GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Jesú freistað Matt 4.1-11Bakgrunnsupplýsingar: Satan freistaði Evu í paradís og varð þess valdur að hún syndgaði. Á sama hátt freistaði hann þjóðar Guðs í óbyggðunum og hún hrasaði aftur og aftur. Satan hefur freistað okkar allra og fengið okkur til að syndga margoft. Það varð að freista Jesú líka því hann var raunveruleg manneskja og fulltrúi mannkyns.

1. Ímyndaðu þér að þú yrðir að eyða einum og hálfum mánuði alein/n í eyðimörk, án þess að borða neitt eða hitta neinn. Hvað heldur þú að yrðir það versta fyrir þig í þessum aðstæðum?
 • Hvernig heldur þú að andlegt og líkamlegt ástand Jesú hafi verið eftir 40 daga föstu?
 • Berðu þínar freistingar saman við freistingar Jesú. Hver er munurinn?

  2. Við gerum okkur oft þær hugmyndir um heilagan anda að hann eigi að leiða og leiðbeina trúuðu fólki um hvernig á að lifa lífinu til fullnustu. Hvers vegna leiddi hann þá Jesú út í óbyggðirnar til að djöfullinn gæti freistað hans? (1. vers)
 • Hvers vegna leiðir heilagur andi okkur þá líka í aðstæður þar sem djöfullinn freistar okkar?

  3. Fyrsta freistingin snýst um frumþarfir okkar: hungur, þorsta, kynferðislegar þarfir, þörf fyrir öryggi o.s.frv. (3.-4. vers) Hvers vegna hefði það verið synd ef Jesús hefði fengið sér eitthvað að borða með því að breyta steinum í brauð?

  4. Haldið þið að manneskja geti lifað á orði Guðs einu saman, án þess að frumþörfunum sé fullnægt? (4. vers) Verið hreinskilin í svörum ykkar og færið líka rök fyrir máli ykkar.

  5. Önnur freistingin varðar samband okkar við Guð. (5.-7. vers) Hvað hefði Jesús sannað fyrir heiminum ef hann hefði stokkið ofan af þaki musterisins og sloppið lifandi frá því?
 • Hvernig birtist þessi önnur freisting í okkar lífi?

  6. Þriðja freistingin er um tilgang trúar okkar. Segir Satan sannleikann í 9. versi? Færið rök fyrir máli ykkar.
 • Hvað hefði veröldin ef til vill grætt til skemmri tíma ef Jesús hefði gert eins og Satan reyndi að fá hann til að gera?
 • Hvaða skammtímaávinning getum við öðlast ef við lútum öðrum goðum og herrum en lifandi Guði?

  7. Hvert var vopn Jesú í baráttu hans gegn djöflinum?
 • Hvert er þitt vopn þegar þú berst gegn freistingum og synd?

  8. Jesús vann orrustuna við Satan. Hvers vegna var honum þá seinna refsað með dauðadómi sem var aðeins fyrir þá sem höfðu tapað baráttu sinni við freistingar?
 • Hvers konar Guð hefði Jesús verið ef hans hefði ekki verið freistað?
 • Hvers konar kristinn einstaklingur værir þú ef þín hefði ekki verið freistað?

  Glad Tidings- viðbót: Leiðtoginn les Heb 2.18.

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster