GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

9. Jesús og glæpamennirnir Lúkas 23:32-43Bakgrunnsupplýsingar:
Í rómverska heimsveldinu voru aðeins allra verstu glæpamennirnir krossfestir. Við getum þar af leiðandi dregið þá ályktun að mennirnir tveir hafi verið forhertir glæpamenn sem ef til vill myrtu fólk fyrir peninga.
Messías (eða Kristur) var titill konungsins sem gyðingar höfðu beðið eftir síðan á dögum Gamla testamentisins.

1. Getur manneskja sem skaðar aðra, annaðhvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi, verið hamingjusöm?
 • Hvers vegna grípur margt ungt fólk á okkar dögum til ofbeldis og nýtur þess að leggja aðra í einelti?

  2. Hugsaðu um nokkrar ástæður hvers vegna þessir tveir menn byrjuðu að grípa til ofbeldis á unga aldri.
 • Hver hefði kannski getað stoppað þessa tvo af áður en þeir voru alveg heillum horfnir?
 • Getur maður alltaf breytt hegðun sinni þegar manni skilst að hún er hættuleg, bæði sjálfum manni og öðrum?

  3. Þessir tveir glæpamenn gátu fylgst með hegðun Jesú úr meira návígi en nokkur annar. Hvaða orð hans og gjörðir gætu hafa komið þeim mest á óvart? (34-38)
 • Hvers vegna vildi Jesús verja þá sem voru að kvelja hann gagnvart sínum himneska föður? (34)
 • Gætir þú beðið fyrir þínum versta óvini: „Guð, fyrirgefðu honum/henni. Hann/Hún veit ekki hvað hann/hún fór illa með mig.“ (34)

  4. Finndu í textanum hvað mannfjöldinn, ráðamenn, rómversku hermennirnir og annar glæpamannanna hrópuðu að Jesú. (34b-39)
 • Fyrir hvað hæddi þetta fólk Jesús? (35-39)
 • Hvers vegna kom enginn af vinum Jesú honum til varnar eða studdi hann?
 • Hvað hefðir þú sagt og gert ef þú hefðir staðið við rætur krossins?

  5. Hvað kom öðrum sakamanninum til að draga þá ályktun að Jesús væri konungur og ætti eigið konungsríki? (37-28, 42)
 • Berðu Jesús á krossinum saman við aðra konunga í þessum heimi. Hvaða munur er stærstur og mest áberandi þar á milli?
 • Hvers vegna dró annar glæpamaðurinn þá ályktun að Jesús væri ekki aðeins konungur heldur að hann væri einnig Guð? (40-41)

  6. Flestir glæpamenn viðurkenna ekki að hafa gert neitt rangt. Hvað kom öðrum afbrotamanninum til að viðurkenna að dauðadómurinn væri réttlát refsing fyrir glæpi hans? (41)
 • Hvers vegna viðurkenndi hinn maðurinn ekki sekt sína, jafnvel í þessum aðstæðum?
 • Hvorn glæpamannanna skilur þú betur: þann sem viðurkenndi sekt sína eða þann sem afneitaði henni?

  7. Í 42. versi er mjög stutt bæn: „Minnst þú mín!“ Hvers vegna er okkur mannfólkinu það mikilvægt að einhver sem okkur þykir vænt um muni eftir okkur þegar við þjáumst?
 • Hvers vegna spurði þessi glæpamaður ekki strax hvort honum yrði hleypt inn í konungdæmi Jesú?

  8. Hvað gæti þessi sakamaður hafa hugsað þegar hann heyrði svörin sem Jesús gaf honum? (43)
 • Hvers vegna hleypti Jesús kaldrifjuðum morðingja inn í Paradís (eða himnaríki)?
 • Hvenær heldur þú að þessi glæpamaður hafi byrjað að trúa á Jesú? Tiltaktu versið.

  9. Ímyndaðu þér síðustu stundir þessa sakamanns sem hafði tekið trú á Jesú. Var hann hamingjusamur eða óhamingjusamur þessar klukkustundir?
 • Kannski stóð móðir, eiginkona eða barn þessa fyrrverandi glæpamanns við krossinn. Hvers konar minningu um sjálfan sig skildi maðurinn hjá fjölskyldu sinni?
 • Hvers konar vitnisburð skildi þessi maður eftir fyrir komandi kynslóðir sem hafa lesið um hann í Biblíunni?


  Glad Tidings spurning:
  Hlið Paradísar voru opnuð fyrir sakamanni en í staðinn þurfti Jesús að fara sjálfur gegnum dyr vítis. Langar þig til að biðja sömu bænar og þessi glæpamaður: „Jesús, minnst þú mín!“ Ef þú gerir það þá gefur hann þér sama svar: „Einn daginn skaltu vera með mér í Paradís.“ (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster