Hópurinn
Er mögulegt að breyta gömlum hóp í Glad Tidings-hóp?
Það er mögulegt er ekki auðvelt. Því eldri sem hópurinn og meðlimir hans eru því erfiðara er að breyta honum. Búið frekar til nýjan hóp en að reyna að breyta gömlum hóp.
Hvenær ætti að byrja?
Það er gott byrja eftir kristniboðsátak en þú ættir líka að mæla með Glad Tidings-hóp við nýtt fólk sem kemur í vikulegar guðsþjónustur hjá þér og á aðra fundi.
Besta stærð á hóp er 4-8 manneskjur
Ef tveir kristnir einstaklingar bjóða tveimur vinum þá er strax kominn fjögurra manna hópur. Þegar fjöldi þátttakenda er kominn yfir 8 manns þá verður skilyrðislaust að skipta honum í tvennt. Ef það er ekki gert hættir hópurinn að vaxa. Ef hópnum er skipt halda báðir helmingarnir áfram að vaxa.
Lengd og hlé
Ein biblíulestrarstund ætti ekki að vera lengri en ein klukkustund, eða klukkustund og korter í mesta lagi. Ef stundin er lengri þá verða þátttakendur þreyttir og hætt er við að þeir hætti að mæta. Hópur getur hist hvort sem er einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði. Það er líka hægt að halda Glad Tidings-hóp innan ákveðinna marka, t.d. á einu misseri, í tíu skipti o.s.frv.
Það sem til þarf:
Hús. Það er betra ef einhver annar en húseigandinn leiði stundina.
Leiðtogi. Það er mikil hjálp ef leiðtoginn hefur tekið þátt í Glad Tidings-námskeiði (eða í það minnsta hlustað á upptöku af slíku námskeiði).
Þátttakendur. Í fullkomnum aðstæðum er helmingur þátttakenda kristinn og hinn helmingurinn er það ekki en það er samt hægt að stýra Glad Tidings-hóp jafnvel þó að aðstæðurnar séu ekki alveg fullkomnar. Það er hægt að bjóða hverjum sem er, á aldrinum 10-100 ára, að vera með. Það er aðeins ein undantekning: ekki bjóða kristnum einstaklingum sem þú veist að tala of mikið. Annars konar fundir eru heppilegri fyrir þá.
Biblíur. Allir verða að hafa Biblíu eða afrit af textanum við höndina. Taktu ljósrit ef þú heldur að einhverjir eigi eftir að koma biblíulausir. Fyrir þessa biblíulestra er mælt með auðveldustu biblíuþýðingunni fyrir þá sem eru ekki kristnir.
Glad Tidings-leiðbeiningar um biblíulesturinn. Glad Tidings-biblíulestrar byggjast á spurningum sem ættu hvorki að vera of erfiðar né of léttar, hvort sem um er að ræða kristið fólk eða fólk sem ekki er kristið. Mailis Janatuinen hefur skrifað bók með spurningum fyrir öll guðspjöllin.
Að bjóða upp á te eða slíkt. Vertu viss um að fólk viti að það megi fara eftir að stundinni lýkur. Látlaus hressing er fyrir þá sem hafa tíma. Aðeins ætti að bjóða upp á máltíð fyrir jól eða við önnur sérstök tækifæri.
***
Downloads
Contact us
Webmaster