GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

7. Fleiri dæmisögur Jesú: Annar týndur sonur Lúkas 15:25-32Bakgrunnsupplýsingar:
Staðreyndin er sú að faðirinn hafði ánafnað hálfri eign sinni til eldri sonar síns þegar sá yngri fékk sinn arfshlut. (12. vers) Það var ekki föðurnum að kenna að sonur hans trúði honum ekki.

1. Getur ungur maður verið hamingjusamur ef honum finnst að foreldrar hans elski hann ekki?
 • Hvers vegna fór eldri sonurinn ekki frá öllu saman og fór af landi brott með bróður sínum ef hann var óánægður með lífið heima?
 • Hvað heldur þú að eldri soninn hafi langað meira í en nokkuð annað í lífinu?

  2. Hvers vegna leit eldri sonurinn á sjálfan sig næstum sem þræl, þrátt fyrir að faðir hans hafi lofað honum helmingi eigna sinna? (12b, 29, 31)
 • Ef faðirinn í þessari dæmisögu á að tákna Guð og yngri bróðirinn manneskju sem kastar trúnni, hvern heldur þú að eldri bróðirinn eigi að tákna?
 • Finnst þér að faðirinn hafi komið fram við syni sína á sanngjarnan hátt?
 • Heldur þú að Guð komi alltaf fram við okkur mannfólkið á sanngjarnan hátt?

  3. Hvað gæti eldri sonurinn hafa hugsað eftir að hafa stritað á ökrunum dag eftir dag?
 • Ef þér hefur einhvern tímann liðið eins og eldri syninum í 29.-30. versi, í hvaða aðstæðum varstu þá?
 • Hver var raunveruleg ástæða þess að eldri sonurinn hélt vinum sínum aldrei veislu? (29)
 • Hvernig hefði faðirinn tekið því ef sonur hans hefði slátrað geit, kind, eða jafnvel kálfi og haldið veislu fyrir vini sína? (30-31)

  4. Hver var raunveruleg ástæða þess að eldri sonurinn missti stjórn á skapi sínu í þessum aðstæðum? (27-28)
 • Yngri sonurinn hafði þegar niðurlægt föður þeirra fyrir framan alla í þorpinu og nú gerði sá eldri það líka. Hvers vegna reiddist faðirinn ekki?
 • Hvaða hugmynd færðu um föðurinn af lestri versa 28b og 31-32?
 • Hvaða hugmynd færðu um Guð af lestri versa 28b og 31-32?

  5. Hvers vegna elskaði eldri sonurinn ekki föður sinn, þrátt fyrir að faðirinn hefði alltaf verið góður við hann?
 • Ræðið á grundvelli þessarar dæmisögu: Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að við elskum ekki Guð?

  6. Eldri sonurinn hélt að hann hefði alltaf gert vilja föðurins. (29) Og samt sem áður; hvað ætlaðist faðirinn helst til af honum?
 • Hvað sýnir okkur að eldri sonurinn bar engan kærleika til yngri bróður síns? (30)
 • Hvern elskaði eldri sonurinn?

  7. Hvers vegna hætti Jesús að segja söguna í miðju kafi án þess að segja okkur frá því hvort eldri sonurinn fór í veisluna eða ekki? (28,32)

  8. Í dæmisögum Jesú þá vísar veisla oft til himnaríkis. Samkvæmt þessari dæmisögu: hver kemst á endanum inn í himnaríki?
 • Samkvæmt þessari dæmisögu: hverjum er það að kenna ef einhver endar ekki í himnaríki?

  9. Ímyndaðu þér aðstæðurnar þegar ungu mennirnir tveir fóru til vinnu sinnar á ökrunum næsta morgun. Hvernig leið eldri bróðurnum og hvað um þann yngri?
 • Allt fólkið í heiminum táknar annan hvorn bróðurinn í þessari dæmisögu. Hvor bróðirinn heldur þú að þú sért? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)


  Glad Tidings spurning:
  Jesús segir við þig: „Allt mitt er þitt.“ Á krossinum vann hann þér inn stað í himnaríki. Hann gaf þér þennan arf á skírnardegi þínum. Eldri bróðirinn trúði ekki þessu loforði heldur vann sem þræll fyrir arfi sínum.
  Trúir þú að þú fáir arf þinn frían eða reynir þú að vinna þér hann inn með góðverkum? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster