GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Hvað eru Glad Tidings-biblíulestrar?Boðunarverkfæri
Þú getur kynnt Jesú fyrir vinum þínum og ættingjum með Glad Tidings-hóp. Sjá má af kirkjusögunni að litlir hópar hafa alltaf verið tæki til að ná til nýs fólks.

Fyrir leikmenn
Ef leikmaður er beðinn um að skipuleggja kristniboðsfund þá krefst það mikils undirbúnings af viðkomandi. Hins vegar er mjög auðvelt að koma Glad Tidings-fundi í kring. Því fleiri hópar sem eru í kirkjunni þinni, þeim mun fleiri leikmenn geta þá tekið þátt í kristniboði.

Að læra með því að uppgötva
Vegna þess að þátttakendur svara spurningum þá uppgötva þeir alltaf eitthvað nýtt í textanum. Fólk lærir miklu betur með því að uppgötva eitthvað sjálft heldur en að heyra það sem aðrir eru búnir að finna út.

Staður til að hitta Jesú
Jesús er orðið sem varð hold, sem þýðir að við getum alltaf hitt hann í orði Biblíunnar. Tilgangur Glad Tidings-hóps er ekki fyrst og fremst að kenna staðreyndir um kristindóm heldur að láta fólk hitta hinn lifandi frelsara. Jesús talar sjálfur við þátttakendurna á biblíulestrunum, uppörvar þá og hjálpar þeim. Sjá Matt 18.20.

Kristið samfélag þar sem fólk, sem ekki er kristið, er velkomið
Þegar við ræðum kafla í Biblíunni þá gerist eitthvað á meðal okkar. Hjörtu opnast, við deilum vandamálum með öðrum þátttakendum og Jesú. Og þegar félagsskapur verður mikilvægur fer fólk að taka vini sína með og hópurinn vex.

Hvaða munur er á venjulegum biblíuleshóp og Glad Tidings-hóp?
Yfirleitt er búist við því að þátttakendur í biblíuleshóp hafi einhverja þekkingu á kristindómi. Svo er ekki með Glad Tidings-hóp því spurningarnar eru orðaðar þannig að jafnvel nýliðar geta tekið þátt í umræðunum bara með því að lesa kaflann sem er til umfjöllunar. Þátttakendur eru einnig leiddir til að heimfæra textann upp á sitt eigið líf með hjálp spurninganna.
Eitt í viðbót: Í Glad Tidings-hóp þá erum við ekki á höttunum eftir „réttu svörunum“ heldur viljum við frekar hvetja þátttakendur til að segja það sem þeir hugsa og meina.

***

   
Downloads    
Contact us    
Webmaster