GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Skírn Jesú Matt 3.13-17Bakgrunnsupplýsingar: Tveir menn, rúmlega þrítugir, hittast við Jórdanána. Reyndar voru þeir frændur. Annar var í skrýtnum fötum. Allt til þessa tíma hafði Jesús búið í Galíleu en Jóhannes í eyðibyggðum Júdeu. Við vitum ekki hvort þeir hafi áður hist. (Leiðtoginn ætti að segja í stuttu máli frá því sem fjallað er um í 1.-12. versi.)

1. Hver var munurinn á bernsku og unglingsárum þessara tveggja manna?
 • Hvers vegna haldið þið að Jóhannes hafði skilið að Jesús væri sonur Guðs?
 • Hvers vegna spillti frægð eða vinsældir ekki Jóhannesi?

  2. Hver var munurinn á Jesú og hinu fólkinu sem vildi láta skírast?
 • Hvers vegna vildi Jóhannes ekki skíra Jesú?
 • Hvers vegna vildi Jesús láta skíra sig þrátt fyrir að skírn Jóhannesar ætti aðeins að vera fyrir syndara?

  3. Hvað merkja orð Jesú í 15. versi?
 • Leiðtoginn ætti að lesa Jóh 19.30. Hvernig fullnægði Jesús öllu réttlæti?

  4. Hvað segja þessi vers okkur um samband Jesú og Guðs föður?
 • Hvað segja þessi vers okkur um heilaga þrenningu?
 • Heilagur andi hafði alltaf verið í Jesú. Hvers vegna gerði hann sig sýnilegan aðeins við skírn Jesú?

  5. Hvers vegna vildi Guð láta alla heyra það sem hann sagði í 17. versi?
 • Rifjaðu upp atburði síðasta mánaðar. Heldur þú að Guð gæti sagt sömu orð við þig eins og hann sagði um Jesú í 17. versi?

  6. Jóhannes skírði fólk aðeins eftir að það hafði játað syndir sínar; þess vegna var skírn hans kölluð iðrunarskírn. Hver er munurinn á kristinni skírn og skírn Jóhannesar? (Sjá einnig Post 2.38)

  7. Við kristna skírn segir Guð við þann sem skírður er sömu orð og hann sagði við son sinn í 17. versi. Á hvaða forsendum getur hann sagt þetta við syndara?

  8. Leiðtoginn segir stuttlega frá því hvernig Abraham ætlaði að fórna Guði syni sínum. (1Mós 22) Orðin í 17. versi minna lauslega á orðin sem Guð sagði við Abraham í 1Mós 22.2. Hvað er sameiginlegt með Abraham og Guði þegar um er að ræða fórn á sonum þeirra?


  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster