GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Létt ok (Matt 11.28-30)


Bakgrunnsupplýsingar: Ok er nokkurs konar trérammi sem aktaugar á dráttardýrum eru festar í svo þau geti dregið plóg, hlass eða því um líkt.
1. Hverjar eru algengustu klyfjarnar sem fólk ber á herðum sér nú til dags?
 • Reyndu að ímynda þér að sá vandi sem þú átt við að etja í dag sé raunveruleg þyngsli. Ef þyngsta fargið er 100 kíló hversu þung myndir þú segja að byrði þín væri?

  2. Á hvaða hátt er byrði þjáningar ólík byrði syndarinnar? (Hvort er erfiðara fyrir þig að burðast með þjáningu eða slæma samvisku?)

  3. Hugsaðu þér líf án nokkurra þyngsla og byrða – hverjar væru góðu og slæmu hliðarnar við slíkt líf?

  4. Hvers konar manneskja heldur þú að gæti borið byrðarnar með þér?
 • Hvað þýðir það í raun og veru að maður fari til Jesú með byrðar sínar og leggi þær fram fyrir hann?

  5. Hvað á Jesús við með 29. versi?
 • Hefur þú fundið hvíld fyrir sál þína? (Þú mátt svara þessu innra með þér.)
 • Hvers vegna getur aðeins hógvært fólk fundið hvíld fyrir byrði sinni? (Hvers vegna fyllast svona margir biturð á meðan þeir bera byrðar sínar?)
 • Hvernig getum við orðið eins hógvær og lítillát og Jesús var?

  6. Hvað þýða þessi orð Jesú? „Takið á yður mitt ok“? (Hvert er ok Jesú? Hvernig er það ólíkt okkar byrðum?)
 • Hvernig breytast aðstæður okkar ef við berum okið saman með Jesú?

  7. Hvað á Jesús við þegar hann segir að ok hans sé ljúft og byrði hans létt? (30. vers)

  8. Hvað gerir fólk, sem ekki vill fara með byrðar sínar til Jesú, við þær?
 • Hvers vegna fer kristið fólk ekki einu sinni alltaf með byrðar sínar til Jesú?

  9. Hversu mikið léttari heldur þú að byrði þín yrði ef þú vissir að það væri engin sekt í henni og þú þyrftir ekki að hugsa um hverjum vandamálið væri að kenna?
  Hversu mikið léttari yrði byrði þín ef þú gætir trúað því að Jesús myndi breyta allri þinni vanlíðan þannig að hún yrði til góðs fyrir alla viðkomandi?

  Glad Tidings-hugleiðing: Hópstjórinn ætti að lesa Jóh 19.17. Kross Jesú var öll okkar byrði; bæði þjáningar okkar og syndir.


  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster