GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Fjárfest í talentum (Matt 25.14-30)Bakgrunnsupplýsingar: Ein talenta jafngildir 17 ára árslaunum. Það er hægt að túlka talenturnar í þessari sögu á þrjá vegu:
a. Þær tákna getu okkar og andlegar gjafir.
b. Þær tákna náð Drottins (fagnaðarerindið). (Sbr. Ef 4.7)
c. Þær tákna náðargjafirnar, þ.e. Biblíuna, skírnina og altarissakramentið.

1. Hversu mikils virði væri ein talenta í okkar gjaldmiðli í dag? En tvær? En þá fimm? (14.-15. vers)
 • Hver haldið þið að væri besta leiðin til að fjárfesta núna með upphæð sem jafngildir einni talentu?
 • Hvað tæki það mörg ár að tvöfalda upphæðina?
 • Hvers vegna er ekki alltaf auðvelt að fjárfesta fyrir annað fólk?

  2. Á hvaða forsendum skipti ríki maðurinn niður peningunum sínum? (15. vers)
 • Hvað merkir að þjónarnir fengu mismunandi upphæðir í talentum samkvæmt túlkun a, b og c?
 • Hvenær og hvernig fékkst þú þínar talentur frá Guði?

  3. Á hvaða hátt endurspegla tilfinningar þjónanna til húsbónda síns hegðun þeirra?
 • Hvernig höndluðu þjónarnir, hver á sinn hátt, þá staðreynd að húsbóndinn var lengi að heiman? (Vers 19a)
 • Hvernig „fjárfestir“ maður í andlegum gjöfum (a)? Eða þá í náð Drottins (b)? Hvað um náðargjafirnar (c)? (16. vers)
 • Hvernig grefur maður andlegar gjafir sínar í jörðu? Eða fagnaðarerindið? Og náðargjafirnar? (18. vers)
 • Hver af þessum túlkunum finnst þér vera rétt?

  4. Hvað kennir 26. vers okkur um Guð?
 • Við hvaða aðstæður hefur þér fundist Guð vera harður maður sem krefst ómögulegra hluta af þér? (24. vers)
 • Hvað er athugavert við trú manneskju sem er eins og þriðji þjónninn í þessari dæmisögu? (24.-27. vers)

  5. Hvenær verður eina talentan tekin af lata þjóninum? (28. vers)
 • Hvað þýðir 29. vers í ljósi túlkana a, b og c?

  6. Hvers vegna var refsing þriðja þjónsins svo hörð, jafnvel þótt hann hefði ekki stolið fé húsbónda síns? (30. vers) Takið allar túlkunarleiðirnar þrjár aftur til umhugsunar.
 • Hvers vegna var sjálfum Jesú refsað eins og vonda og lata þjóninum? (30. vers)

  7. Hvað verðum við að gera ef okkur verður ljóst að við erum vondir og latir þjónar?

  8. Hvað lætur okkur kristið fólk „fjárfesta“ í talentunum okkar?
 • Ímyndaðu þér að Jesús segi orðin í 21. versi við þig á dómsdegi. Hverju heldur þú að þú svarir honum?  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster