GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

ÞOLGÆÐI Í ÞRENGINGUM (Matt. 10.16-31)1. Að hvaða leyti telur þú að kristið fólk eigi á hættu háðsglósur eða jafnvel ofsóknir í okkar samfélagi?
a. Fyrir hvað er kristið fólk mest gagnrýnt í okkar samfélagi?
2. Hvað mun koma fyrir sauðina meðal úlfanna (v. 16)?
a. Hvað á Jesús við þegar hann segist munu senda senda lærisveina sína eins og sauði meðal úlfa?
b. Hvernig er hægt að vera kænn eins og höggormur og falslaus eins og dúfa?
3. Um hvaða „glæpi“ eru lærisveinar Jesú sakaðir þegar þeir eru dregnir fyrir dómstóla (v. 17-22)?
a. Ef þú vissir að þú yrðir dregin(n) fyrir rétt vegna trúar þinnar, heldurðu að þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því hvað ætti að segja þar (v. 19-20)?
4. Í hvers konar samfélagi gætu fjölskyldumeðlimir gert það sem lýst er í versi 21?
a. Hvað fær manneskju til að halda sér fast við sannfæringu sína, jafnvel þegar allir aðrir eru ósammál honum/henni (v. 22)?
b. Hvernig telur þú að þú brygðist við ef einn daginn yrðirðu ofsótt(ur) vegna trúar þinnar?
5. Hvernig má heimfæra vers 23 upp á nútímann?
6. Hvaða merkingu hefur það fyrir lærisvein að meistari hans hafi nú þegar þolað sömu þrengingar og hún/hann (v. 24-25)?
7. Ímyndaðu þér tvær manneskjur í miðjum ofsóknum. Önnur þeirra hvílir í þeirri vissu að hulunni verði svipt af lygunum og sannleikurinn muni að lokum sigra. Hin er hreint ekki svo viss (v. 26). Hvernig eru aðstæður þessara tveggja manneskja ólíkar?
8. Finndu út frá þessum texta eins margar ástæður og þér er unnt fyrir því að kristin manneskja þurfi ekki að óttast ofsóknir (v. 26-31).
a. Hvað ætti kristin manneskja að gera, jafnvel í þrengingum (v. 27)?
9. Hvort á Jesús í versi 28 við Guð eða djöfulinn?
a. Hvað einkennir hegðun þess kristna fólks sem jafnvel í ofsóknum óttast engan annan en Guð? Hvað með kristna manneskju sem óttast djöfulinn?
b. Hver er, samkvæmt versi 28, eini raunverulegi harmleikur mannlegs lífs?
10. Jesús viðurkennir að jafnvel kristið fólk geti verið tekið af lífi af óvinum sínum (v. 28). Hvernig getum við heimfært v. 29-31 upp á líf píslarvottanna, t.d. Jóhannesar skírara?
a. Hvers vegna er ómögulegt að útrýma hinni sönnu kirkju Krists með ofsóknum?
b. Jesús beinir orðum sínum í versum 30-31 einnig til þín í dag. Hvað merkja þau fyrir þig í þínum núverandi aðstæðum?

***

   
Downloads    
Contact us    
Webmaster