GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Ónytjuorð (Matt 12.33-37)


Áður en samræður hefjast rifjið upp hvers konar orð var talað um í síðustu viku.
1. Í hvaða aðstæðum er erfiðast fyrir þig að hemja tunguna?
 • Ef þú gætir lifað lífinu aftur við hverja myndir þú tala öðruvísi en þú gerðir? (Það má svara spurningunni innra með sér.)

  2. Hvers vegna eru orð okkar eins mikilvæg Guði og gjörðir okkar?
 • Hvernig er hægt að líkja orðum okkar við ávexti af tré? (33. vers)
 • Hvernig getur vont tré breyst í gott tré?
 • Hvernig getur vondur maður orðið að góðum manni?

  3. Jesús tekur sterkt til orða þegar hann kallar áheyrendur sína „nöðrukyn“. Á hvaða hátt má líkja saman eitursnáki og manneskju sem talar illt? (34. vers)
 • Hvað á Jesús við með orðunum: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“ (34. vers)
 • Heimfærðu 34. vers upp á þig. Af hverju er hjarta þitt fullt? (Þú mátt svara innra með þér.)

  4. Í 35. versi gefur Jesús í skyn að allir eigi „sjóð“ í hjarta sér. Með hverju fyllir fólk yfirleitt hjarta sitt?
 • Íhugaðu hvernig þú talar um Jesús eða hvernig þú talar við hann. Hvað segja orð þín – eða vöntun á þeim – um samband þitt við hann?

  5. Hvað eru „ónytjuorð“? (36. vers)
 • Hvað gæti verið andstæða „ónytjuorða“?
 • Hvers vegna verðum við frekar að svara fyrir „ónytjuorð“ á dómsdegi heldur en „vond orð“?
 • Ef marka má þessi vers hvernig heldur þú að þér farnist á dómsdegi?

  6. Heldur þú að það sé mögulegt til langframa að leyna aðra því sem er í hjarta þér? Er til dæmis mögulegt að tala bara fallega þegar hjartað er fullt af hatri og biturð?
 • Hvað finnst þér um fólk sem talar eins lítið og mögulegt er til að glopra ekki út úr sér neinum ónytjuorðum?

  7. Hversu líklegt telur þú að þú eigir eftir að hlýða og fara eftir þessari lexíu frá Jesú héðan í frá?

  8. Einu sinni sagði Jesús að hann væri vínviðurinn og að lærisveinar hans væru greinarnar. (Jóh 15.1) Hvernig getum við þá borið góðan ávöxt með vondan sjóð í hjarta okkar?

  Glad Tidings-hugleiðing: Sjóðurinn í hjarta Jesú var fullur af góðum hlutum og samt var hann fordæmdur vegna orða sinna; sem guðlastari. Kross hans var tréð sem bar bitran ávöxt ónytjuorða okkar.


  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster