GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Himinn og jörð munu líða undir lok (Matt 24.29-44)Bakgrunnsupplýsingar: Á meðal kristinna manna eru margar tilgátur um í hvaða röð hlutir gerast þegar Jesús kemur til baka hingað á jörðina. Í þessum Biblíulestrartíma verður ekki rætt um röð atburða heldur atburðina sjálfa. Leiðtogi hópsins ætti að flytja stutta kynningu á Nóa og hans tímum. (37.-39. vers, samanber 1Mós 6-7)

1. Hvernig myndi þér líða ef þú fréttir að Jesús kæmi aftur í dag?
 • Hvað er ólíkt við það að bíða eftir Jesú og að bíða dauðans?

  2. Hvaða breytingar gerast í heiðhvolfinu og geimnum áður en Jesús kemur? Reyndu að lýsa þessum atburðum með nútíma orðtaki. (29. vers) (Hvað gæti orsakað það að skyggir fyrir sól og mána frá jörðinni? Hafið einnig í huga atburði á tímum Nóa.)
 • Hvaða breytingar sem spáð er fyrir um hér hafa ekki enn komið fram? (29. vers)

  3. Á hvaða hátt er fyrsta koma Jesú ólík hinni seinni? Reynið að finna eins mörg ólík atriði og þið getið. (30. vers)
 • Yfir hverju eiga þjóðir heims eftir að kveina þegar Jesús kemur aftur? (30. vers)

  4. Hvað verður um kristið fólk þegar Jesús snýr aftur? (31. vers)
 • Myndir þú vilja vera á lífi þegar þeir atburðir sem lýst er í 31. kafla gerast? Útskýrðu svör þín.

  5. Hvað vill Jesús segja um tíma endurkomu sinnar með litlu dæmisögunni af fíkjutrénu? (32.-34. vers) (Haldið þið að dæmisagan lýsi Ísrael nútímans? Ef svo er, þá hvernig?)

  6. Hver er merking orða Jesú (orða Biblíunnar) fyrir síðustu kynslóð kristins fólks? (35. vers)
 • Hvaða merkingu hefur það í þínum huga að það sé eitthvað í þessum heimi sem líður aldrei undir lok?

  7. Hvers vegna verður dagur endurkomunnar að vera leyndarmál, meira að segja fyrir Jesú sjálfan? (36. vers)
 • Hvaða breytingum myndi líf þitt taka ef þú vissir að Jesús væri að koma til baka?

  8. Hvernig líkist kynslóð Nóa fólki vorra tíma? (38.-39. vers) (Á hverju hafði fólk áhuga og á hverju hafði það alls engan áhuga?)

  9. Hvað þýða 40. og 41. vers? Berðu þau saman við tíma Nóa og 31. vers.
 • Ímyndaðu þér hvernig heimurinn liti út daginn sem það sem spáð er fyrir um í þessum versum kæmi fram. (40. og 41. vers)

  10. Fyrir hverja mun endurkoma Jesú verða eins og verið sé að brjótast inn til þeirra? (43. og 44. vers) Fyrir hverja verður hún eins og langþráður fundur við kæran vin?
 • Hvað ráða 42. og 44. vers okkur að gera?
 • Á hvaða hátt gæti endurkoma Jesú verið okkur hughreysting frekar en hræðileg tilhugsun?  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster