GTBS on Matthew's Gospel

Note: In the fourth column are the rankings of the questions. The easiest ones are marked with one *, fairly easy ones with ** and somewhat difficult ones with ***.

1. Jósef – sjúpfaðir sonar Guðs (Matt 1.18-25) **
2. Vitringar frá Austurlöndum (Matt 2.1-12) **
3. Skírn Jesú Matt 3.13-17 ***
4. Jesú freistað Matt 4.1-11 ***
5. Úr Fjallræðunni (Matt 5.21-32) **
6. Verið ekki áhyggjufull (Matteus 6.25-34) **
7. Rómverskur hundraðshöfðingi Matt 8.5-13 ***
8. Köllun Matteusar Matt 9.9-13 *
9. ÞOLGÆÐI Í ÞRENGINGUM (Matt. 10.16-31) *
10. Létt ok (Matt 11.28-30) ***
11. Ónytjuorð (Matt 12.33-37) **
12. Pétur gengur á vatni Matt 14.22-34 **
13. Mikil sorg og mikil trú Matt 15.21-28 ***
14. Jesús virðist vera Guð Matt 17.1-9 ***
15. Aldrei of seint (Matt 20.1-16) *
16. Konungurinn gerir innreið í borg sína Matt 21.1-11 *
17. Himinn og jörð munu líða undir lok (Matt 24.29-44) **
18. Fjárfest í talentum (Matt 25.14-30) ***
19. Hví hefur þú yfirgefið mig? Matt 27.33-54 **
20. Grafar gætt Matt 27.62-28.15 ***

Print all lessons

© 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com


Jósef – sjúpfaðir sonar Guðs (Matt 1.18-25)Bakgrunnsupplýsingar: Leiðtoginn gæti útskýrt með fáum orðum Lúk 1.26-38. Samkvæmt lögmálinu var trúlofun jafn bindandi og hjónaband og framhjáhaldi meðan á trúlofun stóð var líka refsað með því að grýta fólk. Ekki var ætlast til að fólk byrjaði að stunda kynlíf fyrir giftingu. (5Mós 22)

1. Hvað sýnir okkur að Jósef grunaði Maríu um að hafa blekkt hann? (18. og 19. vers)
 • Hvað haldið þið að hafi verið það erfiðast fyrir Jósef í þessari aðstöðu?
 • Haldið þið að María hafi sagt Jósef frá heimsókn engilsins? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Ef já, hvers vegna trúði Jósef henni ekki?

  2. Hvers vegna vildi Jósef ekki hefna ranglætisins og lögsækja Maríu og fjölskyldu hennar þrátt fyrir að hann hefði, lögum samkvæmt, rétt til þess?
 • Hvernig haldið þið að Jósef hafi liðið í garð Maríu í aðstæðunum sem lýst er í 18. og 19. versi?

  3. Hvers vegna sendi Guð ekki engil til Jósefs sama dag og hann sendi einn slíkan til Maríu? (20. vers) (Hvers vegna þurfti kærleiki Jósefs að ganga í gegnum svo harða prófraun?)

  4. Meyjarfæðing þýðir að sáðfruma hefur komið í leg Maríu einhvers staðar utan út alheiminum. Á hvaða forsendum gat Jósef trúað á meyjarfæðingu, þrátt fyrir að slíkur viðburður hefði aldrei nokkurn tímann átt sér stað í sögunni? (20.-23. vers)
 • Hvaða atriði í textanum sanna fyrir okkur að meyjarfæðingin er ekki uppspuni?

  5. Hvers vegna heldur þú að meyjarfæðingin sé fyrir marga (líka guðfræðinga) erfiðasta kenningin að trúa?
 • Hvernig passar trúin á meyjarfæðinguna og hugmynd okkar um Guð saman?

  6. Hvers vegna hefði ekki verið mögulegt fyrir Jesú að bjarga lýð sínum frá syndum þeirra ef hann hefði verið sonur Jósefs og Maríu?
 • Rifjaðu upp synd sem ásækir samvisku þína. Lestu svo 21. vers aftur og settu nafnið þitt í staðinn fyrir „lýð hans“. Trúir þú því að þetta vers sé satt þegar það er lesið á þennan hátt?

  7. Hvernig gat Jósef staðist það að snerta ekki sína elskuðu Maríu þótt þau byggju undir sama þaki? (25. vers)

  8. Sennilega héldu allir að barnið sem María bar undir belti væri barn Jósefs. Haldið þið að Jósef hafi reynt að hrista af sér falskar ásakanir fyrir framan ættingja Maríu og sína eigin?
 • Hvers vegna valdi Guð Jósef og engan annan til að uppfóstra son sinn?

  Glad Tidings-hugleiðing: Trúlega lést Jósef áður en Jesús byrjaði þjónustu sína en hann vissi það sem máli skiptir um fósturson sinn: Hann myndi bjarga lýð sínum – þar með töldum fósturföður sínum – frá syndum sínum.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Vitringar frá Austurlöndum (Matt 2.1-12)  Bakgrunnsupplýsingar: Fjöldi gyðinga hafði orðið eftir í Persíu (áður Babýlon) þó að útlegðin hefði tekið enda fyrir 500 árum. Vitringarnir voru bæði stjörnuspekingar og stjörnufræðingar og höfðu aðra trú en gyðingar. Fjarlægðin á milli Persíu og Palestínu var um 1000-1500 km.

  1. Hversu langan tíma hefði ferð vitringanna tekið ef reiknað er með að kameldýr gangi 30 km á dag?
 • Hvað haldið þið að yfirmönnum, eiginkonum og nágrönnum þessara manna hafi fundist um þennan leiðangur?

  2. Hvers vegna vildu vitringarnir veita konungi gyðinga lotningu frekar en sínum eigin kóngi?
 • Hvers vegna vildu þessir vísu menn gefa nýja gyðingakonunginum dýrmætar gjafir? (11. vers)

  3. Gyðingar höfðu ekki haft konung í um 600 ár, Heródes var einungis lénsmaður Rómverja. Hvers vegna varð Heródes skelfdur, og öll Jerúsalem með honum, þegar fréttist af fæðingu nýs konungs? (3. vers)
 • Hverju trúði Heródes í rauninni eins og fram kemur í versum 4 og 16? (Hverju trúði hann um sitt eigið vald, um Biblíuna, um Messías, um áætlun Guðs?

  4. Hvaðan og hvert leiddi stjarnan hina vísu menn; skoðið vers 2 og 9.
 • Hvers vegna lét Guð ekki stjörnuna leiða mennina beint til Betlehem, hvers vegna að taka krókinn til Jerúsalem? (Hví var mikilvægt fyrir vitringana að komast í snertingu við ritað orð Guðs?
 • Hvers konar „stjörnu“ hefur Guð sent inn í þitt líf til að leiða þig til Jesú?

  5. Babýloníumenn byggðu Babelsturn, stálu sáttmálsörkinni og lögðu musterið í Jerúsalem í rúst. Vitringarnir voru afkomendur þeirra. Hvers vegna leiddi Guð óvini sína til þess að verða fyrsta til að tilbiðja nýfæddan son sinn sem konung?

  6. Hvers vegna fóru engir íbúar Jerúsalem til Betlehem, eins og vitringarnir, þrátt fyrir að heyrst höfðu sögusagnir um að nýfæddur konungur þeirra væri þar í aðeins 12 km fjarlægð?

  7. Á hvaða hátt var nýi konungurinn ólíkur því sem mennirnir höfðu ef til vill ímyndað sér? (11. vers)
 • Hvernig geta þessir menn verið fordæmi fyrir okkur?

  8. Vitringarnir gáfu Jesúbarninu dýrmætar gjafir. Hvað fengu þeir frá honum í staðinn?
 • Hvers vegna voru þessar gjafir mjög nauðsynlegar fjölskyldu Jósefs? (13. vers)
 • Hvað ættir þú að gefa Jesú í afmælisgjöf þetta árið?

  9. Hvernig haldið þið að líf vitringanna hafi verið þegar þeir komu aftur heim til Persíu, með alla sína skurðgoðadýrkun og heiðnu trúarbrögð?

  Glad Tidings-hugleiðingar: Það var ekki oft komið fram við Jesú eins og konung í hans lífi. Vitringarnir veittu honum lotningu sem slíkum í upphafi ævinnar og rómverski landstjórinn Pílatus skrifaði titilinn á krossinn hans. Jesús var konungur sem bauð meira að segja óvinum sínum að koma og tilbiðja sig.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Skírn Jesú Matt 3.13-17  Bakgrunnsupplýsingar: Tveir menn, rúmlega þrítugir, hittast við Jórdanána. Reyndar voru þeir frændur. Annar var í skrýtnum fötum. Allt til þessa tíma hafði Jesús búið í Galíleu en Jóhannes í eyðibyggðum Júdeu. Við vitum ekki hvort þeir hafi áður hist. (Leiðtoginn ætti að segja í stuttu máli frá því sem fjallað er um í 1.-12. versi.)

  1. Hver var munurinn á bernsku og unglingsárum þessara tveggja manna?
 • Hvers vegna haldið þið að Jóhannes hafði skilið að Jesús væri sonur Guðs?
 • Hvers vegna spillti frægð eða vinsældir ekki Jóhannesi?

  2. Hver var munurinn á Jesú og hinu fólkinu sem vildi láta skírast?
 • Hvers vegna vildi Jóhannes ekki skíra Jesú?
 • Hvers vegna vildi Jesús láta skíra sig þrátt fyrir að skírn Jóhannesar ætti aðeins að vera fyrir syndara?

  3. Hvað merkja orð Jesú í 15. versi?
 • Leiðtoginn ætti að lesa Jóh 19.30. Hvernig fullnægði Jesús öllu réttlæti?

  4. Hvað segja þessi vers okkur um samband Jesú og Guðs föður?
 • Hvað segja þessi vers okkur um heilaga þrenningu?
 • Heilagur andi hafði alltaf verið í Jesú. Hvers vegna gerði hann sig sýnilegan aðeins við skírn Jesú?

  5. Hvers vegna vildi Guð láta alla heyra það sem hann sagði í 17. versi?
 • Rifjaðu upp atburði síðasta mánaðar. Heldur þú að Guð gæti sagt sömu orð við þig eins og hann sagði um Jesú í 17. versi?

  6. Jóhannes skírði fólk aðeins eftir að það hafði játað syndir sínar; þess vegna var skírn hans kölluð iðrunarskírn. Hver er munurinn á kristinni skírn og skírn Jóhannesar? (Sjá einnig Post 2.38)

  7. Við kristna skírn segir Guð við þann sem skírður er sömu orð og hann sagði við son sinn í 17. versi. Á hvaða forsendum getur hann sagt þetta við syndara?

  8. Leiðtoginn segir stuttlega frá því hvernig Abraham ætlaði að fórna Guði syni sínum. (1Mós 22) Orðin í 17. versi minna lauslega á orðin sem Guð sagði við Abraham í 1Mós 22.2. Hvað er sameiginlegt með Abraham og Guði þegar um er að ræða fórn á sonum þeirra?


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Jesú freistað Matt 4.1-11  Bakgrunnsupplýsingar: Satan freistaði Evu í paradís og varð þess valdur að hún syndgaði. Á sama hátt freistaði hann þjóðar Guðs í óbyggðunum og hún hrasaði aftur og aftur. Satan hefur freistað okkar allra og fengið okkur til að syndga margoft. Það varð að freista Jesú líka því hann var raunveruleg manneskja og fulltrúi mannkyns.

  1. Ímyndaðu þér að þú yrðir að eyða einum og hálfum mánuði alein/n í eyðimörk, án þess að borða neitt eða hitta neinn. Hvað heldur þú að yrðir það versta fyrir þig í þessum aðstæðum?
 • Hvernig heldur þú að andlegt og líkamlegt ástand Jesú hafi verið eftir 40 daga föstu?
 • Berðu þínar freistingar saman við freistingar Jesú. Hver er munurinn?

  2. Við gerum okkur oft þær hugmyndir um heilagan anda að hann eigi að leiða og leiðbeina trúuðu fólki um hvernig á að lifa lífinu til fullnustu. Hvers vegna leiddi hann þá Jesú út í óbyggðirnar til að djöfullinn gæti freistað hans? (1. vers)
 • Hvers vegna leiðir heilagur andi okkur þá líka í aðstæður þar sem djöfullinn freistar okkar?

  3. Fyrsta freistingin snýst um frumþarfir okkar: hungur, þorsta, kynferðislegar þarfir, þörf fyrir öryggi o.s.frv. (3.-4. vers) Hvers vegna hefði það verið synd ef Jesús hefði fengið sér eitthvað að borða með því að breyta steinum í brauð?

  4. Haldið þið að manneskja geti lifað á orði Guðs einu saman, án þess að frumþörfunum sé fullnægt? (4. vers) Verið hreinskilin í svörum ykkar og færið líka rök fyrir máli ykkar.

  5. Önnur freistingin varðar samband okkar við Guð. (5.-7. vers) Hvað hefði Jesús sannað fyrir heiminum ef hann hefði stokkið ofan af þaki musterisins og sloppið lifandi frá því?
 • Hvernig birtist þessi önnur freisting í okkar lífi?

  6. Þriðja freistingin er um tilgang trúar okkar. Segir Satan sannleikann í 9. versi? Færið rök fyrir máli ykkar.
 • Hvað hefði veröldin ef til vill grætt til skemmri tíma ef Jesús hefði gert eins og Satan reyndi að fá hann til að gera?
 • Hvaða skammtímaávinning getum við öðlast ef við lútum öðrum goðum og herrum en lifandi Guði?

  7. Hvert var vopn Jesú í baráttu hans gegn djöflinum?
 • Hvert er þitt vopn þegar þú berst gegn freistingum og synd?

  8. Jesús vann orrustuna við Satan. Hvers vegna var honum þá seinna refsað með dauðadómi sem var aðeins fyrir þá sem höfðu tapað baráttu sinni við freistingar?
 • Hvers konar Guð hefði Jesús verið ef hans hefði ekki verið freistað?
 • Hvers konar kristinn einstaklingur værir þú ef þín hefði ekki verið freistað?

  Glad Tidings- viðbót: Leiðtoginn les Heb 2.18.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Úr Fjallræðunni (Matt 5.21-32)  Bakgrunnsupplýsingar: Móses gaf fólkinu sínu lög Drottins uppi á Sínaífjalli. Á sama hátt gaf Jesús, „hinn nýi Móses“, nýjan skilning á gömlu boðorðunum.

  1. Hvað eiga reiði og morð sameiginlegt? (21. og 22. vers)
 • Hefur þú einhvern tímann verið kölluð/kallaður „einskisnýtur“ eða „fáviti“? Hvernig leið þér með það?
 • Hvaða áhrif hefur það á barn ef það er í sífellu kallað einskisnýtt eða fáviti?

  2. Hvaða refsingu myndi þú útdeila þér sjálfum/sjálfri fyrir syndirnar sem nefndar eru í versum 21-22?
 • Hvaða refsingu myndir þú velja fyrir þessar syndir ef þær væru drýgðar gegn einhverjum sem er þér kær?

  3. Hvers vegna verðum við að sættast við annað fólk áður en við uppfyllum trúarskyldur okkar? (Vers 23-24)
 • Hvers vegna hefur Jesús engan áhuga á að vita hverjum rifrildið var að kenna heldur býður áheyrendum sínum að taka fyrsta skrefið í átt til sátta? (23.-25. vers)
 • Hvað myndi gerast í fjölskyldu þinni/í skólanum/á vinnustaðnum ef þú byrjaðir að gera eins og Jesús kennir í þessum versum?

  4. Ef Jesús hefði sagt: „Ef bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, gleymdu því þá bara og hugsaðu ekki meira um það!“ hefði þá verið auðveldara fyrir þig að fylgja slíku boði heldur en því sem hann lagði fyrir í raun og veru?
 • Hvað verður um manneskju sem fyrirgefur aldrei öðrum sem hafa sært hana?
 • Hvaða manneskju vill Jesús að þú fyrirgefir í dag? (Þú mátt svara innra með þér.)

  5. Hvers vegna þykir Jesú að synd sem framin er í huga manns sé jafn alvarleg og sé hún framin í raun? (Vers 27-28)
 • Rifjaðu upp atvik þar sem augu þín eða hendur freistuðu þín til að syndga. Hvernig hefðir þú, með ákveðnum hætti, getað hindrað þau í að syndga? (29.-30. vers)

  6. Hvað kennir Jesús eiginlega um skilnað? (Vers 31-32) Haldið ykkur við textann!
 • Ímyndaðu þér stöðu þar sem giftur maður eða gift kona verður ástfangin/n af þriðja aðila. Hvernig getur það verið öllum hlutaðeigandi til góðs ef viðkomandi ákveður að fylgja boði Jesú?

  7. Hver er stærsti munurinn á hugmyndum Jesú um hjónabandið og hvernig samfélag nútímans hugsar um það?

  8. Hvernig myndir þú útskýra þennan kafla fyrir manneskju sem heldur því fram hún hafi alltaf lifað samkvæmt boðum Fjallræðunnar? Hvað þá um manneskju sem er miður sín yfir að hafa ekki getað lifað samkvæmt þeim?

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús fékk að kenna á öllum þeim refsingum sem minnst er á í textanum, allt frá því að hann var dreginn fyrir rétt og dæmdur og þar til hann fékk að finna fyrir logum vítis. Hann varð að nota sinn síðasta eyri til að borga skuldir okkar – skuldirnar sem voru uppsafnaðar hjá Guði fyrir að hafa ekki fylgt boðum hans. (Sjá 26. vers.)

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Verið ekki áhyggjufull (Matteus 6.25-34)  Bakgrunnsupplýsingar: Orðið réttlæti (v. 33) merkir fullkominn hreinleika í hugsunum, orðum og gerðum. Aðeins réttlátur karl/ kona er þóknanleg(ur) Guði og kemst til himnaríkis.
  1. Teldu með þínum eigin orðum upp það sem Jesús bannar okkur að hafa áhyggjur af í þessum texta.
 • Hvað af því sem nefnt er í textanum veldur þér mestum áhyggjum?
 • Hvernig myndi líf þitt breytast ef þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því sem nefnt er í textanum?
  2. Hvað gerist innan fjölskyldu ef einn fjölskyldumeðlima hefur stöðugar áhyggjur af peningamálum, heilsunni, framtíðinni o.þ.h.?
 • Hvaða áhrif hafa áhyggjur á líkama okkar?
  3. Hvað eiga áhyggjur sameiginlegt með skorti á trú?
 • Hvernig gætum við dregið úr áhyggjum og trúarskorti í lífi okkar?
  4. Finndu öll loforðin sem Jesús gefur lærisveinum sínum í þessum texta.
 • Hverju þessara loforða þykir þér auðveldast að trúa? En erfiðast?
  5. Lestu vers 31-32. Hvað finnst þér þig vanta allra mest í dag? (Þú getur svarað innra með þér.)
 • Ertu sannfærð(ur) um að þinn himneski faðir viti hvers þú þarfnast í raun og veru í dag? Færðu rök fyrir áliti þínu.
  6. Hvað merkir það í reynd að leita fyrst Guðs ríkis (v. 33)?
 • Hvers vegna leitar fólk venjulega fyrst jarðneskrar hamingju, fremur en Guðs ríkis?
 • Hvers leitar þú umfram annað í lífinu? (Þú getur svarað innra með þér.)
  7. Hvað merkir það í reynd að leita réttlætis Guðs, en ekki okkar eigin réttlætis (v. 33b)?
 • Ef þú hefur upplifað að vera leiddur frá því að leita eigin réttlætis til þess að leita réttlætis Guðs, deildu gjarnan reynslu þinni með hópnum.
  8. Hvað merkir vers 34?
 • Rifjaðu upp þegar þú hafðir áhyggjur af einhverju í framtíðinni. Hvað hefðir þú átt að gera í þeim aðstæðum í stað þess að vera áhyggjufull(ur)?
 • Þar sem Jesús þekkir núverandi aðstæður þínar, beinir hann orðum sínum í versum 33-34 einnig til þín. Hverju svarar þú honum?

  Glad Tidings- íhugun: Jesús leitaði Guðs ríkis alltaf umfram allt annað. Engu að síður veittist honum ekkert af öllu því góða sem lofað er í textanum, heldur krossinn. Jesús bar á krossinn refsinguna fyrir áhyggjurnar okkar og trúleysi gagnvart Guði. Þess vegna getur hann nú tekið jafnvel á móti fólki sem finnst það trúlítið.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Rómverskur hundraðshöfðingi Matt 8.5-13  Bakgrunnsupplýsingar: Hundraðshöfðingi var rómverskur embættismaður sem fór fyrir hersetuliðinu. Trúarbrögð rómverskra hermanna voru keisaradýrkun. Leiðtoginn ætti að reifa í stuttu máli aðalatriðin um Abraham, Ísak og Jakob.

  1. Hundraðshöfðinginn sem um ræðir gæti vel hafa heyrt þjóna sína (gyðinga) tala um sannan Guð. Hugsið upp aðrar ástæður fyrir því hvers vegna rómverskur embættismaður gæti hafa tengst honum svo. (5. og 6. vers.)

  2. Gyðingar komu yfirleitt ekki á heimili útlendinga því það gerði þá óhreina samkvæmt trúarlegum skilningi. Hvaða aðrar ástæður gæti hundraðshöfðinginn hafa verið að hugsa um þegar hann áleit sig ekki verðan þess að fá Jesú heim til sín? (7.-8. vers)

  3. Lýstu trú hundraðshöfðingjans þegar hann kemur til Jesú.
 • Heldur þú að vandamál þín yrðu leyst með einu orði frá Jesú? (8. vers)

  4. Hvað fannst hundraðshöfðingjanum þeir Jesú eiga sameiginlegt? (9. vers)
 • Hvernig gat hann séð ósýnilegan her Jesú sem enginn annar sá?
 • Heldur þú að Jesús geti í dag skipað einum af sínum ósýnilegu englum að hjálpa manneskju sem þú varst að biðja fyrir? Færðu rök fyrir svari þínu.

  5. Í guðspjöllunum er aðeins minnst á tvö dæmi þar sem Jesús dáist að trú annarra. Hvað var svo sérstakt við trú hundraðshöfðingjans? (8.-10. vers) (Hver er munurinn á að trúa á kraftaverk og að trúa á orð Jesú?)
 • Haldið þið að maðurinn hafi sjálfur vitað að hann hafði mikla trú?
 • Hefur þú einhvern tíma trúað á hjálp frá Jesú áður en hjálpin barst? Vinsamlegast segðu frá reynslu þinni.

  6. Í 11. og 12. versi segir Jesús að það geti verið auðveldara fyrir útlendinga, sem hafi áður játað önnur trúarbrögð, að trúa á hann en þá sem hafa alltaf þekkt Biblíuna. Hvers vegna er það?
 • Hvernig verður ákvarðað – með hvaða mælikvarða – hverjir fara inn í Guðs ríki (himnaríki) og hverjum verður kastað út í ystu myrkur?

  7. Guð gaf loforð sín um Messías og land sitt þeim Abraham, Ísak og Jakobi. Hvernig endurspeglar trú þessara þriggja manna trú rómverska hundraðshöfðingjans?

  8. Hundraðshöfðinginn fékk ekki að vita strax hvernig þjóni hans reiddi af. Hvað haldið þið að hann hafi búist við að finna þar heima? (13. vers)
 • Jesús segir orðin í 13. versi sjálfur við þig í dag. Hverju ætlar þú að svara honum?


  Glad Tidings-hugleiðing: Jesú var „rekinn út í ystu myrkur þar sem var grátur og gnístran tanna“. (12. vers) Á þennan hátt græjaði hann „vegabréf inn í himnaríki“ fyrir rómverska hermenn og okkur öll sem upphaflega höfðum engan rétt til að verða þegnar í ríki hans.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Köllun Matteusar Matt 9.9-13  Bakgrunnsupplýsingar: Að borða saman var fyrir gyðingum merki um vináttu á tímum Jesú. Trúað fólk leit niður á tollheimtumenn vegna þess að þeir svindluðu með peninga. Oftast er álitið að Matteus hafi verið maðurinn sem skrifaði guðspjallið með sama nafni.
  1. Ímyndaðu þér daglegt líf Matteusar, tollheimtumannsins. Hverjar voru góðu og slæmu hliðarnar?
 • Hvernig haldið þið að samband Matteusar við Guð hafi verið á meðan hann var ennþá tollheimtumaður?
 • Hvað haldið þið að Matteus hafi búist við að Jesú segði þegar hann kom inn í tollbúðina?

  2. Hvers vegna spurði Jesús Matteus ekki: „Viltu verða lærisveinn minn?“
 • Hvernig haldið þið að Matteusi hafi liðið þegar hinn frægi kennari og kraftaverkamaður bað hann að fylgja sér?
 • Hvers vegna vildi Jesús hafa fyrrverandi tollheimtumann sem lærisvein sinn þótt hann vissi fullvel að hann yrði gagnrýndur fyrir það?
 • Hvers vegna vill Jesús að þú verðir lærisveinn hans?

  3. Hvað ætli kollegar Matteusar hafi haldið þegar hann fór úr tollbúðinni án þess einu sinni að taka til á skrifborðinu sínu?
 • Hvernig hafði Matteus hugrekki til að gefa upp fasta vinnu og innkomu?
 • Hvað fékk Matteus í staðinn fyrir allt sem hann tapaði fyrir að fylgja Jesú?
 • Jesús segir við þig, kannski í fyrsta skipti á ævi þinni, kannski í hundraðasta skipti: „Fylgdu mér!“ Hvernig ætlar þú að svara honum?

  4. Hvernig breyttist líf eiginkonu Matteusar og barna þegar hann hafði komist til trúar?
 • Hvers vegna vildi Matteus halda veislu fyrir Jesú og fyrrum vinnufélaga sína? (10. vers)

  5. Hvaða hópar fólks eru í okkar samfélagi sem virðingarvert fólk vill ekki eiga samskipti við?
 • Hvers vegna vildi Jesús umgangast fólk af öllu tagi?

  6. Hvað á Jesús við með versum 12 og 13?
 • Í hvorum hópnum finnst þér þú eiga heima: meðal heilbrigðra eða sjúkra, réttlátra eða syndara? (Þú mátt svara innra með þér.)
 • Veltu því fyrir þér, í ljósi þessa texta, hvers vegna sjúkleika og synd er að finna í lífi þínu?
 • Hvers vegna er stundum auðveldara að fórna Guði einhverju en að sýna náunga okkar miskunn? (13. vers)

  7. Hvers vegna þurfti Jesús, „læknirinn“, að fá á sig sár? Hvers vegna varð að telja hann, hinn réttláti, með syndurum? (Sjá einnig Jes 53.10-12)

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús varð hin fullkomna fórn fyrir Guð; þess vegna þarf Guð ekki á neinni annarri fórn að halda frá okkur nema að við notum krafta okkar til að þjóna náungum okkar.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  ÞOLGÆÐI Í ÞRENGINGUM (Matt. 10.16-31)  1. Að hvaða leyti telur þú að kristið fólk eigi á hættu háðsglósur eða jafnvel ofsóknir í okkar samfélagi?
  a. Fyrir hvað er kristið fólk mest gagnrýnt í okkar samfélagi?
  2. Hvað mun koma fyrir sauðina meðal úlfanna (v. 16)?
  a. Hvað á Jesús við þegar hann segist munu senda senda lærisveina sína eins og sauði meðal úlfa?
  b. Hvernig er hægt að vera kænn eins og höggormur og falslaus eins og dúfa?
  3. Um hvaða „glæpi“ eru lærisveinar Jesú sakaðir þegar þeir eru dregnir fyrir dómstóla (v. 17-22)?
  a. Ef þú vissir að þú yrðir dregin(n) fyrir rétt vegna trúar þinnar, heldurðu að þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því hvað ætti að segja þar (v. 19-20)?
  4. Í hvers konar samfélagi gætu fjölskyldumeðlimir gert það sem lýst er í versi 21?
  a. Hvað fær manneskju til að halda sér fast við sannfæringu sína, jafnvel þegar allir aðrir eru ósammál honum/henni (v. 22)?
  b. Hvernig telur þú að þú brygðist við ef einn daginn yrðirðu ofsótt(ur) vegna trúar þinnar?
  5. Hvernig má heimfæra vers 23 upp á nútímann?
  6. Hvaða merkingu hefur það fyrir lærisvein að meistari hans hafi nú þegar þolað sömu þrengingar og hún/hann (v. 24-25)?
  7. Ímyndaðu þér tvær manneskjur í miðjum ofsóknum. Önnur þeirra hvílir í þeirri vissu að hulunni verði svipt af lygunum og sannleikurinn muni að lokum sigra. Hin er hreint ekki svo viss (v. 26). Hvernig eru aðstæður þessara tveggja manneskja ólíkar?
  8. Finndu út frá þessum texta eins margar ástæður og þér er unnt fyrir því að kristin manneskja þurfi ekki að óttast ofsóknir (v. 26-31).
  a. Hvað ætti kristin manneskja að gera, jafnvel í þrengingum (v. 27)?
  9. Hvort á Jesús í versi 28 við Guð eða djöfulinn?
  a. Hvað einkennir hegðun þess kristna fólks sem jafnvel í ofsóknum óttast engan annan en Guð? Hvað með kristna manneskju sem óttast djöfulinn?
  b. Hver er, samkvæmt versi 28, eini raunverulegi harmleikur mannlegs lífs?
  10. Jesús viðurkennir að jafnvel kristið fólk geti verið tekið af lífi af óvinum sínum (v. 28). Hvernig getum við heimfært v. 29-31 upp á líf píslarvottanna, t.d. Jóhannesar skírara?
  a. Hvers vegna er ómögulegt að útrýma hinni sönnu kirkju Krists með ofsóknum?
  b. Jesús beinir orðum sínum í versum 30-31 einnig til þín í dag. Hvað merkja þau fyrir þig í þínum núverandi aðstæðum?

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Létt ok (Matt 11.28-30)


  Bakgrunnsupplýsingar: Ok er nokkurs konar trérammi sem aktaugar á dráttardýrum eru festar í svo þau geti dregið plóg, hlass eða því um líkt.
  1. Hverjar eru algengustu klyfjarnar sem fólk ber á herðum sér nú til dags?
 • Reyndu að ímynda þér að sá vandi sem þú átt við að etja í dag sé raunveruleg þyngsli. Ef þyngsta fargið er 100 kíló hversu þung myndir þú segja að byrði þín væri?

  2. Á hvaða hátt er byrði þjáningar ólík byrði syndarinnar? (Hvort er erfiðara fyrir þig að burðast með þjáningu eða slæma samvisku?)

  3. Hugsaðu þér líf án nokkurra þyngsla og byrða – hverjar væru góðu og slæmu hliðarnar við slíkt líf?

  4. Hvers konar manneskja heldur þú að gæti borið byrðarnar með þér?
 • Hvað þýðir það í raun og veru að maður fari til Jesú með byrðar sínar og leggi þær fram fyrir hann?

  5. Hvað á Jesús við með 29. versi?
 • Hefur þú fundið hvíld fyrir sál þína? (Þú mátt svara þessu innra með þér.)
 • Hvers vegna getur aðeins hógvært fólk fundið hvíld fyrir byrði sinni? (Hvers vegna fyllast svona margir biturð á meðan þeir bera byrðar sínar?)
 • Hvernig getum við orðið eins hógvær og lítillát og Jesús var?

  6. Hvað þýða þessi orð Jesú? „Takið á yður mitt ok“? (Hvert er ok Jesú? Hvernig er það ólíkt okkar byrðum?)
 • Hvernig breytast aðstæður okkar ef við berum okið saman með Jesú?

  7. Hvað á Jesús við þegar hann segir að ok hans sé ljúft og byrði hans létt? (30. vers)

  8. Hvað gerir fólk, sem ekki vill fara með byrðar sínar til Jesú, við þær?
 • Hvers vegna fer kristið fólk ekki einu sinni alltaf með byrðar sínar til Jesú?

  9. Hversu mikið léttari heldur þú að byrði þín yrði ef þú vissir að það væri engin sekt í henni og þú þyrftir ekki að hugsa um hverjum vandamálið væri að kenna?
  Hversu mikið léttari yrði byrði þín ef þú gætir trúað því að Jesús myndi breyta allri þinni vanlíðan þannig að hún yrði til góðs fyrir alla viðkomandi?

  Glad Tidings-hugleiðing: Hópstjórinn ætti að lesa Jóh 19.17. Kross Jesú var öll okkar byrði; bæði þjáningar okkar og syndir.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Ónytjuorð (Matt 12.33-37)


  Áður en samræður hefjast rifjið upp hvers konar orð var talað um í síðustu viku.
  1. Í hvaða aðstæðum er erfiðast fyrir þig að hemja tunguna?
 • Ef þú gætir lifað lífinu aftur við hverja myndir þú tala öðruvísi en þú gerðir? (Það má svara spurningunni innra með sér.)

  2. Hvers vegna eru orð okkar eins mikilvæg Guði og gjörðir okkar?
 • Hvernig er hægt að líkja orðum okkar við ávexti af tré? (33. vers)
 • Hvernig getur vont tré breyst í gott tré?
 • Hvernig getur vondur maður orðið að góðum manni?

  3. Jesús tekur sterkt til orða þegar hann kallar áheyrendur sína „nöðrukyn“. Á hvaða hátt má líkja saman eitursnáki og manneskju sem talar illt? (34. vers)
 • Hvað á Jesús við með orðunum: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“ (34. vers)
 • Heimfærðu 34. vers upp á þig. Af hverju er hjarta þitt fullt? (Þú mátt svara innra með þér.)

  4. Í 35. versi gefur Jesús í skyn að allir eigi „sjóð“ í hjarta sér. Með hverju fyllir fólk yfirleitt hjarta sitt?
 • Íhugaðu hvernig þú talar um Jesús eða hvernig þú talar við hann. Hvað segja orð þín – eða vöntun á þeim – um samband þitt við hann?

  5. Hvað eru „ónytjuorð“? (36. vers)
 • Hvað gæti verið andstæða „ónytjuorða“?
 • Hvers vegna verðum við frekar að svara fyrir „ónytjuorð“ á dómsdegi heldur en „vond orð“?
 • Ef marka má þessi vers hvernig heldur þú að þér farnist á dómsdegi?

  6. Heldur þú að það sé mögulegt til langframa að leyna aðra því sem er í hjarta þér? Er til dæmis mögulegt að tala bara fallega þegar hjartað er fullt af hatri og biturð?
 • Hvað finnst þér um fólk sem talar eins lítið og mögulegt er til að glopra ekki út úr sér neinum ónytjuorðum?

  7. Hversu líklegt telur þú að þú eigir eftir að hlýða og fara eftir þessari lexíu frá Jesú héðan í frá?

  8. Einu sinni sagði Jesús að hann væri vínviðurinn og að lærisveinar hans væru greinarnar. (Jóh 15.1) Hvernig getum við þá borið góðan ávöxt með vondan sjóð í hjarta okkar?

  Glad Tidings-hugleiðing: Sjóðurinn í hjarta Jesú var fullur af góðum hlutum og samt var hann fordæmdur vegna orða sinna; sem guðlastari. Kross hans var tréð sem bar bitran ávöxt ónytjuorða okkar.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Pétur gengur á vatni Matt 14.22-34  Bakgrunnsupplýsingar: Galíleuvatn er um 20 km langt og 12 km breitt. Skyndilegar vindhviður úr nálægum fjallaskörðum geta valdið ofsaroki á vatninu. „Á fjórðu næturvöku“, eins og stendur í sumum útgáfum textans, er um klukkan þrjú að nóttu. (25. vers) Lærisveinarnir höfðu verið um níu stundir úti á vatninu þegar þarna er komið sögu.

  1. Hvers vegna sendi Jesús lærisveina sína út á vatnið þótt hann vissi vel í hverju þeir myndu lenda? (22. vers)
 • Hvers vegna sendir Jesús okkur stundum „til móts við storminn“?

  2. Ímyndaðu þér hvernig lærisveinunum leið og hvað þeir gerðu á meðan ofviðrið geisaði í kringum þá í margar klukkustundir. (24. vers)
 • Hvers heldur þú að Jesús hafi beðið á meðan vinir hans voru í lífshættu? (23. vers)

  3. Auðvitað vissu lærisveinarnir ekki að Jesús gæti gengið á vatni. Hvað gætu þeir hafa hugsað sér að Jesús myndi gera í þessari aðstöðu?
 • Hvað ætlast þú til að Jesús geri þegar þér finnst aðstaða þín vera vonlaus?
 • Hvers vegna héldu lærisveinarnir að Jesús væri vofa? (26. vers)

  4. Hvernig myndi þér líða ef Jesús stæði í miðju „stormsins“ sem þú ert í núna og segði: „Vertu hughraust/ur, það er ég, vertu óhrædd/ur.“ (28. vers)
 • Orðin „það er ég“ eru reyndar nafn Guðs (Jahve) á hebresku. Hvers vegna notaði Jesús þetta orðalag í þessum aðstæðum?

  5. Reynið að hugsa upp eins margar ástæður og þið getið fyrir því af hverju Pétur vildi ganga á risastórum öldunum á meðan báturinn kastaðist til og frá í myrkrinu. (27. vers)
 • Haldið þið að þið hefðuð þorað að stíga út á öldurnar í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna tókst tilraun Péturs ekki? (30. vers)

  6. Hvað vantaði upp á trú Péturs á þeirri stundu? (31. vers)
 • Hverju myndir þú svara ef Jesús segði við þig orðin í 31. versi?
 • Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að læra að líta raunsæjum augum á trú okkar?
 • Hvaða huggun ber þessi saga með sér fyrir þá sem vita að þeir hafa litla trú?

  7. Hvers vegna kom Jesús vinum sínum ekki til aðstoðar fyrr en um þrjúleytið um nóttina? (Hvaða mikilvægu lexíu hefðu lærisveinarnir misst af ef Jesús hefði komið fyrr til að hjálpa þeim? 31.-33. vers)
 • Hvers vegna hjálpar Jesús okkur oft miklu seinna en við reiknum með?

  Glad Tidings-hugleiðing: Enginn rétti Jesú hjálparhönd þegar hann stóð í storminum miðjum (þ.e.a.s. þegar reiði Guðs bitnaði á honum). Það var gjaldið sem Jesús varð að greiða fyrir trúleysi okkar. En einmitt þess vegna er hann nú reiðubúinn til að rétta okkur sína hjálpandi hönd, meira að segja til manneskju sem hefur of litla trú.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Mikil sorg og mikil trú Matt 15.21-28  Bakgrunnsupplýsingar: Kanverjar voru gamlir erkióvinir gyðinga. Týrus og Sídon voru í um 45-60 km fjarlægð frá Galíleu. Jesús vildi ekki að neinn vissi af ferðum hans á þessum slóðum. (Mark 7.24) Leiðtoginn greinir í stuttu máli frá sögu Davíðs konungs. (22. vers)

  1. Ímyndaðu þér daglegt líf þessarar móður, einkum sambönd hennar við annað fólk. (Dóttur hennar, eiginmann, önnur börn, nágranna o.s.frv.)
 • Hvað er hægt að hugsa sér að móðirin hafi ásakað sjálfa sig um?
 • Hvaða konur á okkar dögum eru mæðurnar sem bera mikla sorg í hjarta eins og þessi kona gerði?

  2. Kanverska konan vissi þegar dálítið sem flestir gyðingar voru ekki meðvitaðir um: það að Jesús var sonur Davíðs. (22. vers) Hvernig haldið þið að hún hafi komist að þessari niðurstöðu?
 • Hvers vegna bað móðirin um miskunn sjálfri sér til handa? (22. vers)

  3. Hvernig brást Jesús við fyrstu þremur neyðarköllum móðurinnar? (23.-26. vers)
 • Yfirleitt tók Jesús þjáðu fólki opnum örmum. Hvers vegna sýndi hann þessari konu fálæti?
 • Hvað myndir þú gera ef Jesús kæmi eins fram við þig og þessa konu?

  4. Hvernig leið lærisveinunum gagnvart kanversku konunni og allri þessari uppákomu? (23. vers)

  5. Hvernig brást konan við því sem virtist vera höfnun af Jesú hálfu? (23., 25. og 27. vers)

  6. Hvað heldur þú að hafi átt sér stað í hjarta Jesú þegar hann svaraði hinni þjáðu móður engu?
 • Hvers vegna er Jesús stundum þögull þegar við hrópum til hans á hjálp?
 • Hvers vegna verður að reyna á og prófa trú okkar allra?

  7. Jesús bar aðeins lof á trú tveggja manneskja. Reynið að finna eins mörg merki um mikla trú í þessum texta og þið getið.

  8. Hví er yfirleitt hugsað sem svo að mikil trú verði til í hjarta manns?
 • Leiðtoginn les Mark 7.30. Hvernig öðlaðist þessi heiðna móðir mikla trú, meira að segja áður en hún hafði séð kraftaverkið gerast?
 • Í hvers konar aðstæðum þurfum við mikla trú?

  9. Hver var tilgangur Jesú í þessari einu utanlandsferð hans?

  Glad Tidings-hugleiðing: Á krossinum varð Jesús að trúa á Guð þrátt fyrir þögn hans, sjá Sálm 22, 1-2, 24. Trú Jesú var mjög svipuð trú kanversku konunnar á þeim tímapunkti. Stóri munurinn á aðstæðum þeirra var að í tilviki Jesú þagði Guð vegna reiði sinnar, ekki vegna kærleika síns.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Jesús virðist vera Guð Matt 17.1-9


  Bakgrunnsupplýsingar: Móses og Elía vildu báðir sjá Guð hundruðum ára áður en þessi atburður átti sér stað en gátu það ekki. Samkvæmt Gamla testamentinu þá deyr syndari ef hann sér auglit Drottins. Hvað varðar dauða þessara tveggja manna skoðið 5Mós 34.1-6 og 2Kon 2.11. Fjall ummyndunarinnar gæti hafa verið Hermonfjall (2760 mys). Skoðið staðsetningu þess á korti.
  1. 1. vers: Hvernig haldið þið að þessum þremur tilteknu lærisveinum hafi verið innanbrjósts þegar Jesús bað þá eina um að koma með sér í fjallgöngu?
 • Hvernig haldið þið að hafi verið að klífa hátt fjall með þess tíma útbúnaði?

  2. 2. vers: Hefur þú einhvern tímann óskað þess að þú gætir séð Guð? Ef svo er, í hvaða aðstæðum?
 • Hvers vegna breyttist aðeins andlit Jesú og klæði hans?
 • Hvers vegna vildi Guð einu sinni sýna guðlega ásýnd sonar síns í viðurvist manna?
 • Hvers vegna dóu lærisveinarnir ekki þrátt fyrir að hafa séð heilaga ásjónu Drottins?

  3. 3. vers: Hvers vegna þurftu tveir fulltrúar úr Gamla testamenginu líka að vera viðstaddir þennan atburð?
 • Hvers vegna kaus Guð Móses og Elía til að vera á fjallinu?
 • Hvernig haldið þið að þeim tveim hafi liðið þegar þeir sáu Messías en þeir höfðu báðir spáð fyrir um komu hans og beðið hennar?

  4. 4. vers: Hvað olli því að lærisveinunum leið svo vel í þessum aðstæðum?
 • Ef þú hefur upplifað dásamlega trúarlega reynslu sem var þannig að þú vildir ekki snúa aftur til daglegs lífs eftir hana, segðu okkur þá frá henni.
 • Hvernig haldið þið að Pétur hafi ætlað sér að búa á fjallinu þaðan í frá?

  5. 5. vers: Hvaða merkingu hafði skýið í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna sagði Guð ekki: „Hlýðið honum“ heldur: „Hlýðið á hann!“
 • Berðu þennan viðburð saman við þann þegar Guð gaf þjóð sinni lög sín meitluð í stein á Sínaífjalli. Hver er munurinn?

  6. 6. vers: Pétur var nýbúinn að segja að allt væri í himnalagi. Hvað hræddist hann núna?
 • Er gott eða slæmt að vera nálægt Drottni sjálfum?
 • Hvorn Jesú finnst þér auðveldara að tala við: þann sem er í fötum smiðsins eða þann sem ber hvít klæði réttlætisins? Greindu frá skoðun þinni.

  7. 7.-9. vers: Hver er merking þess að Jesú snerti lærisveina sína?
 • Hvort haldið þið að lærisveinarnir hafi orðið glaðir eða leiðir þegar Móse og Elía voru horfnir sjónum þeirra?
 • Hvers vegna vildi Jesús ekki að neinn fengi að svo stöddu að frétta af umbreytingunni, ekki einu sinni hinir lærisveinarnir níu?

  Glad Tidings-hugleiðingar: Eftir fjallið þar sem ummyndunin átti sér stað átti Jesús eftir að klífa aðra hæð, þ.e.a.s. Golgata. Til að geta gefið okkur hvít klæði réttlætisins varð Jesús að deyja nakinn á krossi, berandi syndir okkar.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Aldrei of seint (Matt 20.1-16)


  Bakgrunnsupplýsingar: Á dögum Jesú var líf daglaunamanna mjög ótryggt. Ef meðalárslaunum á okkar tímum er deilt í 300 hluta þá jafngildir einn hluti um það bil einum denar. Vinnudagurinn byrjaði klukkan sex árdegis. Landeigandinn í dæmisögunni stendur fyrir Guð og víngarðurinn stendur fyrir konungsríki hans.

  1. Dæmisagan
 • Hversu oft á dag fór landeigandinn út til að ráða verkamenn í víngarð sinn? (1.-6. vers)
 • Hvers vegna sagði landeigandinn aðeins fyrsta vinnuhópnum hversu há launin myndu verða? (2. og 4. vers)
 • Hugsaðu upp nokkrar ástæður fyrir því af hverju sumir verkamannanna voru ekki á torginu klukkan sex að morgni.
 • Hvers vegna réð landeigandinn ekki bara bestu verkamennina heldur alla þá sem voru tiltækir?
 • Hvers vegna hafði ekki neinn ráðið seinasta hópinn? (6.-7. vers) Ímyndaðu þér nokkrar ástæður.
 • Berðu dag fyrsta hópsins saman við dag seinasta hópsins. (7. og 12. vers) Hvor dagurinn var áhugaverðari?
 • Ímyndum okkur að fimm menn hafi verið í seinasta hópnum. Hversu mikla peninga (í okkar gjaldmiðli) hefði landeigandinn „sparað“ ef hann hefði ekki ráðið þann hóp?
 • Hvers vegna byrjaði landeigandinn á að borga þeim sem voru ráðnir síðast? (8. vers)
 • Hvers vegna kvartaði fyrsti hópurinn þrátt fyrir að þeir fengju það sem þeim var lofað?
 • Var aðferð landeigandans til að greiða laun sanngjörn að ykkar dómi? Segðu skoðun þína.
 • Hvers vegna vildi landeigandinn greiða öllum sömu upphæð? Reynið að finna eins margar útskýringar/ástæður og þið getið.

  2. Túlkun dæmisögunnar
 • Hvers vegna vill Guð að hver sem er vinni í konungsríki hans?
 • Hvað standa „launin“ fyrir í dæmisögunni?
 • Hvers vegna eru launin þau sömu fyrir alla í Guðs ríki?
 • Á hvaða „tíma dags“ hefur verið kallað á þig að koma inn í ríki Guðs?
 • Hvor heldur þú að sé heppnari; manneskja sem hefur unnið í Guðs ríki alla sína ævi eða manneskja sem er bjargað á síðustu stundu? Færðu rök fyrir máli þínu.
 • Hvernig líður þér ef einhverjum er hrósað í kirkjunni þinni og þú veist fullvel að þú hefur gert meira en sú manneskja?
 • Hvernig heldur þú að þér myndi líða ef Guð gæfi þér á síðasta degi sömu laun og til dæmis Páli postula?
 • Hvað merkir 16. vers í ljósi dæmisögunnar?
 • Jesús segir við þig í dag: „Komdu líka að vinna í víngarðinum mínum!“ Hverju svarar þú honum?
  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús vann sjálfur erfiðasta verkið í Guðs ríki. Hann skilaði svo stóru verki að á síðasta degi verður hægt að borga hverri einustu manneskju hér á jörð heilan denar fyrir það sem hann vann sér inn.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Konungurinn gerir innreið í borg sína Matt 21.1-11  Bakgrunnsupplýsingar: Fólk beið eftir tákni sem myndi sanna hvort Jesús væri konungur eða ekki og asninn var táknið sem Sakaría hafði spáð fyrir um. (Sak 9.9) Reyndar var Jesús afkomandi Davíðs konungs í 30. ættlið.

  1. Sigursæl innreiðin
 • Hverju býst fólk oftast við af konungi sem kemur sigurreifur inn í höfuðborgina?
 • Hvað, ef þá eitthvað, var ólíkt með væntingum lærisveinanna og fólksins til Jesú?
 • Lítið vandlega á keðjuverkunina sem fór af stað þegar Jesús nálgaðist Jerúsalem í síðasta sinn. Hver hafði skipulagt móttökurnar? Hvernig hófst þetta allt saman? Hvers vegna lagði fólkið yfirhafnir sínar og trjágreinar á veginn? Hvers vegna var öll borgin í uppnámi?

  2. Konungurinn
 • Hvers vegna reið Jesús inn í Jerúsalem á asna en ekki hesti?
  Hvernig gat fólkið vitað að Jesús væri sonur Davíðs? (sjá Matt 20.31)
 • Hvað í hegðun Jesú var konunglegt?
 • Af hverju var fólkið allt í einu óhrætt við að kalla Jesú konung þrátt fyrir að rómverska hernámsliðið vildi alls ekki heyra slíkt?
 • Fram til þessa tíma hafði Jesús farið leynt með þá staðreynd að hann var konungur. Hvers vegna tók hann því nú sem sjálfsögðum hlut?
 • Hver er munurinn á konungum þessa heims og Jesú í þessum aðstæðum?
 • Hvers vegna varð Jesús að deyja sem konungur?

  3. Fólkið
 • Haldið þið að Jesús hafi verið ánægður með skyndilega frægð sína? Færið rök fyrir svari ykkar.
 • Hversu stór hluti af fólksfjöldanum giskið þið á að hafi hrópað: „Krossfestið hann!“ fimm dögum síðar?
 • Hvers vegna stóð enginn af öllum þessum fjölda upp og varði Jesús þegar honum var misþyrmt?
 • Hvernig myndir þú bregðast við ef þú yrðir að standa alein/n með sannfæringu þinni og allir væru á móti þér?

  4. Hósanna (sem þýðir: „Ó Drottinn, bjarga/hjálpa okkur!“)
 • Hvaða merkingu hafa hróp mannfjöldans í 9. versi í raun og veru? Samanber merkingu orðsins „hósanna“.
 • Hvers vegna er meira viðeigandi að hrópa: „Hjálpaðu mér!“ til konungsins Jesú heldur en „Húrra!“
 • Hvað kemur á óvart í 11. versi?
 • Hvaða áhrif hafði þessi atburður á framtíð Jesú?


  5. Þú og ég
 • Hvað hefur fengið þig til að hrópa: „Hósanna, hjálpaðu mér!“ nýlega/á þessari aðventu?
 • Hvers vegna er þetta hróp besti undirbúningurinn fyrir jólin?

  Glad Tidings-viðauki: Lestu 5. vers einu sinni enn og settu þitt nafn í staðinn fyrir „dóttirin Síon“.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Himinn og jörð munu líða undir lok (Matt 24.29-44)  Bakgrunnsupplýsingar: Á meðal kristinna manna eru margar tilgátur um í hvaða röð hlutir gerast þegar Jesús kemur til baka hingað á jörðina. Í þessum Biblíulestrartíma verður ekki rætt um röð atburða heldur atburðina sjálfa. Leiðtogi hópsins ætti að flytja stutta kynningu á Nóa og hans tímum. (37.-39. vers, samanber 1Mós 6-7)

  1. Hvernig myndi þér líða ef þú fréttir að Jesús kæmi aftur í dag?
 • Hvað er ólíkt við það að bíða eftir Jesú og að bíða dauðans?

  2. Hvaða breytingar gerast í heiðhvolfinu og geimnum áður en Jesús kemur? Reyndu að lýsa þessum atburðum með nútíma orðtaki. (29. vers) (Hvað gæti orsakað það að skyggir fyrir sól og mána frá jörðinni? Hafið einnig í huga atburði á tímum Nóa.)
 • Hvaða breytingar sem spáð er fyrir um hér hafa ekki enn komið fram? (29. vers)

  3. Á hvaða hátt er fyrsta koma Jesú ólík hinni seinni? Reynið að finna eins mörg ólík atriði og þið getið. (30. vers)
 • Yfir hverju eiga þjóðir heims eftir að kveina þegar Jesús kemur aftur? (30. vers)

  4. Hvað verður um kristið fólk þegar Jesús snýr aftur? (31. vers)
 • Myndir þú vilja vera á lífi þegar þeir atburðir sem lýst er í 31. kafla gerast? Útskýrðu svör þín.

  5. Hvað vill Jesús segja um tíma endurkomu sinnar með litlu dæmisögunni af fíkjutrénu? (32.-34. vers) (Haldið þið að dæmisagan lýsi Ísrael nútímans? Ef svo er, þá hvernig?)

  6. Hver er merking orða Jesú (orða Biblíunnar) fyrir síðustu kynslóð kristins fólks? (35. vers)
 • Hvaða merkingu hefur það í þínum huga að það sé eitthvað í þessum heimi sem líður aldrei undir lok?

  7. Hvers vegna verður dagur endurkomunnar að vera leyndarmál, meira að segja fyrir Jesú sjálfan? (36. vers)
 • Hvaða breytingum myndi líf þitt taka ef þú vissir að Jesús væri að koma til baka?

  8. Hvernig líkist kynslóð Nóa fólki vorra tíma? (38.-39. vers) (Á hverju hafði fólk áhuga og á hverju hafði það alls engan áhuga?)

  9. Hvað þýða 40. og 41. vers? Berðu þau saman við tíma Nóa og 31. vers.
 • Ímyndaðu þér hvernig heimurinn liti út daginn sem það sem spáð er fyrir um í þessum versum kæmi fram. (40. og 41. vers)

  10. Fyrir hverja mun endurkoma Jesú verða eins og verið sé að brjótast inn til þeirra? (43. og 44. vers) Fyrir hverja verður hún eins og langþráður fundur við kæran vin?
 • Hvað ráða 42. og 44. vers okkur að gera?
 • Á hvaða hátt gæti endurkoma Jesú verið okkur hughreysting frekar en hræðileg tilhugsun?  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Fjárfest í talentum (Matt 25.14-30)  Bakgrunnsupplýsingar: Ein talenta jafngildir 17 ára árslaunum. Það er hægt að túlka talenturnar í þessari sögu á þrjá vegu:
  a. Þær tákna getu okkar og andlegar gjafir.
  b. Þær tákna náð Drottins (fagnaðarerindið). (Sbr. Ef 4.7)
  c. Þær tákna náðargjafirnar, þ.e. Biblíuna, skírnina og altarissakramentið.

  1. Hversu mikils virði væri ein talenta í okkar gjaldmiðli í dag? En tvær? En þá fimm? (14.-15. vers)
 • Hver haldið þið að væri besta leiðin til að fjárfesta núna með upphæð sem jafngildir einni talentu?
 • Hvað tæki það mörg ár að tvöfalda upphæðina?
 • Hvers vegna er ekki alltaf auðvelt að fjárfesta fyrir annað fólk?

  2. Á hvaða forsendum skipti ríki maðurinn niður peningunum sínum? (15. vers)
 • Hvað merkir að þjónarnir fengu mismunandi upphæðir í talentum samkvæmt túlkun a, b og c?
 • Hvenær og hvernig fékkst þú þínar talentur frá Guði?

  3. Á hvaða hátt endurspegla tilfinningar þjónanna til húsbónda síns hegðun þeirra?
 • Hvernig höndluðu þjónarnir, hver á sinn hátt, þá staðreynd að húsbóndinn var lengi að heiman? (Vers 19a)
 • Hvernig „fjárfestir“ maður í andlegum gjöfum (a)? Eða þá í náð Drottins (b)? Hvað um náðargjafirnar (c)? (16. vers)
 • Hvernig grefur maður andlegar gjafir sínar í jörðu? Eða fagnaðarerindið? Og náðargjafirnar? (18. vers)
 • Hver af þessum túlkunum finnst þér vera rétt?

  4. Hvað kennir 26. vers okkur um Guð?
 • Við hvaða aðstæður hefur þér fundist Guð vera harður maður sem krefst ómögulegra hluta af þér? (24. vers)
 • Hvað er athugavert við trú manneskju sem er eins og þriðji þjónninn í þessari dæmisögu? (24.-27. vers)

  5. Hvenær verður eina talentan tekin af lata þjóninum? (28. vers)
 • Hvað þýðir 29. vers í ljósi túlkana a, b og c?

  6. Hvers vegna var refsing þriðja þjónsins svo hörð, jafnvel þótt hann hefði ekki stolið fé húsbónda síns? (30. vers) Takið allar túlkunarleiðirnar þrjár aftur til umhugsunar.
 • Hvers vegna var sjálfum Jesú refsað eins og vonda og lata þjóninum? (30. vers)

  7. Hvað verðum við að gera ef okkur verður ljóst að við erum vondir og latir þjónar?

  8. Hvað lætur okkur kristið fólk „fjárfesta“ í talentunum okkar?
 • Ímyndaðu þér að Jesús segi orðin í 21. versi við þig á dómsdegi. Hverju heldur þú að þú svarir honum?  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Hví hefur þú yfirgefið mig? Matt 27.33-54  Bakgrunnsupplýsingar: Það er erfitt fyrir krossfesta manneskju að tala og jafnvel að anda. Spámaðurinn Elía (49. vers) hafði lifað 800 árum fyrr. Venjulegu fólki var ekki leyft að líta inn fyrir fortjald musterisins og inn í hið allra helgasta. (51. vers)

  1. Að fullnægja dauðarefsingu var hlutverk rómverska hernámsliðsins. Ef marka má 33.-36. vers hvernig haldið þið að rómversku hermönnunum hafi liðið þegar þeim var skipað að negla lifandi menn fasta við kross?
 • Oftast fengu hinir krossfestu vín til að deyfa sársaukann. Hvers vegna haldið þið að hermennirnir hafi í þessu tilviki blandað vínið með galli svo það varð ódrekkandi? (34. vers)
 • Hvað gæti orðið til þess að manneskja yrði vön þjáningum annarrar mannveru og jafnvel byrjað að njóta þeirra? (Hversu mikið haldið þið að ofbeldi í kvikmyndum og vídeóleikjum hafi áhrif á okkur?)

  2. Hvað kemur á óvart um ástæður þess hvers vegna óvinir Jesú hæddust að honum? (39.-44. vers)
 • Ef þú hefðir séð Jesú á þeirri stundu heldur þú að þú hefðir getað trúað því að hann væri Guð?

  3. Hvað héldu óvinir Jesú ef til vill að hann segði að lokum?
 • Hvers vegna hafði Guð yfirgefið Jesú? (46. vers)
 • Ef þú hefur einhvern tímann upplifað að Guð hafi yfirgefið þig við hvaða aðstæður gerðist það?

  4. Hvernig haldið þið að viðstöddum hafi verið innanbrjósts þegar Jesús kallaði Guð ennþá Guð sinn?
 • Orðin í 46. versi eru tilvitnun í Sálm 22.1. Hvers vegna kaus Jesús að tjá þjáningu sína með orðum Biblíunnar frekar en sínum eigin?
 • Hver myndir þú vilja að yrðu þín síðustu orð hér á jörð?

  5. Hvaða orsakir geta legið til þess að manneskja hrópi hátt á dauðastundinni (50. vers)
 • Hvað opinberar hróp Jesú um dauða hans?

  6. Hvernig breyttist andrúmsloftið á Golgata eftir því sem leið á daginn? (51.-54. vers)

  7. Hvað kom hundraðshöfðingjanum (sem ekki þekkti Biblíuna) til að trúa að þessi maður, yfirgefinn af Guði og mönnum, væri í raun og veru sonur Guðs? (54. vers)
 • Hvers vegna sáu gyðingar dauða Jesú í allt öðru ljósi en hundraðshöfðinginn?

  8. Við hugsum oft að Jesús hafi þjáðst svo mikið því hann bar allar syndir heimsins á herðum sér. Hversu miklar heldur þú að þjáningar hans hafi verið ef hann hefði aðeins borið þínar syndir á krossinum?
 • Ef þú hefðir verið eina mannveran á allri jörðinni heldur þú að Jesús hefði komið og fórnað öllu bara fyrir þig? Færðu rök fyrir svari þínu.

  Glad Tidings-viðauki: Getur þú séð af þessari frásögn hversu heitt Jesús elskar þig?  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Grafar gætt Matt 27.62-28.15  Bakgrunnsupplýsingar: Óvinir Jesú höfðu ætlað honum örlög ótínds glæpamanns; að láta líkama hans úldna á krossinum og hundar ætu það sem dytti niður. Hins vegar fékk Jesús almennilega útför.
  (57.-62. vers) Yfirleitt voru rómverskir hermenn álitnir vera mjög hugrakkir.

  1. Hvernig stóð á því að æðstu prestarnir og farísearnir mundu eftir spádómi Jesú um eigin upprisu þegar lærisveinarnir höfðu steingleymt honum? (62.-62. vers)
 • Hvers vegna álitu æðstu prestarnir að lærisveinarnir væru hugrakkari en þeir voru í raun? (64. vers)
 • Haldið þið að æðstu prestarnir hafi raunverulega trúað á þann möguleika að Jesú risi upp frá dauðum?

  2. Í 65. versi er minnst á Pílatus í síðasta skipti í Biblíunni. Hvaða mynd fáum við af honum á þessari stundu?
 • Hvað fannst Pílatusi ef til vill um atburði dagsins?
 • Haldið þið að Pílatus hafi nokkurn tíma gleymt Jesú? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

  3. Hvað gætu rómversku hermennirnir hafa hugsað þegar þeim var fyrirskipað að vakta lík?
 • Lítið vandlega á það sem þessir hermenn upplifðu á páskadagsmorgni. (2.-4. vers)
 • Hvernig gætum við lýst á læknamáli ástandi hermannanna í 4. versi?

  4. Hvað gerði hina hugrökku rómversku hermenn svo hrædda að þeir yfirgáfu vaktstöðu sína?
 • Haldið þið að hermennirnir hafi kíkt inn í gröfina áður en þeir flúðu af hólmi? Færðu rök fyrir svari þínu.

  5. Hvernig gætu æðstu prestarnir hafa túlkað frásögn hermannanna? (11.-14. vers)
 • Um hvað vitnar það að æðstu prestarnir heimtuðu ekki að hermönnunum yrði refsað heldur borguðu þeim þvert á móti mikla peninga? (12.-15. vers)
 • Hvernig sneri Guð veikleika æstu prestanna yfir í sigur fyrir ríki sitt?

  6. Teljið upp allt það sem ætti að hafa sannfært æðstu prestana um að Jesús væri í raun og veru risinn upp frá dauðum?
 • Heldur þú að þú hefðir trúað á upprisuna ef þú hefðir verið í sporum æðstu prestanna?

  7. Hvaða mikla mótsögn er í sögu hermannanna? (13. vers)
 • Hvað gæti hundraðshöfðinginn hafa hugsað þegar hann heyrði hvernig undirmenn hans stóðu sig í þessu verkefni?

  8. Hvers vegna birtist Jesús ekki æðstu prestunum upprisinn?
 • Stuttu eftir þessa atburði umbreyttust hræddu lærisveinarnir í hugrakka menn og byrjuðu að boða upprisuna, jafnvel óhræddir við dauðann, mitt í ofsóknum. Hvers vegna tóku óvinir Jesú/æðstu prestarnir ekki heldur trú þá? (Sjá einnig Lúk 16.31)
 • Hvernig heldur þú að það sem eftir var af ævi æðstu prestanna hafi verið?

  9. Hvaða merkingu hefur upprisa Jesú fyrir þér persónulega?

  ***


  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com


  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  #

  Jósef – sjúpfaðir sonar Guðs (Matt 1.18-25)  Bakgrunnsupplýsingar: Leiðtoginn gæti útskýrt með fáum orðum Lúk 1.26-38. Samkvæmt lögmálinu var trúlofun jafn bindandi og hjónaband og framhjáhaldi meðan á trúlofun stóð var líka refsað með því að grýta fólk. Ekki var ætlast til að fólk byrjaði að stunda kynlíf fyrir giftingu. (5Mós 22)

  1. Hvað sýnir okkur að Jósef grunaði Maríu um að hafa blekkt hann? (18. og 19. vers)
 • Hvað haldið þið að hafi verið það erfiðast fyrir Jósef í þessari aðstöðu?
 • Haldið þið að María hafi sagt Jósef frá heimsókn engilsins? Ef ekki, þá hvers vegna ekki? Ef já, hvers vegna trúði Jósef henni ekki?

  2. Hvers vegna vildi Jósef ekki hefna ranglætisins og lögsækja Maríu og fjölskyldu hennar þrátt fyrir að hann hefði, lögum samkvæmt, rétt til þess?
 • Hvernig haldið þið að Jósef hafi liðið í garð Maríu í aðstæðunum sem lýst er í 18. og 19. versi?

  3. Hvers vegna sendi Guð ekki engil til Jósefs sama dag og hann sendi einn slíkan til Maríu? (20. vers) (Hvers vegna þurfti kærleiki Jósefs að ganga í gegnum svo harða prófraun?)

  4. Meyjarfæðing þýðir að sáðfruma hefur komið í leg Maríu einhvers staðar utan út alheiminum. Á hvaða forsendum gat Jósef trúað á meyjarfæðingu, þrátt fyrir að slíkur viðburður hefði aldrei nokkurn tímann átt sér stað í sögunni? (20.-23. vers)
 • Hvaða atriði í textanum sanna fyrir okkur að meyjarfæðingin er ekki uppspuni?

  5. Hvers vegna heldur þú að meyjarfæðingin sé fyrir marga (líka guðfræðinga) erfiðasta kenningin að trúa?
 • Hvernig passar trúin á meyjarfæðinguna og hugmynd okkar um Guð saman?

  6. Hvers vegna hefði ekki verið mögulegt fyrir Jesú að bjarga lýð sínum frá syndum þeirra ef hann hefði verið sonur Jósefs og Maríu?
 • Rifjaðu upp synd sem ásækir samvisku þína. Lestu svo 21. vers aftur og settu nafnið þitt í staðinn fyrir „lýð hans“. Trúir þú því að þetta vers sé satt þegar það er lesið á þennan hátt?

  7. Hvernig gat Jósef staðist það að snerta ekki sína elskuðu Maríu þótt þau byggju undir sama þaki? (25. vers)

  8. Sennilega héldu allir að barnið sem María bar undir belti væri barn Jósefs. Haldið þið að Jósef hafi reynt að hrista af sér falskar ásakanir fyrir framan ættingja Maríu og sína eigin?
 • Hvers vegna valdi Guð Jósef og engan annan til að uppfóstra son sinn?

  Glad Tidings-hugleiðing: Trúlega lést Jósef áður en Jesús byrjaði þjónustu sína en hann vissi það sem máli skiptir um fósturson sinn: Hann myndi bjarga lýð sínum – þar með töldum fósturföður sínum – frá syndum sínum.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Vitringar frá Austurlöndum (Matt 2.1-12)  Bakgrunnsupplýsingar: Fjöldi gyðinga hafði orðið eftir í Persíu (áður Babýlon) þó að útlegðin hefði tekið enda fyrir 500 árum. Vitringarnir voru bæði stjörnuspekingar og stjörnufræðingar og höfðu aðra trú en gyðingar. Fjarlægðin á milli Persíu og Palestínu var um 1000-1500 km.

  1. Hversu langan tíma hefði ferð vitringanna tekið ef reiknað er með að kameldýr gangi 30 km á dag?
 • Hvað haldið þið að yfirmönnum, eiginkonum og nágrönnum þessara manna hafi fundist um þennan leiðangur?

  2. Hvers vegna vildu vitringarnir veita konungi gyðinga lotningu frekar en sínum eigin kóngi?
 • Hvers vegna vildu þessir vísu menn gefa nýja gyðingakonunginum dýrmætar gjafir? (11. vers)

  3. Gyðingar höfðu ekki haft konung í um 600 ár, Heródes var einungis lénsmaður Rómverja. Hvers vegna varð Heródes skelfdur, og öll Jerúsalem með honum, þegar fréttist af fæðingu nýs konungs? (3. vers)
 • Hverju trúði Heródes í rauninni eins og fram kemur í versum 4 og 16? (Hverju trúði hann um sitt eigið vald, um Biblíuna, um Messías, um áætlun Guðs?

  4. Hvaðan og hvert leiddi stjarnan hina vísu menn; skoðið vers 2 og 9.
 • Hvers vegna lét Guð ekki stjörnuna leiða mennina beint til Betlehem, hvers vegna að taka krókinn til Jerúsalem? (Hví var mikilvægt fyrir vitringana að komast í snertingu við ritað orð Guðs?
 • Hvers konar „stjörnu“ hefur Guð sent inn í þitt líf til að leiða þig til Jesú?

  5. Babýloníumenn byggðu Babelsturn, stálu sáttmálsörkinni og lögðu musterið í Jerúsalem í rúst. Vitringarnir voru afkomendur þeirra. Hvers vegna leiddi Guð óvini sína til þess að verða fyrsta til að tilbiðja nýfæddan son sinn sem konung?

  6. Hvers vegna fóru engir íbúar Jerúsalem til Betlehem, eins og vitringarnir, þrátt fyrir að heyrst höfðu sögusagnir um að nýfæddur konungur þeirra væri þar í aðeins 12 km fjarlægð?

  7. Á hvaða hátt var nýi konungurinn ólíkur því sem mennirnir höfðu ef til vill ímyndað sér? (11. vers)
 • Hvernig geta þessir menn verið fordæmi fyrir okkur?

  8. Vitringarnir gáfu Jesúbarninu dýrmætar gjafir. Hvað fengu þeir frá honum í staðinn?
 • Hvers vegna voru þessar gjafir mjög nauðsynlegar fjölskyldu Jósefs? (13. vers)
 • Hvað ættir þú að gefa Jesú í afmælisgjöf þetta árið?

  9. Hvernig haldið þið að líf vitringanna hafi verið þegar þeir komu aftur heim til Persíu, með alla sína skurðgoðadýrkun og heiðnu trúarbrögð?

  Glad Tidings-hugleiðingar: Það var ekki oft komið fram við Jesú eins og konung í hans lífi. Vitringarnir veittu honum lotningu sem slíkum í upphafi ævinnar og rómverski landstjórinn Pílatus skrifaði titilinn á krossinn hans. Jesús var konungur sem bauð meira að segja óvinum sínum að koma og tilbiðja sig.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Skírn Jesú Matt 3.13-17  Bakgrunnsupplýsingar: Tveir menn, rúmlega þrítugir, hittast við Jórdanána. Reyndar voru þeir frændur. Annar var í skrýtnum fötum. Allt til þessa tíma hafði Jesús búið í Galíleu en Jóhannes í eyðibyggðum Júdeu. Við vitum ekki hvort þeir hafi áður hist. (Leiðtoginn ætti að segja í stuttu máli frá því sem fjallað er um í 1.-12. versi.)

  1. Hver var munurinn á bernsku og unglingsárum þessara tveggja manna?
 • Hvers vegna haldið þið að Jóhannes hafði skilið að Jesús væri sonur Guðs?
 • Hvers vegna spillti frægð eða vinsældir ekki Jóhannesi?

  2. Hver var munurinn á Jesú og hinu fólkinu sem vildi láta skírast?
 • Hvers vegna vildi Jóhannes ekki skíra Jesú?
 • Hvers vegna vildi Jesús láta skíra sig þrátt fyrir að skírn Jóhannesar ætti aðeins að vera fyrir syndara?

  3. Hvað merkja orð Jesú í 15. versi?
 • Leiðtoginn ætti að lesa Jóh 19.30. Hvernig fullnægði Jesús öllu réttlæti?

  4. Hvað segja þessi vers okkur um samband Jesú og Guðs föður?
 • Hvað segja þessi vers okkur um heilaga þrenningu?
 • Heilagur andi hafði alltaf verið í Jesú. Hvers vegna gerði hann sig sýnilegan aðeins við skírn Jesú?

  5. Hvers vegna vildi Guð láta alla heyra það sem hann sagði í 17. versi?
 • Rifjaðu upp atburði síðasta mánaðar. Heldur þú að Guð gæti sagt sömu orð við þig eins og hann sagði um Jesú í 17. versi?

  6. Jóhannes skírði fólk aðeins eftir að það hafði játað syndir sínar; þess vegna var skírn hans kölluð iðrunarskírn. Hver er munurinn á kristinni skírn og skírn Jóhannesar? (Sjá einnig Post 2.38)

  7. Við kristna skírn segir Guð við þann sem skírður er sömu orð og hann sagði við son sinn í 17. versi. Á hvaða forsendum getur hann sagt þetta við syndara?

  8. Leiðtoginn segir stuttlega frá því hvernig Abraham ætlaði að fórna Guði syni sínum. (1Mós 22) Orðin í 17. versi minna lauslega á orðin sem Guð sagði við Abraham í 1Mós 22.2. Hvað er sameiginlegt með Abraham og Guði þegar um er að ræða fórn á sonum þeirra?


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Jesú freistað Matt 4.1-11  Bakgrunnsupplýsingar: Satan freistaði Evu í paradís og varð þess valdur að hún syndgaði. Á sama hátt freistaði hann þjóðar Guðs í óbyggðunum og hún hrasaði aftur og aftur. Satan hefur freistað okkar allra og fengið okkur til að syndga margoft. Það varð að freista Jesú líka því hann var raunveruleg manneskja og fulltrúi mannkyns.

  1. Ímyndaðu þér að þú yrðir að eyða einum og hálfum mánuði alein/n í eyðimörk, án þess að borða neitt eða hitta neinn. Hvað heldur þú að yrðir það versta fyrir þig í þessum aðstæðum?
 • Hvernig heldur þú að andlegt og líkamlegt ástand Jesú hafi verið eftir 40 daga föstu?
 • Berðu þínar freistingar saman við freistingar Jesú. Hver er munurinn?

  2. Við gerum okkur oft þær hugmyndir um heilagan anda að hann eigi að leiða og leiðbeina trúuðu fólki um hvernig á að lifa lífinu til fullnustu. Hvers vegna leiddi hann þá Jesú út í óbyggðirnar til að djöfullinn gæti freistað hans? (1. vers)
 • Hvers vegna leiðir heilagur andi okkur þá líka í aðstæður þar sem djöfullinn freistar okkar?

  3. Fyrsta freistingin snýst um frumþarfir okkar: hungur, þorsta, kynferðislegar þarfir, þörf fyrir öryggi o.s.frv. (3.-4. vers) Hvers vegna hefði það verið synd ef Jesús hefði fengið sér eitthvað að borða með því að breyta steinum í brauð?

  4. Haldið þið að manneskja geti lifað á orði Guðs einu saman, án þess að frumþörfunum sé fullnægt? (4. vers) Verið hreinskilin í svörum ykkar og færið líka rök fyrir máli ykkar.

  5. Önnur freistingin varðar samband okkar við Guð. (5.-7. vers) Hvað hefði Jesús sannað fyrir heiminum ef hann hefði stokkið ofan af þaki musterisins og sloppið lifandi frá því?
 • Hvernig birtist þessi önnur freisting í okkar lífi?

  6. Þriðja freistingin er um tilgang trúar okkar. Segir Satan sannleikann í 9. versi? Færið rök fyrir máli ykkar.
 • Hvað hefði veröldin ef til vill grætt til skemmri tíma ef Jesús hefði gert eins og Satan reyndi að fá hann til að gera?
 • Hvaða skammtímaávinning getum við öðlast ef við lútum öðrum goðum og herrum en lifandi Guði?

  7. Hvert var vopn Jesú í baráttu hans gegn djöflinum?
 • Hvert er þitt vopn þegar þú berst gegn freistingum og synd?

  8. Jesús vann orrustuna við Satan. Hvers vegna var honum þá seinna refsað með dauðadómi sem var aðeins fyrir þá sem höfðu tapað baráttu sinni við freistingar?
 • Hvers konar Guð hefði Jesús verið ef hans hefði ekki verið freistað?
 • Hvers konar kristinn einstaklingur værir þú ef þín hefði ekki verið freistað?

  Glad Tidings- viðbót: Leiðtoginn les Heb 2.18.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Úr Fjallræðunni (Matt 5.2132)  Bakgrunnsupplýsingar: Móses gaf fólkinu sínu lög Drottins uppi á Sínaífjalli. Á sama hátt gaf Jesús, „hinn nýi Móses“, nýjan skilning á gömlu boðorðunum.

  1. Hvað eiga reiði og morð sameiginlegt? (21. og 22. vers)
 • Hefur þú einhvern tímann verið kölluð/kallaður „einskisnýtur“ eða „fáviti“? Hvernig leið þér með það?
 • Hvaða áhrif hefur það á barn ef það er í sífellu kallað einskisnýtt eða fáviti?

  2. Hvaða refsingu myndi þú útdeila þér sjálfum/sjálfri fyrir syndirnar sem nefndar eru í versum 21-22?
 • Hvaða refsingu myndir þú velja fyrir þessar syndir ef þær væru drýgðar gegn einhverjum sem er þér kær?

  3. Hvers vegna verðum við að sættast við annað fólk áður en við uppfyllum trúarskyldur okkar? (Vers 23-24)
 • Hvers vegna hefur Jesús engan áhuga á að vita hverjum rifrildið var að kenna heldur býður áheyrendum sínum að taka fyrsta skrefið í átt til sátta? (23.-25. vers)
 • Hvað myndi gerast í fjölskyldu þinni/í skólanum/á vinnustaðnum ef þú byrjaðir að gera eins og Jesús kennir í þessum versum?

  4. Ef Jesús hefði sagt: „Ef bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, gleymdu því þá bara og hugsaðu ekki meira um það!“ hefði þá verið auðveldara fyrir þig að fylgja slíku boði heldur en því sem hann lagði fyrir í raun og veru?
 • Hvað verður um manneskju sem fyrirgefur aldrei öðrum sem hafa sært hana?
 • Hvaða manneskju vill Jesús að þú fyrirgefir í dag? (Þú mátt svara innra með þér.)

  5. Hvers vegna þykir Jesú að synd sem framin er í huga manns sé jafn alvarleg og sé hún framin í raun? (Vers 27-28)
 • Rifjaðu upp atvik þar sem augu þín eða hendur freistuðu þín til að syndga. Hvernig hefðir þú, með ákveðnum hætti, getað hindrað þau í að syndga? (29.-30. vers)

  6. Hvað kennir Jesús eiginlega um skilnað? (Vers 31-32) Haldið ykkur við textann!
 • Ímyndaðu þér stöðu þar sem giftur maður eða gift kona verður ástfangin/n af þriðja aðila. Hvernig getur það verið öllum hlutaðeigandi til góðs ef viðkomandi ákveður að fylgja boði Jesú?

  7. Hver er stærsti munurinn á hugmyndum Jesú um hjónabandið og hvernig samfélag nútímans hugsar um það?

  8. Hvernig myndir þú útskýra þennan kafla fyrir manneskju sem heldur því fram hún hafi alltaf lifað samkvæmt boðum Fjallræðunnar? Hvað þá um manneskju sem er miður sín yfir að hafa ekki getað lifað samkvæmt þeim?

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús fékk að kenna á öllum þeim refsingum sem minnst er á í textanum, allt frá því að hann var dreginn fyrir rétt og dæmdur og þar til hann fékk að finna fyrir logum vítis. Hann varð að nota sinn síðasta eyri til að borga skuldir okkar – skuldirnar sem voru uppsafnaðar hjá Guði fyrir að hafa ekki fylgt boðum hans. (Sjá 26. vers.)

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Verið ekki áhyggjufull (Matteus 6.25-34)  Bakgrunnsupplýsingar: Orðið réttlæti (v. 33) merkir fullkominn hreinleika í hugsunum, orðum og gerðum. Aðeins réttlátur karl/ kona er þóknanleg(ur) Guði og kemst til himnaríkis.
  1. Teldu með þínum eigin orðum upp það sem Jesús bannar okkur að hafa áhyggjur af í þessum texta.
 • Hvað af því sem nefnt er í textanum veldur þér mestum áhyggjum?
 • Hvernig myndi líf þitt breytast ef þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því sem nefnt er í textanum?
  2. Hvað gerist innan fjölskyldu ef einn fjölskyldumeðlima hefur stöðugar áhyggjur af peningamálum, heilsunni, framtíðinni o.þ.h.?
 • Hvaða áhrif hafa áhyggjur á líkama okkar?
  3. Hvað eiga áhyggjur sameiginlegt með skorti á trú?
 • Hvernig gætum við dregið úr áhyggjum og trúarskorti í lífi okkar?
  4. Finndu öll loforðin sem Jesús gefur lærisveinum sínum í þessum texta.
 • Hverju þessara loforða þykir þér auðveldast að trúa? En erfiðast?
  5. Lestu vers 31-32. Hvað finnst þér þig vanta allra mest í dag? (Þú getur svarað innra með þér.)
 • Ertu sannfærð(ur) um að þinn himneski faðir viti hvers þú þarfnast í raun og veru í dag? Færðu rök fyrir áliti þínu.
  6. Hvað merkir það í reynd að leita fyrst Guðs ríkis (v. 33)?
 • Hvers vegna leitar fólk venjulega fyrst jarðneskrar hamingju, fremur en Guðs ríkis?
 • Hvers leitar þú umfram annað í lífinu? (Þú getur svarað innra með þér.)
  7. Hvað merkir það í reynd að leita réttlætis Guðs, en ekki okkar eigin réttlætis (v. 33b)?
 • Ef þú hefur upplifað að vera leiddur frá því að leita eigin réttlætis til þess að leita réttlætis Guðs, deildu gjarnan reynslu þinni með hópnum.
  8. Hvað merkir vers 34?
 • Rifjaðu upp þegar þú hafðir áhyggjur af einhverju í framtíðinni. Hvað hefðir þú átt að gera í þeim aðstæðum í stað þess að vera áhyggjufull(ur)?
 • Þar sem Jesús þekkir núverandi aðstæður þínar, beinir hann orðum sínum í versum 33-34 einnig til þín. Hverju svarar þú honum?

  Glad Tidings- íhugun: Jesús leitaði Guðs ríkis alltaf umfram allt annað. Engu að síður veittist honum ekkert af öllu því góða sem lofað er í textanum, heldur krossinn. Jesús bar á krossinn refsinguna fyrir áhyggjurnar okkar og trúleysi gagnvart Guði. Þess vegna getur hann nú tekið jafnvel á móti fólki sem finnst það trúlítið.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Rómverskur hundraðshöfðingi Matt 8.5-13  Bakgrunnsupplýsingar: Hundraðshöfðingi var rómverskur embættismaður sem fór fyrir hersetuliðinu. Trúarbrögð rómverskra hermanna voru keisaradýrkun. Leiðtoginn ætti að reifa í stuttu máli aðalatriðin um Abraham, Ísak og Jakob.

  1. Hundraðshöfðinginn sem um ræðir gæti vel hafa heyrt þjóna sína (gyðinga) tala um sannan Guð. Hugsið upp aðrar ástæður fyrir því hvers vegna rómverskur embættismaður gæti hafa tengst honum svo. (5. og 6. vers.)

  2. Gyðingar komu yfirleitt ekki á heimili útlendinga því það gerði þá óhreina samkvæmt trúarlegum skilningi. Hvaða aðrar ástæður gæti hundraðshöfðinginn hafa verið að hugsa um þegar hann áleit sig ekki verðan þess að fá Jesú heim til sín? (7.-8. vers)

  3. Lýstu trú hundraðshöfðingjans þegar hann kemur til Jesú.
 • Heldur þú að vandamál þín yrðu leyst með einu orði frá Jesú? (8. vers)

  4. Hvað fannst hundraðshöfðingjanum þeir Jesú eiga sameiginlegt? (9. vers)
 • Hvernig gat hann séð ósýnilegan her Jesú sem enginn annar sá?
 • Heldur þú að Jesús geti í dag skipað einum af sínum ósýnilegu englum að hjálpa manneskju sem þú varst að biðja fyrir? Færðu rök fyrir svari þínu.

  5. Í guðspjöllunum er aðeins minnst á tvö dæmi þar sem Jesús dáist að trú annarra. Hvað var svo sérstakt við trú hundraðshöfðingjans? (8.-10. vers) (Hver er munurinn á að trúa á kraftaverk og að trúa á orð Jesú?)
 • Haldið þið að maðurinn hafi sjálfur vitað að hann hafði mikla trú?
 • Hefur þú einhvern tíma trúað á hjálp frá Jesú áður en hjálpin barst? Vinsamlegast segðu frá reynslu þinni.

  6. Í 11. og 12. versi segir Jesús að það geti verið auðveldara fyrir útlendinga, sem hafi áður játað önnur trúarbrögð, að trúa á hann en þá sem hafa alltaf þekkt Biblíuna. Hvers vegna er það?
 • Hvernig verður ákvarðað – með hvaða mælikvarða – hverjir fara inn í Guðs ríki (himnaríki) og hverjum verður kastað út í ystu myrkur?

  7. Guð gaf loforð sín um Messías og land sitt þeim Abraham, Ísak og Jakobi. Hvernig endurspeglar trú þessara þriggja manna trú rómverska hundraðshöfðingjans?

  8. Hundraðshöfðinginn fékk ekki að vita strax hvernig þjóni hans reiddi af. Hvað haldið þið að hann hafi búist við að finna þar heima? (13. vers)
 • Jesús segir orðin í 13. versi sjálfur við þig í dag. Hverju ætlar þú að svara honum?


  Glad Tidings-hugleiðing: Jesú var „rekinn út í ystu myrkur þar sem var grátur og gnístran tanna“. (12. vers) Á þennan hátt græjaði hann „vegabréf inn í himnaríki“ fyrir rómverska hermenn og okkur öll sem upphaflega höfðum engan rétt til að verða þegnar í ríki hans.  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Köllun Matteusar Matt 9.9-13  Bakgrunnsupplýsingar: Að borða saman var fyrir gyðingum merki um vináttu á tímum Jesú. Trúað fólk leit niður á tollheimtumenn vegna þess að þeir svindluðu með peninga. Oftast er álitið að Matteus hafi verið maðurinn sem skrifaði guðspjallið með sama nafni.
  1. Ímyndaðu þér daglegt líf Matteusar, tollheimtumannsins. Hverjar voru góðu og slæmu hliðarnar?
 • Hvernig haldið þið að samband Matteusar við Guð hafi verið á meðan hann var ennþá tollheimtumaður?
 • Hvað haldið þið að Matteus hafi búist við að Jesú segði þegar hann kom inn í tollbúðina?

  2. Hvers vegna spurði Jesús Matteus ekki: „Viltu verða lærisveinn minn?“
 • Hvernig haldið þið að Matteusi hafi liðið þegar hinn frægi kennari og kraftaverkamaður bað hann að fylgja sér?
 • Hvers vegna vildi Jesús hafa fyrrverandi tollheimtumann sem lærisvein sinn þótt hann vissi fullvel að hann yrði gagnrýndur fyrir það?
 • Hvers vegna vill Jesús að þú verðir lærisveinn hans?

  3. Hvað ætli kollegar Matteusar hafi haldið þegar hann fór úr tollbúðinni án þess einu sinni að taka til á skrifborðinu sínu?
 • Hvernig hafði Matteus hugrekki til að gefa upp fasta vinnu og innkomu?
 • Hvað fékk Matteus í staðinn fyrir allt sem hann tapaði fyrir að fylgja Jesú?
 • Jesús segir við þig, kannski í fyrsta skipti á ævi þinni, kannski í hundraðasta skipti: „Fylgdu mér!“ Hvernig ætlar þú að svara honum?

  4. Hvernig breyttist líf eiginkonu Matteusar og barna þegar hann hafði komist til trúar?
 • Hvers vegna vildi Matteus halda veislu fyrir Jesú og fyrrum vinnufélaga sína? (10. vers)

  5. Hvaða hópar fólks eru í okkar samfélagi sem virðingarvert fólk vill ekki eiga samskipti við?
 • Hvers vegna vildi Jesús umgangast fólk af öllu tagi?

  6. Hvað á Jesús við með versum 12 og 13?
 • Í hvorum hópnum finnst þér þú eiga heima: meðal heilbrigðra eða sjúkra, réttlátra eða syndara? (Þú mátt svara innra með þér.)
 • Veltu því fyrir þér, í ljósi þessa texta, hvers vegna sjúkleika og synd er að finna í lífi þínu?
 • Hvers vegna er stundum auðveldara að fórna Guði einhverju en að sýna náunga okkar miskunn? (13. vers)

  7. Hvers vegna þurfti Jesús, „læknirinn“, að fá á sig sár? Hvers vegna varð að telja hann, hinn réttláti, með syndurum? (Sjá einnig Jes 53.10-12)

  Glad Tidings-hugleiðing: Jesús varð hin fullkomna fórn fyrir Guð; þess vegna þarf Guð ekki á neinni annarri fórn að halda frá okkur nema að við notum krafta okkar til að þjóna náungum okkar.

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  ÞOLGÆÐI Í ÞRENGINGUM (Matt. 10.16-31)  1. Að hvaða leyti telur þú að kristið fólk eigi á hættu háðsglósur eða jafnvel ofsóknir í okkar samfélagi?
  a. Fyrir hvað er kristið fólk mest gagnrýnt í okkar samfélagi?
  2. Hvað mun koma fyrir sauðina meðal úlfanna (v. 16)?
  a. Hvað á Jesús við þegar hann segist munu senda senda lærisveina sína eins og sauði meðal úlfa?
  b. Hvernig er hægt að vera kænn eins og höggormur og falslaus eins og dúfa?
  3. Um hvaða „glæpi“ eru lærisveinar Jesú sakaðir þegar þeir eru dregnir fyrir dómstóla (v. 17-22)?
  a. Ef þú vissir að þú yrðir dregin(n) fyrir rétt vegna trúar þinnar, heldurðu að þú gætir hætt að hafa áhyggjur af því hvað ætti að segja þar (v. 19-20)?
  4. Í hvers konar samfélagi gætu fjölskyldumeðlimir gert það sem lýst er í versi 21?
  a. Hvað fær manneskju til að halda sér fast við sannfæringu sína, jafnvel þegar allir aðrir eru ósammál honum/henni (v. 22)?
  b. Hvernig telur þú að þú brygðist við ef einn daginn yrðirðu ofsótt(ur) vegna trúar þinnar?
  5. Hvernig má heimfæra vers 23 upp á nútímann?
  6. Hvaða merkingu hefur það fyrir lærisvein að meistari hans hafi nú þegar þolað sömu þrengingar og hún/hann (v. 24-25)?
  7. Ímyndaðu þér tvær manneskjur í miðjum ofsóknum. Önnur þeirra hvílir í þeirri vissu að hulunni verði svipt af lygunum og sannleikurinn muni að lokum sigra. Hin er hreint ekki svo viss (v. 26). Hvernig eru aðstæður þessara tveggja manneskja ólíkar?
  8. Finndu út frá þessum texta eins margar ástæður og þér er unnt fyrir því að kristin manneskja þurfi ekki að óttast ofsóknir (v. 26-31).
  a. Hvað ætti kristin manneskja að gera, jafnvel í þrengingum (v. 27)?
  9. Hvort á Jesús í versi 28 við Guð eða djöfulinn?
  a. Hvað einkennir hegðun þess kristna fólks sem jafnvel í ofsóknum óttast engan annan en Guð? Hvað með kristna manneskju sem óttast djöfulinn?
  b. Hver er, samkvæmt versi 28, eini raunverulegi harmleikur mannlegs lífs?
  10. Jesús viðurkennir að jafnvel kristið fólk geti verið tekið af lífi af óvinum sínum (v. 28). Hvernig getum við heimfært v. 29-31 upp á líf píslarvottanna, t.d. Jóhannesar skírara?
  a. Hvers vegna er ómögulegt að útrýma hinni sönnu kirkju Krists með ofsóknum?
  b. Jesús beinir orðum sínum í versum 30-31 einnig til þín í dag. Hvað merkja þau fyrir þig í þínum núverandi aðstæðum?

  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Létt ok (Matt 11.28-30)


  Bakgrunnsupplýsingar: Ok er nokkurs konar trérammi sem aktaugar á dráttardýrum eru festar í svo þau geti dregið plóg, hlass eða því um líkt.
  1. Hverjar eru algengustu klyfjarnar sem fólk ber á herðum sér nú til dags?
 • Reyndu að ímynda þér að sá vandi sem þú átt við að etja í dag sé raunveruleg þyngsli. Ef þyngsta fargið er 100 kíló hversu þung myndir þú segja að byrði þín væri?

  2. Á hvaða hátt er byrði þjáningar ólík byrði syndarinnar? (Hvort er erfiðara fyrir þig að burðast með þjáningu eða slæma samvisku?)

  3. Hugsaðu þér líf án nokkurra þyngsla og byrða – hverjar væru góðu og slæmu hliðarnar við slíkt líf?

  4. Hvers konar manneskja heldur þú að gæti borið byrðarnar með þér?
 • Hvað þýðir það í raun og veru að maður fari til Jesú með byrðar sínar og leggi þær fram fyrir hann?

  5. Hvað á Jesús við með 29. versi?
 • Hefur þú fundið hvíld fyrir sál þína? (Þú mátt svara þessu innra með þér.)
 • Hvers vegna getur aðeins hógvært fólk fundið hvíld fyrir byrði sinni? (Hvers vegna fyllast svona margir biturð á meðan þeir bera byrðar sínar?)
 • Hvernig getum við orðið eins hógvær og lítillát og Jesús var?

  6. Hvað þýða þessi orð Jesú? „Takið á yður mitt ok“? (Hvert er ok Jesú? Hvernig er það ólíkt okkar byrðum?)
 • Hvernig breytast aðstæður okkar ef við berum okið saman með Jesú?

  7. Hvað á Jesús við þegar hann segir að ok hans sé ljúft og byrði hans létt? (30. vers)

  8. Hvað gerir fólk, sem ekki vill fara með byrðar sínar til Jesú, við þær?
 • Hvers vegna fer kristið fólk ekki einu sinni alltaf með byrðar sínar til Jesú?

  9. Hversu mikið léttari heldur þú að byrði þín yrði ef þú vissir að það væri engin sekt í henni og þú þyrftir ekki að hugsa um hverjum vandamálið væri að kenna?
  Hversu mikið léttari yrði byrði þín ef þú gætir trúað því að Jesús myndi breyta allri þinni vanlíðan þannig að hún yrði til góðs fyrir alla viðkomandi?

  Glad Tidings-hugleiðing: Hópstjórinn ætti að lesa Jóh 19.17. Kross Jesú var öll okkar byrði; bæði þjáningar okkar og syndir.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com

  Ónytjuorð (Matt 12.33-37)


  Áður en samræður hefjast rifjið upp hvers konar orð var talað um í síðustu viku.
  1. Í hvaða aðstæðum er erfiðast fyrir þig að hemja tunguna?
 • Ef þú gætir lifað lífinu aftur við hverja myndir þú tala öðruvísi en þú gerðir? (Það má svara spurningunni innra með sér.)

  2. Hvers vegna eru orð okkar eins mikilvæg Guði og gjörðir okkar?
 • Hvernig er hægt að líkja orðum okkar við ávexti af tré? (33. vers)
 • Hvernig getur vont tré breyst í gott tré?
 • Hvernig getur vondur maður orðið að góðum manni?

  3. Jesús tekur sterkt til orða þegar hann kallar áheyrendur sína „nöðrukyn“. Á hvaða hátt má líkja saman eitursnáki og manneskju sem talar illt? (34. vers)
 • Hvað á Jesús við með orðunum: „Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“ (34. vers)
 • Heimfærðu 34. vers upp á þig. Af hverju er hjarta þitt fullt? (Þú mátt svara innra með þér.)

  4. Í 35. versi gefur Jesús í skyn að allir eigi „sjóð“ í hjarta sér. Með hverju fyllir fólk yfirleitt hjarta sitt?
 • Íhugaðu hvernig þú talar um Jesús eða hvernig þú talar við hann. Hvað segja orð þín – eða vöntun á þeim – um samband þitt við hann?

  5. Hvað eru „ónytjuorð“? (36. vers)
 • Hvað gæti verið andstæða „ónytjuorða“?
 • Hvers vegna verðum við frekar að svara fyrir „ónytjuorð“ á dómsdegi heldur en „vond orð“?
 • Ef marka má þessi vers hvernig heldur þú að þér farnist á dómsdegi?

  6. Heldur þú að það sé mögulegt til langframa að leyna aðra því sem er í hjarta þér? Er til dæmis mögulegt að tala bara fallega þegar hjartað er fullt af hatri og biturð?
 • Hvað finnst þér um fólk sem talar eins lítið og mögulegt er til að glopra ekki út úr sér neinum ónytjuorðum?

  7. Hversu líklegt telur þú að þú eigir eftir að hlýða og fara eftir þessari lexíu frá Jesú héðan í frá?

  8. Einu sinni sagði Jesús að hann væri vínviðurinn og að lærisveinar hans væru greinarnar. (Jóh 15.1) Hvernig getum við þá borið góðan ávöxt með vondan sjóð í hjarta okkar?

  Glad Tidings-hugleiðing: Sjóðurinn í hjarta Jesú var fullur af góðum hlutum og samt var hann fordæmdur vegna orða sinna; sem guðlastari. Kross hans var tréð sem bar bitran ávöxt ónytjuorða okkar.


  ***

  © 2017 Glad Tidings Bible Studies in Icelandic - www.gladtidings-bs.com