GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Mikil sorg og mikil trú Matt 15.21-28Bakgrunnsupplýsingar: Kanverjar voru gamlir erkióvinir gyðinga. Týrus og Sídon voru í um 45-60 km fjarlægð frá Galíleu. Jesús vildi ekki að neinn vissi af ferðum hans á þessum slóðum. (Mark 7.24) Leiðtoginn greinir í stuttu máli frá sögu Davíðs konungs. (22. vers)

1. Ímyndaðu þér daglegt líf þessarar móður, einkum sambönd hennar við annað fólk. (Dóttur hennar, eiginmann, önnur börn, nágranna o.s.frv.)
 • Hvað er hægt að hugsa sér að móðirin hafi ásakað sjálfa sig um?
 • Hvaða konur á okkar dögum eru mæðurnar sem bera mikla sorg í hjarta eins og þessi kona gerði?

  2. Kanverska konan vissi þegar dálítið sem flestir gyðingar voru ekki meðvitaðir um: það að Jesús var sonur Davíðs. (22. vers) Hvernig haldið þið að hún hafi komist að þessari niðurstöðu?
 • Hvers vegna bað móðirin um miskunn sjálfri sér til handa? (22. vers)

  3. Hvernig brást Jesús við fyrstu þremur neyðarköllum móðurinnar? (23.-26. vers)
 • Yfirleitt tók Jesús þjáðu fólki opnum örmum. Hvers vegna sýndi hann þessari konu fálæti?
 • Hvað myndir þú gera ef Jesús kæmi eins fram við þig og þessa konu?

  4. Hvernig leið lærisveinunum gagnvart kanversku konunni og allri þessari uppákomu? (23. vers)

  5. Hvernig brást konan við því sem virtist vera höfnun af Jesú hálfu? (23., 25. og 27. vers)

  6. Hvað heldur þú að hafi átt sér stað í hjarta Jesú þegar hann svaraði hinni þjáðu móður engu?
 • Hvers vegna er Jesús stundum þögull þegar við hrópum til hans á hjálp?
 • Hvers vegna verður að reyna á og prófa trú okkar allra?

  7. Jesús bar aðeins lof á trú tveggja manneskja. Reynið að finna eins mörg merki um mikla trú í þessum texta og þið getið.

  8. Hví er yfirleitt hugsað sem svo að mikil trú verði til í hjarta manns?
 • Leiðtoginn les Mark 7.30. Hvernig öðlaðist þessi heiðna móðir mikla trú, meira að segja áður en hún hafði séð kraftaverkið gerast?
 • Í hvers konar aðstæðum þurfum við mikla trú?

  9. Hver var tilgangur Jesú í þessari einu utanlandsferð hans?

  Glad Tidings-hugleiðing: Á krossinum varð Jesús að trúa á Guð þrátt fyrir þögn hans, sjá Sálm 22, 1-2, 24. Trú Jesú var mjög svipuð trú kanversku konunnar á þeim tímapunkti. Stóri munurinn á aðstæðum þeirra var að í tilviki Jesú þagði Guð vegna reiði sinnar, ekki vegna kærleika síns.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster