GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

Grafar gætt Matt 27.62-28.15Bakgrunnsupplýsingar: Óvinir Jesú höfðu ætlað honum örlög ótínds glæpamanns; að láta líkama hans úldna á krossinum og hundar ætu það sem dytti niður. Hins vegar fékk Jesús almennilega útför.
(57.-62. vers) Yfirleitt voru rómverskir hermenn álitnir vera mjög hugrakkir.

1. Hvernig stóð á því að æðstu prestarnir og farísearnir mundu eftir spádómi Jesú um eigin upprisu þegar lærisveinarnir höfðu steingleymt honum? (62.-62. vers)
 • Hvers vegna álitu æðstu prestarnir að lærisveinarnir væru hugrakkari en þeir voru í raun? (64. vers)
 • Haldið þið að æðstu prestarnir hafi raunverulega trúað á þann möguleika að Jesú risi upp frá dauðum?

  2. Í 65. versi er minnst á Pílatus í síðasta skipti í Biblíunni. Hvaða mynd fáum við af honum á þessari stundu?
 • Hvað fannst Pílatusi ef til vill um atburði dagsins?
 • Haldið þið að Pílatus hafi nokkurn tíma gleymt Jesú? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

  3. Hvað gætu rómversku hermennirnir hafa hugsað þegar þeim var fyrirskipað að vakta lík?
 • Lítið vandlega á það sem þessir hermenn upplifðu á páskadagsmorgni. (2.-4. vers)
 • Hvernig gætum við lýst á læknamáli ástandi hermannanna í 4. versi?

  4. Hvað gerði hina hugrökku rómversku hermenn svo hrædda að þeir yfirgáfu vaktstöðu sína?
 • Haldið þið að hermennirnir hafi kíkt inn í gröfina áður en þeir flúðu af hólmi? Færðu rök fyrir svari þínu.

  5. Hvernig gætu æðstu prestarnir hafa túlkað frásögn hermannanna? (11.-14. vers)
 • Um hvað vitnar það að æðstu prestarnir heimtuðu ekki að hermönnunum yrði refsað heldur borguðu þeim þvert á móti mikla peninga? (12.-15. vers)
 • Hvernig sneri Guð veikleika æstu prestanna yfir í sigur fyrir ríki sitt?

  6. Teljið upp allt það sem ætti að hafa sannfært æðstu prestana um að Jesús væri í raun og veru risinn upp frá dauðum?
 • Heldur þú að þú hefðir trúað á upprisuna ef þú hefðir verið í sporum æðstu prestanna?

  7. Hvaða mikla mótsögn er í sögu hermannanna? (13. vers)
 • Hvað gæti hundraðshöfðinginn hafa hugsað þegar hann heyrði hvernig undirmenn hans stóðu sig í þessu verkefni?

  8. Hvers vegna birtist Jesús ekki æðstu prestunum upprisinn?
 • Stuttu eftir þessa atburði umbreyttust hræddu lærisveinarnir í hugrakka menn og byrjuðu að boða upprisuna, jafnvel óhræddir við dauðann, mitt í ofsóknum. Hvers vegna tóku óvinir Jesú/æðstu prestarnir ekki heldur trú þá? (Sjá einnig Lúk 16.31)
 • Hvernig heldur þú að það sem eftir var af ævi æðstu prestanna hafi verið?

  9. Hvaða merkingu hefur upprisa Jesú fyrir þér persónulega?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster