GT Bible Studies    

    Iceland    


Navigation Glad Tidings Bible Studies in Icelandic

10. Jesús og efagjarni lærisveinninn Jóhannes 20:19-29Bakgrunnsupplýsingar:
Tómas var einn tólf lærisveina Jesú. Hann átti sennilega tvíburabróður því nafn hans þýðir „tvíburi“.

1. Getur fólk verið hamingjusamt á þessari jörð án þess að trúa því að líkami þess muni rísa upp úr gröfinni á hinsta degi?
 • Hvaða kostir eru við persónuleika eins og þann sem Tómas hafði? Hvað um vondu hliðarnar?
 • Hvers vegna heldur þú að Jesús hafi kosið mann eins og þennan sem einn af lærisveinum sínum?

  2. Hvað hugsuðu/héldu lærisveinarnir um Jesú, morgun og dag þessa páskadags?
 • Hvers vegna trúðu lærisveinarnir ekki á upprisu Jesú?
 • Hugsaðu upp nokkrar skýringar á því hvar Tómas gæti hafa verið þetta sunnudagskvöld, þar sem hann var ekki með hinum lærisveinunum tíu? (24)
 • Hvers vegna heilsaði hinn upprisni Jesús lærisveinum sínum með kveðjunni: „Friður sé með yður.“ (21,26)

  3. Í Gamla testamentinu hafði upprisunni verið spáð og Jesús hafði líka spáð henni sjálfur. Núna fullvissuðu tíu bestu vinir Tómasar hann um að þeir hefðu séð Jesú með sínum eigin augum. Hvers vegna trúði Tómas ekki á upprisu Jesú, jafnvel eftir að hafa heyrt alla þessa vitnisburði? (25)
 • Ef þú hefðir verið í sporum Tómasar, heldur þú að þú hefðir getað trúað á upprisuna? Færðu rök fyrir svörum þínum.

  4. Hvernig heldur þú að Tómasi hafi liðið í vikunni á eftir á meðal sinna fagnandi vina?
 • Hvers vegna var Tómas kyrr hjá vinum sínum í staðinn fyrir að halda sig út af fyrir sig þá viku?
 • Hvað hefði komið fyrir Tómas ef hann hefði yfirgefið lærisveinahópinn á þessum tíma?
 • Hvað mun koma fyrir okkur ef við yfirgefum kristið samfélag þegar við efumst um kennisetningar kristinnar trúar?

  5. Hvers vegna vildi Tómas snerta Jesú áður en hann gat trúað á upprisuna? (25b)
 • Hvernig heldur þú að Tómasi hafi liðið þegar hann heyrði sín eigin orð úr munni Jesú? (25-27)

  6. Hvaða atriði sýna okkur að Jesús var hvorki draugur né andi? (27)
 • Heldur þú að Tómas hafi í raun og veru sett fingurna í sárin á höndum og síðu Jesú?

  7. Tómas var fyrsta manneskjan í Nýja testamentinu sem kallaði Jesús Guð – ekki bara son Guðs. (28) Hvers vegna trúir allt kristið fólk í heiminum því að Jesús sé Guð?

  8. Hverja er Jesús að tala um í 29. versi?
 • Hvers vegna er mikilvægt að trúa á hjálp Guðs áður en við fáum að reyna hana?

  9. Hvernig kemur Jesús fram við manneskju sem vill trúa á hann en getur það ekki, samkvæmt þessum texta?
 • Hvernig myndir þú svara manneskju sem segir við þig: „Ég trúi á Jesú en ég trúi ekki að hann hafi líkamlega risið upp frá dauðum.“
 • Hvers vegna hrynur öll hin kristna trú ef Jesús, í sínum jarðneska líkama, reis ekki upp frá dauðum?


  Glad Tidings spurning:
  Tómas sagði við Jesús: „Drottinn minn og Guð minn!“ Getur þú gert sömu játningu frammi fyrir Jesú í dag? (Þú getur svarað innra með þér í hjarta þínu.)
 • (Spurning fyrir alla): Hvað var það mikilvægasta sem þú lærðir af textanum í þetta skiptið?

  ***

     
  Downloads    
  Contact us    
  Webmaster