GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Aldrei of seint (Matt 20.1-16)


Bakgrunnsupplýsingar: Á dögum Jesú var líf daglaunamanna mjög ótryggt. Ef meðalárslaunum á okkar tímum er deilt í 300 hluta þá jafngildir einn hluti um það bil einum denar. Vinnudagurinn byrjaði klukkan sex árdegis. Landeigandinn í dæmisögunni stendur fyrir Guð og víngarðurinn stendur fyrir konungsríki hans.

1. Dæmisagan
 • Hversu oft á dag fór landeigandinn út til að ráða verkamenn í víngarð sinn? (1.-6. vers)
 • Hvers vegna sagði landeigandinn aðeins fyrsta vinnuhópnum hversu há launin myndu verða? (2. og 4. vers)
 • Hugsaðu upp nokkrar ástæður fyrir því af hverju sumir verkamannanna voru ekki á torginu klukkan sex að morgni.
 • Hvers vegna réð landeigandinn ekki bara bestu verkamennina heldur alla þá sem voru tiltækir?
 • Hvers vegna hafði ekki neinn ráðið seinasta hópinn? (6.-7. vers) Ímyndaðu þér nokkrar ástæður.
 • Berðu dag fyrsta hópsins saman við dag seinasta hópsins. (7. og 12. vers) Hvor dagurinn var áhugaverðari?
 • Ímyndum okkur að fimm menn hafi verið í seinasta hópnum. Hversu mikla peninga (í okkar gjaldmiðli) hefði landeigandinn „sparað“ ef hann hefði ekki ráðið þann hóp?
 • Hvers vegna byrjaði landeigandinn á að borga þeim sem voru ráðnir síðast? (8. vers)
 • Hvers vegna kvartaði fyrsti hópurinn þrátt fyrir að þeir fengju það sem þeim var lofað?
 • Var aðferð landeigandans til að greiða laun sanngjörn að ykkar dómi? Segðu skoðun þína.
 • Hvers vegna vildi landeigandinn greiða öllum sömu upphæð? Reynið að finna eins margar útskýringar/ástæður og þið getið.

  2. Túlkun dæmisögunnar
 • Hvers vegna vill Guð að hver sem er vinni í konungsríki hans?
 • Hvað standa „launin“ fyrir í dæmisögunni?
 • Hvers vegna eru launin þau sömu fyrir alla í Guðs ríki?
 • Á hvaða „tíma dags“ hefur verið kallað á þig að koma inn í ríki Guðs?
 • Hvor heldur þú að sé heppnari; manneskja sem hefur unnið í Guðs ríki alla sína ævi eða manneskja sem er bjargað á síðustu stundu? Færðu rök fyrir máli þínu.
 • Hvernig líður þér ef einhverjum er hrósað í kirkjunni þinni og þú veist fullvel að þú hefur gert meira en sú manneskja?
 • Hvernig heldur þú að þér myndi líða ef Guð gæfi þér á síðasta degi sömu laun og til dæmis Páli postula?
 • Hvað merkir 16. vers í ljósi dæmisögunnar?
 • Jesús segir við þig í dag: „Komdu líka að vinna í víngarðinum mínum!“ Hverju svarar þú honum?
  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús vann sjálfur erfiðasta verkið í Guðs ríki. Hann skilaði svo stóru verki að á síðasta degi verður hægt að borga hverri einustu manneskju hér á jörð heilan denar fyrir það sem hann vann sér inn.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster