GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

4. Jesús og farsæli stjórnmálamaðurinn Markús 10:17-27Bakgrunnsupplýsingar:
Aðrar sögur af Jesú segja frá því að maðurinn í þessum texta hafi ennþá verið ungur og hann hafi samt verið höfðingi/þingmaður (á hinu svokallaða stórþingi). (Matt 19:22 og Lúk 18:18.) Maðurinn vissi úr Biblíunni að eftir dauða sinn myndi honum annaðhvort hlotnast eilíft líf eða eilíf vist í víti. Taktu eftir að í þessari menningu hlupu karlmenn hvorki né krupu á kné fyrir framan annan karlmann.

1. Hvað heldur þú: Getur manneskja verið hamingjusöm án þess að vita hvað verður um hana eftir dauðann?
 • Hvað varð til þess að þessi ungi þingmaður sýndi af sér svo óvenjulega hegðun að hlaupa til Jesú og krjúpa frammi fyrir honum? (17)
 • Áleit þessi maður Jesú vera Guð eða bara óvenjulega vitran mann? (17b-18)

  2. Hvers vegna var maðurinn ekki viss um hjálpræði sitt þrátt fyrir að hafa haldið boðorð Guðs alla sína ævi?
 • Hvers vegna erum við ekki alltaf viss um að fara til himna eftir að við deyjum?
 • Heldur þú að einhver geti verið viss um að fara til himna eftir dauðann? Segðu hvers vegna eða hvers vegna ekki.

  3. Hver af boðorðunum sem Jesús telur hér upp er erfiðast að fylgja? (19)
 • Margir stjórnmálamenn freistast til spillingar hvað varðar peninga og kynlíf. Hvernig hafði þessum manni tekist að halda sig frá öllum slíkum freistingum? (20)
 • Taktu eftir að samkvæmt Jesú verður að halda þessi boðorð, ekki aðeins í gjörðum heldur einnig í orðum og hugsunum. Heldur þú að þessum unga manni hafi í raun og veru tekist það? (19-20)?
 • Getur þú, með fullkominni hreinskilni, sagt það sama og hann segir í 20. versi?

  4. Unga stjórnmálamanninn vantaði aðeins eitt. Segðu í stuttu máli frá 21. versi og finndu út hvað það var sem hann vantaði.

  5. Jesús minnist á fjársjóð í 21. versi. Hvernig er hægt að safna fjársjóðum á himni?
 • Hver er munurinn á fjársjóði á jörðu og fjársjóði á himni?
 • Hvað hlutir eru það sem ungt fólk í dag telur venjulega vera sína dýrmætustu „fjársjóði“?
 • Hver eða hvað er þinn dýrmætasti fjársjóður? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)

  6. Ungi maðurinn í sögunni átti trúlega fjölskyldu og fullorðna foreldra sem hann sá fyrir. Hvað hefði orðið um þau ef hann hefði framfylgt orðum Jesú í 21. versi?
 • Ímyndaðu þér stöðuna ef þú værir í sporum þessa unga stjórnmálamanns. Myndir þú trúa að Guð gæti annast fjölskyldu þína, meira að segja eftir að þú hefðir selt húsið þitt og allar eigur þínar?
 • Gætir þú hugsað þér að gefa upp fjársjóð þinn á jörðu ef sú gjörð myndi leiða til þess að fjársjóðurinn yrði sendur til himna? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)

  7. Samkvæmt 21. versi þá bar Jesús kærleika til unga stjórnmálamannsins. Hvers vegna flutti Jesú honum þá svo erfið orð að maðurinn fór í burtu?

  8. Eftir að manninum varð ljóst að hann gat ekki gert það sem Jesús krafðist af honum, hvað gat hann annað gert en að fara frá Jesú? (22)
 • Hvernig hefði Jesús ef til vill svarað ef maðurinn hefði viðurkennt fyrir honum: „Fyrirgefðu mér að ég skuli elska peninga meira en þig!“

  9. Ímyndaðu þér líf unga stjórnmálamannsins þaðan í frá: Var hann hamingjusamur? Hvað hugsaði hann um varðandi dauða sinn?
 • Berðu svarið sem Jesús gaf þessum unga stjórnmálamanni saman við það sem hann gaf Pétri. (21. og 27. vers.) Voru svörin í grundvallaratriðum eins eða var munur þar á?
 • Hver kemst til himna eftir dauðann?


  Glad Tidings spurning:
  „Guði er ekkert um megn,“ þýðir þetta: Jesús gaf upp fjársjóð sinn á himnum og kom hingað til jarðarinnar til að þjást og deyja til að þú fengir aðgöngumiða inn í himininn. Stóru mistökin sem þessi maður gerði var að yfirgefa Jesú. Hvað ætlar þú að gera? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster