GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Konungurinn gerir innreið í borg sína Matt 21.1-11Bakgrunnsupplýsingar: Fólk beið eftir tákni sem myndi sanna hvort Jesús væri konungur eða ekki og asninn var táknið sem Sakaría hafði spáð fyrir um. (Sak 9.9) Reyndar var Jesús afkomandi Davíðs konungs í 30. ættlið.

1. Sigursæl innreiðin
 • Hverju býst fólk oftast við af konungi sem kemur sigurreifur inn í höfuðborgina?
 • Hvað, ef þá eitthvað, var ólíkt með væntingum lærisveinanna og fólksins til Jesú?
 • Lítið vandlega á keðjuverkunina sem fór af stað þegar Jesús nálgaðist Jerúsalem í síðasta sinn. Hver hafði skipulagt móttökurnar? Hvernig hófst þetta allt saman? Hvers vegna lagði fólkið yfirhafnir sínar og trjágreinar á veginn? Hvers vegna var öll borgin í uppnámi?

  2. Konungurinn
 • Hvers vegna reið Jesús inn í Jerúsalem á asna en ekki hesti?
  Hvernig gat fólkið vitað að Jesús væri sonur Davíðs? (sjá Matt 20.31)
 • Hvað í hegðun Jesú var konunglegt?
 • Af hverju var fólkið allt í einu óhrætt við að kalla Jesú konung þrátt fyrir að rómverska hernámsliðið vildi alls ekki heyra slíkt?
 • Fram til þessa tíma hafði Jesús farið leynt með þá staðreynd að hann var konungur. Hvers vegna tók hann því nú sem sjálfsögðum hlut?
 • Hver er munurinn á konungum þessa heims og Jesú í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna varð Jesús að deyja sem konungur?

  3. Fólkið
 • Haldið þið að Jesús hafi verið ánægður með skyndilega frægð sína? Færið rök fyrir svari ykkar.
 • Hversu stór hluti af fólksfjöldanum giskið þið á að hafi hrópað: „Krossfestið hann!“ fimm dögum síðar?
 • Hvers vegna stóð enginn af öllum þessum fjölda upp og varði Jesús þegar honum var misþyrmt?
 • Hvernig myndir þú bregðast við ef þú yrðir að standa alein/n með sannfæringu þinni og allir væru á móti þér?

  4. Hósanna (sem þýðir: „Ó Drottinn, bjarga/hjálpa okkur!“)
 • Hvaða merkingu hafa hróp mannfjöldans í 9. versi í raun og veru? Samanber merkingu orðsins „hósanna“.
 • Hvers vegna er meira viðeigandi að hrópa: „Hjálpaðu mér!“ til konungsins Jesú heldur en „Húrra!“
 • Hvað kemur á óvart í 11. versi?
 • Hvaða áhrif hafði þessi atburður á framtíð Jesú?


  5. Þú og ég
 • Hvað hefur fengið þig til að hrópa: „Hósanna, hjálpaðu mér!“ nýlega/á þessari aðventu?
 • Hvers vegna er þetta hróp besti undirbúningurinn fyrir jólin?

  Glad Tidings-viðauki: Lestu 5. vers einu sinni enn og settu þitt nafn í staðinn fyrir „dóttirin Síon“.  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster