GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

1. Jesús og maður með ólæknandi sjúkdóm Markús 2:1-12Bakgrunnsupplýsingar:
Á tímum Jesú voru húsþök flöt og gerð úr kalksteini og flísum. Tröppur lágu utan á húsinu upp á þakið.
Lömun á sér yfirleitt stað um miðjan aldur eða síðar vegna blæðinga í heila. Lamað fólk getur yfirleitt ekki hreyft sig eða talað.
Mannssonurinn er nafn sem Jesús notaði um sjálfan sig.

1. Telur þú að einstaklingur sem liggur í rúmi sínu, ófær um að tala og hreyfa sig, líði vel eða sé hamingjusamur?
 • Hvers konar umönnun þurfti þessi maður á halda dagsdaglega?
 • Ímyndaðu þér daglegt líf þess einstaklings sem annaðist manninn.

  2. Allir Gyðingar trúðu á Guð á þessum tíma. Hvað gæti þessi maður hafa hugsað um Guð og trúna eftir að hafa lamast?

  3. Við sjáum í 5. versi að þessi maður hafði synd á samviskunni. Hvers konar syndir getur maður drýgt þegar maður getur hvorki hreyft sig né talað?
 • Hvað finnst þér: Breyta þjáningar og veikindi okkur til hins betra eða verra sem manneskjum?

  4. Hvers vegna er erfitt að ferðast með lamaðan mann í teppi gegnum bæinn?
 • Hvers vegna fór hitt fólkið ekki út til að leyfa þeim sem báru manninn að komast að með hann til Jesú? (4)
 • Hvers vegna snéru vinirnir fjórir ekki frá og héldu heim þegar þeir sáu að ómögulegt var að komast inn um dyrnar?

  5. Hver voru tengsl þessara fjögurra manna við hinn lamaða? Veltu fyrir þér ýmsum valkostum. (3)
 • Hvað þurfti að varast þegar flytja átti lamaðan mann upp á þakið? (Sjá bakgrunnsupplýsingar um húsið.)
 • Hvers konar verkfæri þurfti til að rjúfa gat á þakið? Hvar fengu þeir þau?
 • Hvers konar athugasemdir gætu þeir hafa heyrt úr húsinu meðan verið var að rjúfa þakið?

  6. Mennirnir fjórir höfðu komið með vin sinn til Jesús svo hann fengi lækningu. Hvers vegna byrjaði Jesús á því að fyrirgefa honum syndirnar? (5)
 • Hvers vegna vann Jesús í þessari röð: Fyrst að fyrirgefa syndir og síðan að lækna?
 • Hvaða merkingu hafði það fyrir hinn lamaða að allt rangt sem hann hafði gert áður var nú fyrirgefið?

  7. Ímyndaðu þér aðstæður þar sem þú ferð til Jesú og biður hann um að leysa mesta vandamál þitt. Hvað ef hann svaraði þér: „Sonur minn/Dóttir mín, syndir þínar eru þér fyrirgefnar.“ Myndi það gleðja þig eða hryggja?
 • Ef þú ættir valið, hvort myndir þú velja: Góða samvisku eða lausn á þínum mesta vanda?
 • Hvernig breyttist afstaða hins lamaða gagnvart veikindum hans þegar hann áttaði sig á því að á endanum færi hann til himna?

  8. Í 5. versi talar Jesús ekki um trú hins lamaða heldur vina hans. Ljóst er að maðurinn sjálfur átti ekki trú áður en hann kom til Jesú. Í hvaða versi sérðu að hann fór að trúa á Jesú?
 • Hvers vegna trúðu kennarar lögmálsins að Jesús gæti ekki fyrirgefið fólki syndir þess? (7-8)

  9. Svarið spurningunni sem Jesús spyr í 9. versi.
 • Hvað kostaði það Jesú að lækna manninn? Hvað kostaði það hann að fyrirgefa honum syndirnar?
 • Hvað hefðir þú hugsað um Jesú ef þú hefðir séð með eigin augum það sem lýst er í 10.-12. versi?


  Glad Tidings spurning:
  Ef hjarta þitt ásakar þig um eitthvað sem þú gerðir rangt, heyrðu orð Jesú til þín: „Sonur minn/Dóttir mín, syndir þínar eru þér fyrirgefnar!“ Til þess að standa við þetta loforð sitt þurfti Jesús að deyja á krossinum. Hvaða merkingu hefur þetta loforð fyrir þig í dag? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster