GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Jósef – sjúpfaðir sonar Guðs (Matt 1.18-25)Bakgrunnsupplýsingar: Leiðtoginn gæti útskýrt með fáum orðum Lúk 1.26-38. Samkvæmt lögmálinu var trúlofun jafn bindandi og hjónaband og framhjáhaldi meðan á trúlofun stóð var líka refsað með því að grýta fólk. Ekki var ætlast til að fólk byrjaði að stunda kynlíf fyrir giftingu. (5Mós 22)

1. Hvað sýnir okkur að Jósef grunaði Maríu um að hafa blekkt hann? (18. og 19. vers)
 • Hvað haldið þið að hafi verið það erfiðast fyrir Jósef í þessari aðstöðu?
 • Haldið þið að María hafi sagt Jósef frá heimsókn engilsins? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Ef já, hvers vegna trúði Jósef henni ekki?

  2. Hvers vegna vildi Jósef ekki hefna ranglætisins og lögsækja Maríu og fjölskyldu hennar þrátt fyrir að hann hefði, lögum samkvæmt, rétt til þess?
 • Hvernig haldið þið að Jósef hafi liðið í garð Maríu í aðstæðunum sem lýst er í 18. og 19. versi?

  3. Hvers vegna sendi Guð ekki engil til Jósefs sama dag og hann sendi einn slíkan til Maríu? (20. vers) (Hvers vegna þurfti kærleiki Jósefs að ganga í gegnum svo harða prófraun?)

  4. Meyjarfæðing þýðir að sáðfruma hefur komið í leg Maríu einhvers staðar utan út alheiminum. Á hvaða forsendum gat Jósef trúað á meyjarfæðingu, þrátt fyrir að slíkur viðburður hefði aldrei nokkurn tímann átt sér stað í sögunni? (20.-23. vers)
 • Hvaða atriði í textanum sanna fyrir okkur að meyjarfæðingin er ekki uppspuni?

  5. Hvers vegna heldur þú að meyjarfæðingin sé fyrir marga (líka guðfræðinga) erfiðasta kenningin að trúa?
 • Hvernig passar trúin á meyjarfæðinguna og hugmynd okkar um Guð saman?

  6. Hvers vegna hefði ekki verið mögulegt fyrir Jesú að bjarga lýð sínum frá syndum þeirra ef hann hefði verið sonur Jósefs og Maríu?
 • Rifjaðu upp synd sem ásækir samvisku þína. Lestu svo 21. vers aftur og settu nafnið þitt í staðinn fyrir „lýð hans“. Trúir þú því að þetta vers sé satt þegar það er lesið á þennan hátt?

  7. Hvernig gat Jósef staðist það að snerta ekki sína elskuðu Maríu þótt þau byggju undir sama þaki? (25. vers)

  8. Sennilega héldu allir að barnið sem María bar undir belti væri barn Jósefs. Haldið þið að Jósef hafi reynt að hrista af sér falskar ásakanir fyrir framan ættingja Maríu og sína eigin?
 • Hvers vegna valdi Guð Jósef og engan annan til að uppfóstra son sinn?

  Glad Tidings-hugleiðing: Trúlega lést Jósef áður en Jesús byrjaði þjónustu sína en hann vissi það sem máli skiptir um fósturson sinn: Hann myndi bjarga lýð sínum – þar með töldum fósturföður sínum – frá syndum sínum.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster