GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Úr Fjallræðunni (Matt 5.21-32)Bakgrunnsupplýsingar: Móses gaf fólkinu sínu lög Drottins uppi á Sínaífjalli. Á sama hátt gaf Jesús, „hinn nýi Móses“, nýjan skilning á gömlu boðorðunum.

1. Hvað eiga reiði og morð sameiginlegt? (21. og 22. vers)
 • Hefur þú einhvern tímann verið kölluð/kallaður „einskisnýtur“ eða „fáviti“? Hvernig leið þér með það?
 • Hvaða áhrif hefur það á barn ef það er í sífellu kallað einskisnýtt eða fáviti?

  2. Hvaða refsingu myndi þú útdeila þér sjálfum/sjálfri fyrir syndirnar sem nefndar eru í versum 21-22?
 • Hvaða refsingu myndir þú velja fyrir þessar syndir ef þær væru drýgðar gegn einhverjum sem er þér kær?

  3. Hvers vegna verðum við að sættast við annað fólk áður en við uppfyllum trúarskyldur okkar? (Vers 23-24)
 • Hvers vegna hefur Jesús engan áhuga á að vita hverjum rifrildið var að kenna heldur býður áheyrendum sínum að taka fyrsta skrefið í átt til sátta? (23.-25. vers)
 • Hvað myndi gerast í fjölskyldu þinni/í skólanum/á vinnustaðnum ef þú byrjaðir að gera eins og Jesús kennir í þessum versum?

  4. Ef Jesús hefði sagt: „Ef bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, gleymdu því þá bara og hugsaðu ekki meira um það!“ hefði þá verið auðveldara fyrir þig að fylgja slíku boði heldur en því sem hann lagði fyrir í raun og veru?
 • Hvað verður um manneskju sem fyrirgefur aldrei öðrum sem hafa sært hana?
 • Hvaða manneskju vill Jesús að þú fyrirgefir í dag? (Þú mátt svara innra með þér.)

  5. Hvers vegna þykir Jesú að synd sem framin er í huga manns sé jafn alvarleg og sé hún framin í raun? (Vers 27-28)
 • Rifjaðu upp atvik þar sem augu þín eða hendur freistuðu þín til að syndga. Hvernig hefðir þú, með ákveðnum hætti, getað hindrað þau í að syndga? (29.-30. vers)

  6. Hvað kennir Jesús eiginlega um skilnað? (Vers 31-32) Haldið ykkur við textann!
 • Ímyndaðu þér stöðu þar sem giftur maður eða gift kona verður ástfangin/n af þriðja aðila. Hvernig getur það verið öllum hlutaðeigandi til góðs ef viðkomandi ákveður að fylgja boði Jesú?

  7. Hver er stærsti munurinn á hugmyndum Jesú um hjónabandið og hvernig samfélag nútímans hugsar um það?

  8. Hvernig myndir þú útskýra þennan kafla fyrir manneskju sem heldur því fram hún hafi alltaf lifað samkvæmt boðum Fjallræðunnar? Hvað þá um manneskju sem er miður sín yfir að hafa ekki getað lifað samkvæmt þeim?

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús fékk að kenna á öllum þeim refsingum sem minnst er á í textanum, allt frá því að hann var dreginn fyrir rétt og dæmdur og þar til hann fékk að finna fyrir logum vítis. Hann varð að nota sinn síðasta eyri til að borga skuldir okkar – skuldirnar sem voru uppsafnaðar hjá Guði fyrir að hafa ekki fylgt boðum hans. (Sjá 26. vers.)

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster