og tilbiðja sig.


  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster