GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Hví hefur þú yfirgefið mig? Matt 27.33-54Bakgrunnsupplýsingar: Það er erfitt fyrir krossfesta manneskju að tala og jafnvel að anda. Spámaðurinn Elía (49. vers) hafði lifað 800 árum fyrr. Venjulegu fólki var ekki leyft að líta inn fyrir fortjald musterisins og inn í hið allra helgasta. (51. vers)

1. Að fullnægja dauðarefsingu var hlutverk rómverska hernámsliðsins. Ef marka má 33.-36. vers hvernig haldið þið að rómversku hermönnunum hafi liðið þegar þeim var skipað að negla lifandi menn fasta við kross?
 • Oftast fengu hinir krossfestu vín til að deyfa sársaukann. Hvers vegna haldið þið að hermennirnir hafi í þessu tilviki blandað vínið með galli svo það varð ódrekkandi? (34. vers)
 • Hvað gæti orðið til þess að manneskja yrði vön þjáningum annarrar mannveru og jafnvel byrjað að njóta þeirra? (Hversu mikið haldið þið að ofbeldi í kvikmyndum og vídeóleikjum hafi áhrif á okkur?)

  2. Hvað kemur á óvart um ástæður þess hvers vegna óvinir Jesú hæddust að honum? (39.-44. vers)
 • Ef þú hefðir séð Jesú á þeirri stundu heldur þú að þú hefðir getað trúað því að hann væri Guð?

  3. Hvað héldu óvinir Jesú ef til vill að hann segði að lokum?
 • Hvers vegna hafði Guð yfirgefið Jesú? (46. vers)
 • Ef þú hefur einhvern tímann upplifað að Guð hafi yfirgefið þig við hvaða aðstæður gerðist það?

  4. Hvernig haldið þið að viðstöddum hafi verið innanbrjósts þegar Jesús kallaði Guð ennþá Guð sinn?
 • Orðin í 46. versi eru tilvitnun í Sálm 22.1. Hvers vegna kaus Jesús að tjá þjáningu sína með orðum Biblíunnar frekar en sínum eigin?
 • Hver myndir þú vilja að yrðu þín síðustu orð hér á jörð?

  5. Hvaða orsakir geta legið til þess að manneskja hrópi hátt á dauðastundinni (50. vers)
 • Hvað opinberar hróp Jesú um dauða hans?

  6. Hvernig breyttist andrúmsloftið á Golgata eftir því sem leið á daginn? (51.-54. vers)

  7. Hvað kom hundraðshöfðingjanum (sem ekki þekkti Biblíuna) til að trúa að þessi maður, yfirgefinn af Guði og mönnum, væri í raun og veru sonur Guðs? (54. vers)
 • Hvers vegna sáu gyðingar dauða Jesú í allt öðru ljósi en hundraðshöfðinginn?

  8. Við hugsum oft að Jesús hafi þjáðst svo mikið því hann bar allar syndir heimsins á herðum sér. Hversu miklar heldur þú að þjáningar hans hafi verið ef hann hefði aðeins borið þínar syndir á krossinum?
 • Ef þú hefðir verið eina mannveran á allri jörðinni heldur þú að Jesús hefði komið og fórnað öllu bara fyrir þig? Færðu rök fyrir svari þínu.

  Glad Tidings-viðauki: Getur þú séð af þessari frásögn hversu heitt Jesús elskar þig?  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster