GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

6. Dæmisögur Jesú: Týndi sonurinn Lúkas 15:11-24Bakgrunnsupplýsingar:
Sögurnar sem Jesús sagði eru kallaðar dæmisögur.
Arfur var aldrei greiddur út á meðan faðirinn var ennþá á lífi.
Á tímum Jesú trónuðu hús ekki ein og sér uppi á hæð heldur stóðu þau við þröngar þorpsgötur. Eini staðurinn þar sem sem hægt var að sjá út fyrir þorpið var ofan af húsþakinu. (20)
Eins og áður hefur verið minnst á þá hlupu karlmenn aldrei í þessum heimshluta.

1. Getur ungur maður verið hamingjusamur ef foreldrar hans hamla frelsi hans?
 • Hvers vegna var yngri sonurinn ekki ánægður þrátt fyrir að hann ætti gott heimili og góðan föður?
 • Ef þú hefðir verið í sporum föðurins hvernig hefðir þú svarað beiðni sonar þíns? (12a)

  2. Hvers vegna duldi faðirinn vonbrigði sín og áhyggjur þó að hann vissi fullvel hvað myndi gerast ef hann leyfði syni sínum að fara? (12b)
 • Í þessari dæmisögu stendur faðirinn fyrir Guð. Sonurinn gæti hér staðið fyrir manneskju sem hefur snúið baki við Guði eftir að hafa trúað á hann og/eða verið skírður í hans nafni. Hvers vegna reynir Guð ekki að stoppa þetta barn í að ráfa burt frá honum?

  3. Hvers vegna dregst margt ungt fólk í dag að lífsháttum þessa unga manns – að vera í útlöndum aleinn, án nokkurrar ábyrgðar og með fulla vasa fjár?
 • Hvernig notaði þessi ungi maður peninga föður síns, skoðaðu 13. og 30. vers.
 • Hvers vegna eignaðist ungi maðurinn ekki neina sanna vini sem hefðu átt að standa með honum jafnvel þótt lukkan snerist gegn honum?

  4. Svín voru álitin óhrein dýr meðal gyðinga. Hvað getur ungi maðurinn hafa hugsað þegar hann varð að leita að vinnu á svínabúi? (14-15)
 • Hvers vegna mátti hann ekki einu sinni éta mat svínanna til að seðja hungur sitt? (16)

  5. Hvað varð til þess að ungi maðurinn „kom til sjálfs sín“ frekar en að fyrirfara sér í þessum hörmulegu aðstæðum? (17)
 • Í 18. og 19. versi þá má lesa játninguna sem ungi maðurinn ætlaði að færa föður sínum. Hverjar voru syndir hans gegn föðurnum?
 • Hvaða syndir hafði maðurinn drýgt „móti himninum“? (18)
 • Hvaða syndir hefur þú drýgt a) móti himninum og b) gegn foreldrum þínum? (Þú mátt svara innra með þér í hjarta þínu.)

  6. Hvers vegna ætlaði þessi ungi maður ekki að biðja föður sinn að taka aftur við sér sem syni sínum? (19)
 • Hvers konar fólk heldur yfirleitt að það sé ekki þess verðugt að kallast Guðs börn? (19)

  7. Hvað gæti faðirinn hafa hugsað þegar hann sá son sinn dragnast eftir veginum til þorpsins, berfættan og tötrum klæddur? (20)
 • Hvernig gat faðirinn þekkt son sinn úr fjarska? (20) (Sjá bakgrunnsupplýsingar.)
 • Hvað heldur þú að faðirinn hafi gert öll þessi ár sem sonurinn var í burtu? (20)

  8. Hvers vegna sagði sonurinn ekki við föður sinn allt það sem hann hafði ætlað að segja við hann? (18b-19 og 21)
 • Hvað gat sonurinn ráðið af orðum og hegðun föðurins? (22-23)
 • Hvenær fyrirgaf faðirinn syni sínum? Tiltaktu versið.
 • Hvenær fór sonurinn að trúa á kærleik og fyrirgefningu föður síns? Tiltaktu versið.
  *Hvað meinti faðirinn með orðum sínum í 24. versi?

  9. Hvernig er kærleikur Guðs ólíkur kærleika manna?
 • Hvað kennir þessi dæmisaga um sinnaskipti?


  Glad Tidings spurning:
  „Sonur minn var dauður og er lifnaður aftur.“ Jesús fór líka úr húsi föður síns og kom til jarðar, ekki til að rísa upp gegn vilja föður síns, heldur til að uppfylla hann. Þegar hann sneri heim þá var dyrum himinsins skellt framan í hann og hann varð að hrópa: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“
  Hvers vegna var syninum í þessar dæmisögu fagnað á þann hátt sem Jesú hefði átt að vera fagnað? Og hvers vegna var Jesú hafnað á þann hátt sem syninum hefði átt að vera hafnað?
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster