GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Jesús virðist vera Guð Matt 17.1-9


Bakgrunnsupplýsingar: Móses og Elía vildu báðir sjá Guð hundruðum ára áður en þessi atburður átti sér stað en gátu það ekki. Samkvæmt Gamla testamentinu þá deyr syndari ef hann sér auglit Drottins. Hvað varðar dauða þessara tveggja manna skoðið 5Mós 34.1-6 og 2Kon 2.11. Fjall ummyndunarinnar gæti hafa verið Hermonfjall (2760 mys). Skoðið staðsetningu þess á korti.
1. 1. vers: Hvernig haldið þið að þessum þremur tilteknu lærisveinum hafi verið innanbrjósts þegar Jesús bað þá eina um að koma með sér í fjallgöngu?
 • Hvernig haldið þið að hafi verið að klífa hátt fjall með þess tíma útbúnaði?

  2. 2. vers: Hefur þú einhvern tímann óskað þess að þú gætir séð Guð? Ef svo er, í hvaða aðstæðum?
 • Hvers vegna breyttist aðeins andlit Jesú og klæði hans?
 • Hvers vegna vildi Guð einu sinni sýna guðlega ásýnd sonar síns í viðurvist manna?
 • Hvers vegna dóu lærisveinarnir ekki þrátt fyrir að hafa séð heilaga ásjónu Drottins?

  3. 3. vers: Hvers vegna þurftu tveir fulltrúar úr Gamla testamenginu líka að vera viðstaddir þennan atburð?
 • Hvers vegna kaus Guð Móses og Elía til að vera á fjallinu?
 • Hvernig haldið þið að þeim tveim hafi liðið þegar þeir sáu Messías en þeir höfðu báðir spáð fyrir um komu hans og beðið hennar?

  4. 4. vers: Hvað olli því að lærisveinunum leið svo vel í þessum aðstæðum?
 • Ef þú hefur upplifað dásamlega trúarlega reynslu sem var þannig að þú vildir ekki snúa aftur til daglegs lífs eftir hana, segðu okkur þá frá henni.
 • Hvernig haldið þið að Pétur hafi ætlað sér að búa á fjallinu þaðan í frá?

  5. 5. vers: Hvaða merkingu hafði skýið í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna sagði Guð ekki: „Hlýðið honum“ heldur: „Hlýðið á hann!“
 • Berðu þennan viðburð saman við þann þegar Guð gaf þjóð sinni lög sín meitluð í stein á Sínaífjalli. Hver er munurinn?

  6. 6. vers: Pétur var nýbúinn að segja að allt væri í himnalagi. Hvað hræddist hann núna?
 • Er gott eða slæmt að vera nálægt Drottni sjálfum?
 • Hvorn Jesú finnst þér auðveldara að tala við: þann sem er í fötum smiðsins eða þann sem ber hvít klæði réttlætisins? Greindu frá skoðun þinni.

  7. 7.-9. vers: Hver er merking þess að Jesú snerti lærisveina sína?
 • Hvort haldið þið að lærisveinarnir hafi orðið glaðir eða leiðir þegar Móse og Elía voru horfnir sjónum þeirra?
 • Hvers vegna vildi Jesús ekki að neinn fengi að svo stöddu að frétta af umbreytingunni, ekki einu sinni hinir lærisveinarnir níu?

  Glad Tidings-hugleiðingar: Eftir fjallið þar sem ummyndunin átti sér stað átti Jesús eftir að klífa aðra hæð, þ.e.a.s. Golgata. Til að geta gefið okkur hvít klæði réttlætisins varð Jesús að deyja nakinn á krossi, berandi syndir okkar.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster