GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

3. Jesús og bersynduga konan Lúkas 7:36-50Bakgrunnsupplýsingar:
Í 44.-46. versi er því lýst því hvernig tekið var á móti heiðursmönnum á tímum Jesú. Fólk mataðist sitjandi eða hálfliggjandi á gólfinu og þess vegna gátu óhreinir fætur nágranna orðið til þess að fólk missti lystina.
Athugið að samkvæmt gyðinglegum venjum sýndi kona aldrei hár sitt innan um ókunnuga karlmenn.
Farísei merkir heittrúaðan mann sem trúir á Guð.
Símon er ekki sá sami og einn af lærisveinum Jesú.

1. Hvað heldur þú, getur vændiskona verið hamingjusöm? Segðu hvers vegna þú telur svo vera eða ekki.
 • Allir í bænum vissu að þessi kona seldi líkama sinn og blíðu. Veltu því fyrir þér hvaða ástæður gætu hafa gert þessa stúlku að vændiskonu?

  2. Hvað var mikilvægast í lífinu (hvaða gildi) að mati Símonar farísea?
 • Hvers vegna bað Símon ekki einhvern þjóna sinna um að þvo fætur Jesú, hann hafði þrátt fyrir allt boðið honum heim til sín? (36, 44-46)
 • Hvað gæti hafa legið að baki þegar Símon bauð Jesú til kvöldverðar heima hjá sér? Veltu fyrir þér ýmsum möguleikum. (36)

  3. Hvernig tókst konunni að laumast inn í hús Símonar, jafnvel alla leið inn í matstofuna? Íhugaðu ýmsa valkosti.
 • Alabastursbuðkur fullur af smyrslum var mjög dýr. Hvernig gæti konan hafa eignast þessa krukku og til hvers ætli hún hafi hugsað sér að nota hana? Veltu fyrir þér ýmsum möguleikum.

  4. Hvers vegna vildi þessi kona svo eindregið hitta Jesú að hún tók þá áhættu að ganga inn í hús farísea vel vitandi að hún yrði litin hornauga?
 • Á þeim tíma hafði trúað fólk ekkert samneyti við svonefnda syndara. Hvað olli því að konan taldi að Jesús væri öðru vísi?

  5. Hvers vegna vildi konan snerta Jesú? (38)
 • Hvað gerist ef rotta, snákur eða einhver sem við afneitum snertir okkur?
  *Hvað skildi/ályktaði konan af þeirri staðreynd að Jesús hindraði ekki snertingu hennar?

  6. Hvenær heldur þú að þessi kona hafi síðast grátið?
 • Hversu mörg tár heldur þú að þurfi til að þvo fætur einhvers?
 • Hvað fékk konuna til að gráta svo mikið að fætur Jesú blotnuðu?
 • Hvers vegna þurrkaði konan ekki fætur Jesú með sjali sínu eða klút, heldur með hári sínu?
 • Konan sagði ekkert einasta orð meðan kvöldverðurinn stóð yfir, hverju lýsir hegðun hennar?

  7. Í 41.-42. versi segir Jesús litla dæmisögu um um lánveitanda og skuldara hans. Lánveitandinn merkir Guð en hverra er Jesús að vísa til sem skuldara?
 • Jesús líkir synd við skuld. 500 denara skuld samsvaraði launum venjulegs manns í eitt og hálft ár. 50 denara skuld samsvaraði eins og hálfs mánaðar vinnu. Hvað yrði það mikið í okkar gjaldmiðli?
 • Gefum okkur að sérhver synd sem þú hefur drýgt samsvari skuld, t.d. 1000 krónum. Hversu mikið myndir þú skulda Guði núna? (Svaraðu fyrir sjálfan þig.)

  8. Hvers vegna fyrirleit Símon bæði Jesú og konuna? (39)
 • Hvers vegna er svo miklu auðveldara að sjá syndir annarra en sínar eigin?

  9. Hvort gerðist fyrst: Trúði hún fyrst að syndir hennar væru fyrirgefnar eða auðsýndi hún fyrst Jesú kærleika svo syndir hennar yrðu fyrirgefnar? Gefðu ástæður fyrir svörum þínum út frá 42.-43. og 47 versi.
 • Hver greiddi skuld þessarar konu gagnvart Guði?
 • Hvað varð um skuld Símonar gagnvart Guði?
 • Með hvaða gjaldmiðli greiddi Jesús skuldir allra manna?


  Glad Tidings spurning:
  Jesús þekkir allar okkar syndir en þrátt fyrir það segir hann: „Syndir þínar eru fyrirgefnar. Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.“ (48. og 50. vers.) Hann og enginn annar hefur rétt á að segja þessi orð því hann greiddi fyrir syndaskuld þína með blóði sínu. Hverju svarar þú honum? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir í þessum biblíulestri?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster