GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

2. Jesús og yfirmaður skattamála Lúkas 19:1-10Bakgrunnsupplýsingar:
Á tíma Jesú voru embættismenn þekktir fyrir óheiðarleika. Í fyrsta lagi þjónuðu þeir hernámsliðinu (Rómverjum) og í öðru lagi stungu þeir yfirleitt undan í eigin vasa hluta af skattgreiðslunum og urðu ríkir á kostnað samlanda sinna. Í 7. versi er okkur sýnt hversu óvinsæll Sakkeus var í heimabæ sínum. Þetta er eina heimsókn Jesú til Jeríkó, sem við vitum um, og átti sér stað viku fyrir dauða hans. Um það leyti hafði hann starfað opinberlega í um þrjú ár og allir vissu að á sínum tíma hafði hann valið tollheimtumann í lærisveinahópinn.

1. Getur einhver verið hamingjusamur ef hann veit að allir álíta hann vera þjóf eða hann er raunverulegur þjófur?
 • Hvaða áhrif hafði það hugsanlega á Sakkeus að hann hafði alltaf verið lágvaxnari en hinir strákarnir? (3b)
 • Hvernig getum við/getur maður jafnað sig á því að hafa verið lagður í einelti á yngri árum?

  2. Veltu fyrir þér mismunandi ástæðum þess að Sakkeus valdi að verða embættismaður.
 • Hvernig réttlættu embættismenn hugsanlega hegðun sína þegar þeir tóku af fjölskyldum hugsanlega síðustu krónuna eða skepnuna?
 • Hvers var krafist af manni sem var orðinn yfirmaður tollskrifstofunnar í stórum bæ við þessar aðstæður? Heldur þú að góðhjartaður maður hefði getað orðið yfirmaður þar? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

  3. Hvernig heldur þú að Sakkeus hafi brugðist við þegar hann sá að allir í Jeríkó fyrirlitu hann? (7)
 • Yfirleitt tekur tíma að komast í stöðu yfirmanns. Ef hann var um fimmtugt átti hann trúlega uppkomin börn. Hvað ætli þau hafi hugsað um atvinnu föður síns?
 • Margt fólk endurhugsar markmið sín og gildi um fimmtugt. Hvað heldur þú að Sakkeus hafi viljað með það sem ólifað var á þessu skeiði ævi sinnar?

  4. Yfirleitt voru engin samskipti milli embættismanna og hinna trúuðu. Hvers vegna vildi Sakkeus endilega sjá Jesú? (4)
 • Menn sem njóta virðingar hlaupa aldrei á menningarsvæði Mið-Austurlanda. Hvað sýnir það um Sakkeus að hann lét sér ekki nægja að tala við Jesú heldur hegðaði sér á svo óvenjulegan hátt eins og að hlaupa og klifra upp í tré? (4)
 • Mórberjatré geta orðið jafnstór og eikartré. Hvað heldur þú: Var yfirmanni skattamála í Jeríkó alveg sama þótt hann sæist uppi í tré eða var hann að fela sig innan um laufin?

  5. Þetta var fyrsta sinn sem Jesús heimsótti Jeríkó. Hvað ætli Sakkeus hafi haldið er hann heyrði Jesú nefna nafn sitt allt í einu? (5)
 • Að borða saman er merki vináttu í þessari menningu. Hvenær ákvað Jesús að heimsækja Sakkeus? Veltu fyrir þér mismunandi möguleikum. (5)

  6. Hvernig hefði Sakkeus brugðist við ef Jesús hefði sagt við hann þegar hann stóð undir trénu: „Ef þú verður fyrst góður maður, þá skal ég verða vinur þinn.“
 • Hvernig myndir þú bregðast við ef einhver segði við þig: „Ef þú hættir slæmri breytni þinni þá vil ég verða vinur þinn.“
 • Hvers vegna breytast menn ekki við það að vera sagt að breytast?

  7. Hvers vegna lá Jesú svona á? (5)
 • Hvers vegna skammaðist yfirmaður skattamála sín ekki þegar hann prílaði niður úr trénu frammi fyrir öllum mannfjöldanum í Jeríkó? (6)

  8. Sakkeus hafði alltaf elskað peninga. Hvað breytti hjarta hans svo skyndilega? (8)
 • Reiknaðu um það bil hve mörgum prósentum af eignum sínum Sakkeus hélt fyrir sjálfan sig. (8)
 • Íbúar Jeríkó ásökuðu Jesú fyrir að heimsækja mesta illmenni bæjarins. Hvernig hefðu þau hugsanlega brugðist við ef Sakkeus hefði byggt skóla fyrir helming eigna sinna og síðan farið á milli húsa til að skila óréttlátri skattheimtu fjórfalt?

  9. Abraham er fyrsti forfaðir Gyðinga og „faðir þeirra sem trúa“ í augum kristins fólks. Hvað átti Jesús við með því að segja að Sakkeus væri „sonur Abrahams“? (9)
 • Hvað átti Jesús við með orðum sínum í 10. versi?

  10. Hvenær heldur þú að Sakkeus hafi komist til trúar á Jesú? Vísaðu í ákveðið vers.
 • Hvernig varð með refsingu fyrir allt það illa sem Sakkeus hafði gert?
 • Hvað ætli Sakkeus hafi hugsað þegar hann heyrði viku síðar að Jesús hefði dáið á krossinum?


  Glad Tidings spurning:
  Á leið sinni til Jerúsalem heimsótti Jesús Jeríkó til þess eins að hitta mesta illmenni bæjarins. Þegar hann varð vinur Sakkeusar vissi hann að honum yrði refsað í hans stað. Fyrirgefning syndanna kostaði Sakkeus ekkert og okkur ekki heldur, en kostaði Jesú lífið. Í dag Jesús segir við þig orðin í versi 10. Hverju svarar þú honum? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster