GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Köllun Matteusar Matt 9.9-13Bakgrunnsupplýsingar: Að borða saman var fyrir gyðingum merki um vináttu á tímum Jesú. Trúað fólk leit niður á tollheimtumenn vegna þess að þeir svindluðu með peninga. Oftast er álitið að Matteus hafi verið maðurinn sem skrifaði guðspjallið með sama nafni.
1. Ímyndaðu þér daglegt líf Matteusar, tollheimtumannsins. Hverjar voru góðu og slæmu hliðarnar?
 • Hvernig haldið þið að samband Matteusar við Guð hafi verið á meðan hann var ennþá tollheimtumaður?
 • Hvað haldið þið að Matteus hafi búist við að Jesú segði þegar hann kom inn í tollbúðina?

  2. Hvers vegna spurði Jesús Matteus ekki: „Viltu verða lærisveinn minn?“
 • Hvernig haldið þið að Matteusi hafi liðið þegar hinn frægi kennari og kraftaverkamaður bað hann að fylgja sér?
 • Hvers vegna vildi Jesús hafa fyrrverandi tollheimtumann sem lærisvein sinn þótt hann vissi fullvel að hann yrði gagnrýndur fyrir það?
 • Hvers vegna vill Jesús að þú verðir lærisveinn hans?

  3. Hvað ætli kollegar Matteusar hafi haldið þegar hann fór úr tollbúðinni án þess einu sinni að taka til á skrifborðinu sínu?
 • Hvernig hafði Matteus hugrekki til að gefa upp fasta vinnu og innkomu?
 • Hvað fékk Matteus í staðinn fyrir allt sem hann tapaði fyrir að fylgja Jesú?
 • Jesús segir við þig, kannski í fyrsta skipti á ævi þinni, kannski í hundraðasta skipti: „Fylgdu mér!“ Hvernig ætlar þú að svara honum?

  4. Hvernig breyttist líf eiginkonu Matteusar og barna þegar hann hafði komist til trúar?
 • Hvers vegna vildi Matteus halda veislu fyrir Jesú og fyrrum vinnufélaga sína? (10. vers)

  5. Hvaða hópar fólks eru í okkar samfélagi sem virðingarvert fólk vill ekki eiga samskipti við?
 • Hvers vegna vildi Jesús umgangast fólk af öllu tagi?

  6. Hvað á Jesús við með versum 12 og 13?
 • Í hvorum hópnum finnst þér þú eiga heima: meðal heilbrigðra eða sjúkra, réttlátra eða syndara? (Þú mátt svara innra með þér.)
 • Veltu því fyrir þér, í ljósi þessa texta, hvers vegna sjúkleika og synd er að finna í lífi þínu?
 • Hvers vegna er stundum auðveldara að fórna Guði einhverju en að sýna náunga okkar miskunn? (13. vers)

  7. Hvers vegna þurfti Jesús, „læknirinn“, að fá á sig sár? Hvers vegna varð að telja hann, hinn réttláti, með syndurum? (Sjá einnig Jes 53.10-12)

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús varð hin fullkomna fórn fyrir Guð; þess vegna þarf Guð ekki á neinni annarri fórn að halda frá okkur nema að við notum krafta okkar til að þjóna náungum okkar.

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster