GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Verið ekki áhyggjufull (Matteus 6.25-34)Bakgrunnsupplýsingar: Orðið réttlæti (v. 33) merkir fullkominn hreinleika í hugsunum, orðum og gerðum. Aðeins réttlátur karl/ kona er þóknanleg(ur) Guði og kemst til himnaríkis.
1. Teldu með þínum eigin orðum upp það sem Jesús bannar okkur að hafa áhyggjur af í þessum texta.
 • Hvað af því sem nefnt er í textanum veldur þér mestum áhyggjum?
 • Hvernig myndi líf þitt breytast ef þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því sem nefnt er í textanum?
  2. Hvað gerist innan fjölskyldu ef einn fjölskyldumeðlima hefur stöðugar áhyggjur af peningamálum, heilsunni, framtíðinni o.þ.h.?
 • Hvaða áhrif hafa áhyggjur á líkama okkar?
  3. Hvað eiga áhyggjur sameiginlegt með skorti á trú?
 • Hvernig gætum við dregið úr áhyggjum og trúarskorti í lífi okkar?
  4. Finndu öll loforðin sem Jesús gefur lærisveinum sínum í þessum texta.
 • Hverju þessara loforða þykir þér auðveldast að trúa? En erfiðast?
  5. Lestu vers 31-32. Hvað finnst þér þig vanta allra mest í dag? (Þú getur svarað innra með þér.)
 • Ertu sannfærð(ur) um að þinn himneski faðir viti hvers þú þarfnast í raun og veru í dag? Færðu rök fyrir áliti þínu.
  6. Hvað merkir það í reynd að leita fyrst Guðs ríkis (v. 33)?
 • Hvers vegna leitar fólk venjulega fyrst jarðneskrar hamingju, fremur en Guðs ríkis?
 • Hvers leitar þú umfram annað í lífinu? (Þú getur svarað innra með þér.)
  7. Hvað merkir það í reynd að leita réttlætis Guðs, en ekki okkar eigin réttlætis (v. 33b)?
 • Ef þú hefur upplifað að vera leiddur frá því að leita eigin réttlætis til þess að leita réttlætis Guðs, deildu gjarnan reynslu þinni með hópnum.
  8. Hvað merkir vers 34?
 • Rifjaðu upp þegar þú hafðir áhyggjur af einhverju í framtíðinni. Hvað hefðir þú átt að gera í þeim aðstæðum í stað þess að vera áhyggjufull(ur)?
 • Þar sem Jesús þekkir núverandi aðstæður þínar, beinir hann orðum sínum í versum 33-34 einnig til þín. Hverju svarar þú honum?

  Glad Tidings- íhugun: Jesús leitaði Guðs ríkis alltaf umfram allt annað. Engu að síður veittist honum ekkert af öllu því góða sem lofað er í textanum, heldur krossinn. Jesús bar á krossinn refsinguna fyrir áhyggjurnar okkar og trúleysi gagnvart Guði. Þess vegna getur hann nú tekið jafnvel á móti fólki sem finnst það trúlítið.

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster