GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Pétur gengur á vatni Matt 14.22-34Bakgrunnsupplýsingar: Galíleuvatn er um 20 km langt og 12 km breitt. Skyndilegar vindhviður úr nálægum fjallaskörðum geta valdið ofsaroki á vatninu. „Á fjórðu næturvöku“, eins og stendur í sumum útgáfum textans, er um klukkan þrjú að nóttu. (25. vers) Lærisveinarnir höfðu verið um níu stundir úti á vatninu þegar þarna er komið sögu.

1. Hvers vegna sendi Jesús lærisveina sína út á vatnið þótt hann vissi vel í hverju þeir myndu lenda? (22. vers)
 • Hvers vegna sendir Jesús okkur stundum „til móts við storminn“?

  2. Ímyndaðu þér hvernig lærisveinunum leið og hvað þeir gerðu á meðan ofviðrið geisaði í kringum þá í margar klukkustundir. (24. vers)
 • Hvers heldur þú að Jesús hafi beðið á meðan vinir hans voru í lífshættu? (23. vers)

  3. Auðvitað vissu lærisveinarnir ekki að Jesús gæti gengið á vatni. Hvað gætu þeir hafa hugsað sér að Jesús myndi gera í þessari aðstöðu?
 • Hvað ætlast þú til að Jesús geri þegar þér finnst aðstaða þín vera vonlaus?
 • Hvers vegna héldu lærisveinarnir að Jesús væri vofa? (26. vers)

  4. Hvernig myndi þér líða ef Jesús stæði í miðju „stormsins“ sem þú ert í núna og segði: „Vertu hughraust/ur, það er ég, vertu óhrædd/ur.“ (28. vers)
 • Orðin „það er ég“ eru reyndar nafn Guðs (Jahve) á hebresku. Hvers vegna notaði Jesús þetta orðalag í þessum aðstæðum?

  5. Reynið að hugsa upp eins margar ástæður og þið getið fyrir því af hverju Pétur vildi ganga á risastórum öldunum á meðan báturinn kastaðist til og frá í myrkrinu. (27. vers)
 • Haldið þið að þið hefðuð þorað að stíga út á öldurnar í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna tókst tilraun Péturs ekki? (30. vers)

  6. Hvað vantaði upp á trú Péturs á þeirri stundu? (31. vers)
 • Hverju myndir þú svara ef Jesús segði við þig orðin í 31. versi?
 • Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að læra að líta raunsæjum augum á trú okkar?
 • Hvaða huggun ber þessi saga með sér fyrir þá sem vita að þeir hafa litla trú?

  7. Hvers vegna kom Jesús vinum sínum ekki til aðstoðar fyrr en um þrjúleytið um nóttina? (Hvaða mikilvægu lexíu hefðu lærisveinarnir misst af ef Jesús hefði komið fyrr til að hjálpa þeim? 31.-33. vers)
 • Hvers vegna hjálpar Jesús okkur oft miklu seinna en við reiknum með?

  Glad Tidings-hugleiðing: Enginn rétti Jesú hjálparhönd þegar hann stóð í storminum miðjum (þ.e.a.s. þegar reiði Guðs bitnaði á honum). Það var gjaldið sem Jesús varð að greiða fyrir trúleysi okkar. En einmitt þess vegna er hann nú reiðubúinn til að rétta okkur sína hjálpandi hönd, meira að segja til manneskju sem hefur of litla trú.


  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster