GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Rómverskur hundraðshöfðingi Matt 8.5-13Bakgrunnsupplýsingar: Hundraðshöfðingi var rómverskur embættismaður sem fór fyrir hersetuliðinu. Trúarbrögð rómverskra hermanna voru keisaradýrkun. Leiðtoginn ætti að reifa í stuttu máli aðalatriðin um Abraham, Ísak og Jakob.

1. Hundraðshöfðinginn sem um ræðir gæti vel hafa heyrt þjóna sína (gyðinga) tala um sannan Guð. Hugsið upp aðrar ástæður fyrir því hvers vegna rómverskur embættismaður gæti hafa tengst honum svo. (5. og 6. vers.)

2. Gyðingar komu yfirleitt ekki á heimili útlendinga því það gerði þá óhreina samkvæmt trúarlegum skilningi. Hvaða aðrar ástæður gæti hundraðshöfðinginn hafa verið að hugsa um þegar hann áleit sig ekki verðan þess að fá Jesú heim til sín? (7.-8. vers)

3. Lýstu trú hundraðshöfðingjans þegar hann kemur til Jesú.
 • Heldur þú að vandamál þín yrðu leyst með einu orði frá Jesú? (8. vers)

  4. Hvað fannst hundraðshöfðingjanum þeir Jesú eiga sameiginlegt? (9. vers)
 • Hvernig gat hann séð ósýnilegan her Jesú sem enginn annar sá?
 • Heldur þú að Jesús geti í dag skipað einum af sínum ósýnilegu englum að hjálpa manneskju sem þú varst að biðja fyrir? Færðu rök fyrir svari þínu.

  5. Í guðspjöllunum er aðeins minnst á tvö dæmi þar sem Jesús dáist að trú annarra. Hvað var svo sérstakt við trú hundraðshöfðingjans? (8.-10. vers) (Hver er munurinn á að trúa á kraftaverk og að trúa á orð Jesú?)
 • Haldið þið að maðurinn hafi sjálfur vitað að hann hafði mikla trú?
 • Hefur þú einhvern tíma trúað á hjálp frá Jesú áður en hjálpin barst? Vinsamlegast segðu frá reynslu þinni.

  6. Í 11. og 12. versi segir Jesús að það geti verið auðveldara fyrir útlendinga, sem hafi áður játað önnur trúarbrögð, að trúa á hann en þá sem hafa alltaf þekkt Biblíuna. Hvers vegna er það?
 • Hvernig verður ákvarðað – með hvaða mælikvarða – hverjir fara inn í Guðs ríki (himnaríki) og hverjum verður kastað út í ystu myrkur?

  7. Guð gaf loforð sín um Messías og land sitt þeim Abraham, Ísak og Jakobi. Hvernig endurspeglar trú þessara þriggja manna trú rómverska hundraðshöfðingjans?

  8. Hundraðshöfðinginn fékk ekki að vita strax hvernig þjóni hans reiddi af. Hvað haldið þið að hann hafi búist við að finna þar heima? (13. vers)
 • Jesús segir orðin í 13. versi sjálfur við þig í dag. Hverju ætlar þú að svara honum?


  Glad Tidings-hugleiðing: Jesú var „rekinn út í ystu myrkur þar sem var grátur og gnístran tanna“. (12. vers) Á þennan hátt græjaði hann „vegabréf inn í himnaríki“ fyrir rómverska hermenn og okkur öll sem upphaflega höfðum engan rétt til að verða þegnar í ríki hans.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster