What is Glad Tidings Group

1. Hvað eru Glad Tidings-biblíulestrar?
2. Hópurinn
3. Meðan á biblíulestri stendur

Print all lessons

© 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com


Hvað eru Glad Tidings-biblíulestrar?



Boðunarverkfæri
Þú getur kynnt Jesú fyrir vinum þínum og ættingjum með Glad Tidings-hóp. Sjá má af kirkjusögunni að litlir hópar hafa alltaf verið tæki til að ná til nýs fólks.

Fyrir leikmenn
Ef leikmaður er beðinn um að skipuleggja kristniboðsfund þá krefst það mikils undirbúnings af viðkomandi. Hins vegar er mjög auðvelt að koma Glad Tidings-fundi í kring. Því fleiri hópar sem eru í kirkjunni þinni, þeim mun fleiri leikmenn geta þá tekið þátt í kristniboði.

Að læra með því að uppgötva
Vegna þess að þátttakendur svara spurningum þá uppgötva þeir alltaf eitthvað nýtt í textanum. Fólk lærir miklu betur með því að uppgötva eitthvað sjálft heldur en að heyra það sem aðrir eru búnir að finna út.

Staður til að hitta Jesú
Jesús er orðið sem varð hold, sem þýðir að við getum alltaf hitt hann í orði Biblíunnar. Tilgangur Glad Tidings-hóps er ekki fyrst og fremst að kenna staðreyndir um kristindóm heldur að láta fólk hitta hinn lifandi frelsara. Jesús talar sjálfur við þátttakendurna á biblíulestrunum, uppörvar þá og hjálpar þeim. Sjá Matt 18.20.

Kristið samfélag þar sem fólk, sem ekki er kristið, er velkomið
Þegar við ræðum kafla í Biblíunni þá gerist eitthvað á meðal okkar. Hjörtu opnast, við deilum vandamálum með öðrum þátttakendum og Jesú. Og þegar félagsskapur verður mikilvægur fer fólk að taka vini sína með og hópurinn vex.

Hvaða munur er á venjulegum biblíuleshóp og Glad Tidings-hóp?
Yfirleitt er búist við því að þátttakendur í biblíuleshóp hafi einhverja þekkingu á kristindómi. Svo er ekki með Glad Tidings-hóp því spurningarnar eru orðaðar þannig að jafnvel nýliðar geta tekið þátt í umræðunum bara með því að lesa kaflann sem er til umfjöllunar. Þátttakendur eru einnig leiddir til að heimfæra textann upp á sitt eigið líf með hjálp spurninganna.
Eitt í viðbót: Í Glad Tidings-hóp þá erum við ekki á höttunum eftir „réttu svörunum“ heldur viljum við frekar hvetja þátttakendur til að segja það sem þeir hugsa og meina.

***


© 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

Hópurinn



Er mögulegt að breyta gömlum hóp í Glad Tidings-hóp?
Það er mögulegt er ekki auðvelt. Því eldri sem hópurinn og meðlimir hans eru því erfiðara er að breyta honum. Búið frekar til nýjan hóp en að reyna að breyta gömlum hóp.

Hvenær ætti að byrja?
Það er gott byrja eftir kristniboðsátak en þú ættir líka að mæla með Glad Tidings-hóp við nýtt fólk sem kemur í vikulegar guðsþjónustur hjá þér og á aðra fundi.

Besta stærð á hóp er 4-8 manneskjur
Ef tveir kristnir einstaklingar bjóða tveimur vinum þá er strax kominn fjögurra manna hópur. Þegar fjöldi þátttakenda er kominn yfir 8 manns þá verður skilyrðislaust að skipta honum í tvennt. Ef það er ekki gert hættir hópurinn að vaxa. Ef hópnum er skipt halda báðir helmingarnir áfram að vaxa.

Lengd og hlé
Ein biblíulestrarstund ætti ekki að vera lengri en ein klukkustund, eða klukkustund og korter í mesta lagi. Ef stundin er lengri þá verða þátttakendur þreyttir og hætt er við að þeir hætti að mæta. Hópur getur hist hvort sem er einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði. Það er líka hægt að halda Glad Tidings-hóp innan ákveðinna marka, t.d. á einu misseri, í tíu skipti o.s.frv.

Það sem til þarf:
  • Hús. Það er betra ef einhver annar en húseigandinn leiði stundina.
  • Leiðtogi. Það er mikil hjálp ef leiðtoginn hefur tekið þátt í Glad Tidings-námskeiði (eða í það minnsta hlustað á upptöku af slíku námskeiði).
  • Þátttakendur. Í fullkomnum aðstæðum er helmingur þátttakenda kristinn og hinn helmingurinn er það ekki en það er samt hægt að stýra Glad Tidings-hóp jafnvel þó að aðstæðurnar séu ekki alveg fullkomnar. Það er hægt að bjóða hverjum sem er, á aldrinum 10-100 ára, að vera með. Það er aðeins ein undantekning: ekki bjóða kristnum einstaklingum sem þú veist að tala of mikið. Annars konar fundir eru heppilegri fyrir þá.
  • Biblíur. Allir verða að hafa Biblíu eða afrit af textanum við höndina. Taktu ljósrit ef þú heldur að einhverjir eigi eftir að koma biblíulausir. Fyrir þessa biblíulestra er mælt með auðveldustu biblíuþýðingunni fyrir þá sem eru ekki kristnir.
  • Glad Tidings-leiðbeiningar um biblíulesturinn. Glad Tidings-biblíulestrar byggjast á spurningum sem ættu hvorki að vera of erfiðar né of léttar, hvort sem um er að ræða kristið fólk eða fólk sem ekki er kristið. Mailis Janatuinen hefur skrifað bók með spurningum fyrir öll guðspjöllin.
  • Að bjóða upp á te eða slíkt. Vertu viss um að fólk viti að það megi fara eftir að stundinni lýkur. Látlaus hressing er fyrir þá sem hafa tíma. Aðeins ætti að bjóða upp á máltíð fyrir jól eða við önnur sérstök tækifæri.

    ***


    © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

    Meðan á biblíulestri stendur



    Hópurinn er saman kominn inni í stofu hjá einhverjum í fyrsta skipti. Hvað gerir þú?
  • Fyrst útskýrirðu „reglur leiksins“.
    1. Meðan stundin varir þá svarar leiðtoginn ekki sínum eigin spurningum.
    2. Hann segir heldur aldrei að svar sé rangt.
    3. Leiðtoginn beinir umræðunni aftur að textanum ef einhver fer að tala um óskylda hluti.
  • Þátttakendur lesa biblíutextann upphátt. Sá sem leiðir stundina útskýrir bakgrunnsefnið sem fylgir og biður stutta bæn. Þá er textinn lesinn aftur í hljóði.
  • Leiðtoginn spyr einnar spurningar í einu og bíður eftir meiru en einu svari. Spurning er merkt með stjörnu eða númeri. Aðeins skal lesa spurningu sem er innan sviga ef enginn svarar fyrri spurningu.
  • Það er regla að fólk getur valið hvort það svarar eða ekki. Aðeins ef um er að ræða börn má leiðtoginn spyrja með því að nota nöfn þeirra sem eru í hópnum.
  • Það eru ekki teknar glósur í Glad Tidings-hóp. Það er heldur ekki flett upp á öðrum stöðum í Biblíunni nema þeim köflum sem verið er að skoða hverju sinni.
  • Þátttakendur ættu ekki að horfa á spurningarnar á meðan þeir svara. Það er hægt að dreifa þeim til allra eftir stundina eða þátttakendur geta keypt sína eigin bók (sem er ekki til á íslensku).
  • Ef hópurinn er skrafhreifinn þá verður leiðtoginn að hlaupa yfir einhverjar spurningar til að ljúka stundinni á réttum tíma. Ekki skal þó sleppa síðustu spurningunum þar sem þær eru mikilvægastar.
  • Ef leiðtoginn er einlægur þá verða þátttakendur það líka.
  • Þegar búið er að svara spurningunum þá geta allir skýrt frá aðaluppgötvun sinni

    ***


    © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com